Magnaður kveðskapur Jónas Sen skrifar 19. mars 2014 11:30 Carmina Burana: "Kórsöngurinn var þéttur og fókuseraður, safaríkur og flottur.“ Tónlist: Carmina Burana Carl Orff Dómkórinn í Reykjavík, Kór Menntaskólans í Reykjavík og drengir úr Skólakór Kársness í Langholtskirkju sunnudaginn 16. mars. Stjórnandi Kári Þormar. Ég sá einhvers staðar á netinu að Carmina Burana eftir Carl Orff var efst á blaði yfir óhugnanlegustu tónlist allra tíma. Það er hálffurðulegt, því verkið er ósköp sakleysislegt, þótt það sé tilkomumikið. Væntanlega er þetta út af einhverri kvikmynd sem tónlistin hefur verið spiluð í. Frægasta atriðið er upphafskaflinn, Ó þú gæfa (O Fortuna) sem hefur sennilega oft verið notaður. Í svipinn man ég þó bara eftir einni mynd, Excalibur, um Artúr konung og riddara hringborðsins. Það var nóg af fordæðuskap þar. Mig minnir að O Fortuna hafi hljómað undir æsilegri senu þar sem riddarar hringborðsins þeystu út úr kastalanum í Camelot til að leita að kaleiknum helga. Carmina Burana er eins konar kantata og er texti verksins hluti af handritum frá þrettándu öld sem uppgötvuðust fyrir um tvö hundruð árum í munkaklaustri í Benedikt-Beuren í Bæjaralandi. Textinn er samansafn ljóða fyrrverandi munka sem höfðu fengið nóg af klausturlífinu og fóru út í heim að njóta lífsins og klípa í afturendann á hinu kyninu. Andrúmsloftið í tónlistinni er yfirleitt hressilegt og þrungið lífsgleði. Gleðin komst fyllilega til skila í flutningnum í Langholtskirkju á sunnudaginn. Kári Þormar stjórnaði. Flytjendur voru Dómkórinn í Reykjavík, Kór Menntaskólans í Reykjavík og drengir úr Skólakór Kársness (undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur). Einnig komu fram píanóleikararnir Helga Bryndís Magnúsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson ásamt slagverkssveit. Túlkunin var lífleg, barsmíðarnar voru háværar en ekki um of. Prýðilegt jafnvægi var á milli kóranna, flyglanna og slagverksins. Flæðið í túlkuninni var óheft og sannfærandi. Kveðskapurinn um vorið, ástina, örlögin og dansinn varð ljóslifandi. Kórsöngurinn var þéttur og fókuseraður, safaríkur og flottur. Einsöngvararnir stóðu sig með prýði. Það voru þau Hallveig Rúnarsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson og Jón Svavar Jósefsson. Mest mæddi á þeim síðastnefnda, sem söng af gríðarlegri ástríðu. Ég hef oft heyrt Carmina Burana hér á Íslandi, stundum hefur kaflinn Tempus est iocundum gersamlega misheppnast því einsöngvarinn hefur ekki náð að galdra fram réttu stemninguna. Það þarf að vera svo mikill kraftur í tónlistinni. Sem betur fer var Jón Svavar með sitt á hreinu, röddin var stöðug, túlkunin einbeitt og gædd alveg réttu áfergjunni. Hallveig söng líka af fítonskrafti en samt innan þess ramma sem verkið setur henni. Og Þorbjörn var frábær í hlutverki svansins sem verið er að steikja á teini. Hann var skrækur og ámátlegur, en samt ekki þannig að það væri fáránlegt. Ég verð sérstaklega að minnast á drengjakórinn. Frammistaða hans var til fyrirmyndar, söngurinn var tær og litríkur, glitrandi og fullur af hamingju. Þetta er án efa með betri uppfærslum á þessu sívinsæla verki sem ég hef heyrt.Niðurstaða: Skemmtilegur flutningur á Carmina Burana. Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Carmina Burana Carl Orff Dómkórinn í Reykjavík, Kór Menntaskólans í Reykjavík og drengir úr Skólakór Kársness í Langholtskirkju sunnudaginn 16. mars. Stjórnandi Kári Þormar. Ég sá einhvers staðar á netinu að Carmina Burana eftir Carl Orff var efst á blaði yfir óhugnanlegustu tónlist allra tíma. Það er hálffurðulegt, því verkið er ósköp sakleysislegt, þótt það sé tilkomumikið. Væntanlega er þetta út af einhverri kvikmynd sem tónlistin hefur verið spiluð í. Frægasta atriðið er upphafskaflinn, Ó þú gæfa (O Fortuna) sem hefur sennilega oft verið notaður. Í svipinn man ég þó bara eftir einni mynd, Excalibur, um Artúr konung og riddara hringborðsins. Það var nóg af fordæðuskap þar. Mig minnir að O Fortuna hafi hljómað undir æsilegri senu þar sem riddarar hringborðsins þeystu út úr kastalanum í Camelot til að leita að kaleiknum helga. Carmina Burana er eins konar kantata og er texti verksins hluti af handritum frá þrettándu öld sem uppgötvuðust fyrir um tvö hundruð árum í munkaklaustri í Benedikt-Beuren í Bæjaralandi. Textinn er samansafn ljóða fyrrverandi munka sem höfðu fengið nóg af klausturlífinu og fóru út í heim að njóta lífsins og klípa í afturendann á hinu kyninu. Andrúmsloftið í tónlistinni er yfirleitt hressilegt og þrungið lífsgleði. Gleðin komst fyllilega til skila í flutningnum í Langholtskirkju á sunnudaginn. Kári Þormar stjórnaði. Flytjendur voru Dómkórinn í Reykjavík, Kór Menntaskólans í Reykjavík og drengir úr Skólakór Kársness (undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur). Einnig komu fram píanóleikararnir Helga Bryndís Magnúsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson ásamt slagverkssveit. Túlkunin var lífleg, barsmíðarnar voru háværar en ekki um of. Prýðilegt jafnvægi var á milli kóranna, flyglanna og slagverksins. Flæðið í túlkuninni var óheft og sannfærandi. Kveðskapurinn um vorið, ástina, örlögin og dansinn varð ljóslifandi. Kórsöngurinn var þéttur og fókuseraður, safaríkur og flottur. Einsöngvararnir stóðu sig með prýði. Það voru þau Hallveig Rúnarsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson og Jón Svavar Jósefsson. Mest mæddi á þeim síðastnefnda, sem söng af gríðarlegri ástríðu. Ég hef oft heyrt Carmina Burana hér á Íslandi, stundum hefur kaflinn Tempus est iocundum gersamlega misheppnast því einsöngvarinn hefur ekki náð að galdra fram réttu stemninguna. Það þarf að vera svo mikill kraftur í tónlistinni. Sem betur fer var Jón Svavar með sitt á hreinu, röddin var stöðug, túlkunin einbeitt og gædd alveg réttu áfergjunni. Hallveig söng líka af fítonskrafti en samt innan þess ramma sem verkið setur henni. Og Þorbjörn var frábær í hlutverki svansins sem verið er að steikja á teini. Hann var skrækur og ámátlegur, en samt ekki þannig að það væri fáránlegt. Ég verð sérstaklega að minnast á drengjakórinn. Frammistaða hans var til fyrirmyndar, söngurinn var tær og litríkur, glitrandi og fullur af hamingju. Þetta er án efa með betri uppfærslum á þessu sívinsæla verki sem ég hef heyrt.Niðurstaða: Skemmtilegur flutningur á Carmina Burana.
Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira