Fram líða stundir Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 12. mars 2014 07:00 Það er óþægilega mikið að gera hjá mér um þessar mundir. Þetta er auðvitað sjálfskaparvíti, ég tek að mér allt sem mér dettur í hug, bý mér til verkefni þess á milli, fresta svo öllu fram á síðustu stundu og skil svo ekkert í stressinu. Ég reyni að temja mér að segja nei við nýjum verkefnum og einbeita mér að þeim sem ég glími við nú þegar. En svo hringir amma. „Ætlarðu ekki að mæta?“ Maður segir ekki nei við ömmu sína. „Jú, auðvitað mæti ég. Passar svona líka stórvel,“ laug ég. Þetta passaði alls ekki vel, því ég átti að vera í skólanum. En maður segir ekki nei við ömmu sína. Svo ég skrópaði í skólanum til að spila félagsvist við eldri borgara. Égvar orðin virkilega stressuð fyrir þessari atrennu þegar ég mætti. Það var sprengidagur, dauf saltkjötsangan í loftinu og eldri borgararnir voru í ham, orkumiklir eftir hádegismatinn. „Nei, hér eru mættar dúkkulísur,“ sagði ókunnugur maður og blikkaði mig. Ég beit í tunguna á mér, brosti og sagði „já, já,“ rosalega hátt. Áður en leikar hófust fékk ég leiðbeiningar um hvernig best væri að skrá niður stigin á sem einfaldastan hátt. „Þegar fólk er komið yfir hundraðið fer það að ruglast í þessu,“ útskýrði maður sem sjálfur var ekki deginum eldri en 85. Fljótlegagleymdi ég verkefnunum sem biðu mín heima, enda orðin mjög áköf í spilunum. Þessir eldri borgarar voru stórskemmtilegir. Ég lærði alls konar orðatiltæki sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýða, fékk að sjá ævafornt húðflúr og heyra söguna á bak við það sem reyndist vera nokkuð dæmigerð djammsaga, hlustaði á fjörgamlar konur spekúlera hvort þessi eða hinn pólitíkusinn væri drykkjumaður og í hléinu drakk ég kaffi með ömmu, ömmusystur og afabróður. Það gerist ekki mikið betra. Eftir hlé kom upp ágreiningur um hver ætti að sitja hjá eina umferð og allt virtist ætla um koll að keyra, en þá heyrðist róandi rödd í kallkerfinu: „Verið þið róleg, elskurnar mínar, það eina sem við eigum enn þá nóg af, það er tími.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Það er óþægilega mikið að gera hjá mér um þessar mundir. Þetta er auðvitað sjálfskaparvíti, ég tek að mér allt sem mér dettur í hug, bý mér til verkefni þess á milli, fresta svo öllu fram á síðustu stundu og skil svo ekkert í stressinu. Ég reyni að temja mér að segja nei við nýjum verkefnum og einbeita mér að þeim sem ég glími við nú þegar. En svo hringir amma. „Ætlarðu ekki að mæta?“ Maður segir ekki nei við ömmu sína. „Jú, auðvitað mæti ég. Passar svona líka stórvel,“ laug ég. Þetta passaði alls ekki vel, því ég átti að vera í skólanum. En maður segir ekki nei við ömmu sína. Svo ég skrópaði í skólanum til að spila félagsvist við eldri borgara. Égvar orðin virkilega stressuð fyrir þessari atrennu þegar ég mætti. Það var sprengidagur, dauf saltkjötsangan í loftinu og eldri borgararnir voru í ham, orkumiklir eftir hádegismatinn. „Nei, hér eru mættar dúkkulísur,“ sagði ókunnugur maður og blikkaði mig. Ég beit í tunguna á mér, brosti og sagði „já, já,“ rosalega hátt. Áður en leikar hófust fékk ég leiðbeiningar um hvernig best væri að skrá niður stigin á sem einfaldastan hátt. „Þegar fólk er komið yfir hundraðið fer það að ruglast í þessu,“ útskýrði maður sem sjálfur var ekki deginum eldri en 85. Fljótlegagleymdi ég verkefnunum sem biðu mín heima, enda orðin mjög áköf í spilunum. Þessir eldri borgarar voru stórskemmtilegir. Ég lærði alls konar orðatiltæki sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýða, fékk að sjá ævafornt húðflúr og heyra söguna á bak við það sem reyndist vera nokkuð dæmigerð djammsaga, hlustaði á fjörgamlar konur spekúlera hvort þessi eða hinn pólitíkusinn væri drykkjumaður og í hléinu drakk ég kaffi með ömmu, ömmusystur og afabróður. Það gerist ekki mikið betra. Eftir hlé kom upp ágreiningur um hver ætti að sitja hjá eina umferð og allt virtist ætla um koll að keyra, en þá heyrðist róandi rödd í kallkerfinu: „Verið þið róleg, elskurnar mínar, það eina sem við eigum enn þá nóg af, það er tími.“