Pólítíkin: Aukið gegnsæi dregur úr spillingu Höskuldur Kári Schram skrifar 29. mars 2014 08:30 Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vill auka íbúalýðræði í borginni og opna stjórnsýsluna. Hann segir að með auknu gegnsæi sé hægt að draga úr spillingu og koma í veg fyrir sóun á peningum skattgreiðenda. „Í núgildandi kerfi liggja upplýsingar ekki á borðinu heldur þarf að sækja sérstaklega um þær. Draumaumhverfið er þannig að þetta verði allt saman sett út á Netið fyrir utan viðkvæm persónugögn. Það eru engin vitræn rök gegn því að halda upplýsingum frá fólki. Svo geta einhverjir komið og unnið úr þessum gögnum. Gert eitthvað við þau. Ég á t.d. vin sem er með vefsíðu þar sem hann birtir upplýsingar um leiguhúsnæði. Þar er hægt að leita og flokka og fá skilaboð þegar eitthvað kemur upp sem maður hefur áhuga á. Þetta er bara gert með því að sækja upplýsingar af öðrum síðum og taka þær saman. Þetta er hluti af þessari pælingu að dreifa upplýsingum og dreifa valdinu þannig að þetta sé ekki allt á höndum hins opinbera,“ segir Halldór. Hann nefnir Orkuveituna einnig sem dæmi um aukið gegnsæi. „Við erum með þá stefnu að gera bókhald opinbert, þar með talið fyrirtækja í eigu borgarinnar. Það myndi opna fyrir aðhald og skapa hvata til þess að hagræða því þá gætu allir séð hvar menn væru að eyða peningum.“Nýr í pólitík Píratar á Íslandi buðu fyrst fram í síðustu alþingiskosningum og margir í hreyfingunni hafa aldrei komið nálægt stjórnmálum áður. „Ég hef ekki verið virkur áður í einhverju pólitísku starfi. Það vildi bara þannig til að ég heillaðist af því sem Píratar voru að gera fyrir síðustu kosningar. Ég þekkti fólk sem var þarna og núna er ég kominn hingað,“ segir Halldór. Hann segir að reynsluleysi Pírata hafi bæði góð og slæm áhrif á flokkinn. „Góðu áhrifin eru að fólk er ekki með fyrirframgefnar hugmyndir. Það hristir sig saman og er óhrætt við að vera það sjálft. Læra á meðan það gerir þessa hluti og finna sig í þessu starfi. Það slæma birtist kannski í pínu agaleysi en það er líka gott að sumu leyti,“ segir Halldór. „Við vinnum [málefnavinnu] í sameiningu í mjög opnu ferli þar sem allir sem vilja fá að vera með.“Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega Halldór vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu. „Borgarstjóri myndi þá sækja umboð sitt beint til allra borgarbúa. Miðað við núverandi sveitarstjórnarlög þá er þetta staða framkvæmdastjóra og æðsta yfirmanns stjórnsýslunnar. Það er hann sem ber ábyrgð á því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Miðað við þetta er eðlilegt að okkar mati að hann sæki umboð sitt beint til borgarbúa í sérstökum kosningum,“ segir Halldór.Vinsælir meðal yngri kjósenda Píratar sækja mikið fylgi til yngri kjósenda og virðast höfða sérstaklega til þess aldurshóps. „Við erum ekki endilega að höfða markvisst til þessa aldurshóps. En það virðist vera að okkar áherslur höfði betur til þessa hóps. Þetta er fólk sem er ekki alið upp í því að fylgja hinum eða þessum flokkum eða ríkjandi kerfi í einhverri blindni. Okkar áherslur eru hins vegar að höfða til allra aldurshópa og til allra landsmanna. Það er okkar markmið,“ segir Halldór. Viðtalið við Halldór er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á vísir.is Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vill auka íbúalýðræði í borginni og opna stjórnsýsluna. Hann segir að með auknu gegnsæi sé hægt að draga úr spillingu og koma í veg fyrir sóun á peningum skattgreiðenda. „Í núgildandi kerfi liggja upplýsingar ekki á borðinu heldur þarf að sækja sérstaklega um þær. Draumaumhverfið er þannig að þetta verði allt saman sett út á Netið fyrir utan viðkvæm persónugögn. Það eru engin vitræn rök gegn því að halda upplýsingum frá fólki. Svo geta einhverjir komið og unnið úr þessum gögnum. Gert eitthvað við þau. Ég á t.d. vin sem er með vefsíðu þar sem hann birtir upplýsingar um leiguhúsnæði. Þar er hægt að leita og flokka og fá skilaboð þegar eitthvað kemur upp sem maður hefur áhuga á. Þetta er bara gert með því að sækja upplýsingar af öðrum síðum og taka þær saman. Þetta er hluti af þessari pælingu að dreifa upplýsingum og dreifa valdinu þannig að þetta sé ekki allt á höndum hins opinbera,“ segir Halldór. Hann nefnir Orkuveituna einnig sem dæmi um aukið gegnsæi. „Við erum með þá stefnu að gera bókhald opinbert, þar með talið fyrirtækja í eigu borgarinnar. Það myndi opna fyrir aðhald og skapa hvata til þess að hagræða því þá gætu allir séð hvar menn væru að eyða peningum.“Nýr í pólitík Píratar á Íslandi buðu fyrst fram í síðustu alþingiskosningum og margir í hreyfingunni hafa aldrei komið nálægt stjórnmálum áður. „Ég hef ekki verið virkur áður í einhverju pólitísku starfi. Það vildi bara þannig til að ég heillaðist af því sem Píratar voru að gera fyrir síðustu kosningar. Ég þekkti fólk sem var þarna og núna er ég kominn hingað,“ segir Halldór. Hann segir að reynsluleysi Pírata hafi bæði góð og slæm áhrif á flokkinn. „Góðu áhrifin eru að fólk er ekki með fyrirframgefnar hugmyndir. Það hristir sig saman og er óhrætt við að vera það sjálft. Læra á meðan það gerir þessa hluti og finna sig í þessu starfi. Það slæma birtist kannski í pínu agaleysi en það er líka gott að sumu leyti,“ segir Halldór. „Við vinnum [málefnavinnu] í sameiningu í mjög opnu ferli þar sem allir sem vilja fá að vera með.“Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega Halldór vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu. „Borgarstjóri myndi þá sækja umboð sitt beint til allra borgarbúa. Miðað við núverandi sveitarstjórnarlög þá er þetta staða framkvæmdastjóra og æðsta yfirmanns stjórnsýslunnar. Það er hann sem ber ábyrgð á því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Miðað við þetta er eðlilegt að okkar mati að hann sæki umboð sitt beint til borgarbúa í sérstökum kosningum,“ segir Halldór.Vinsælir meðal yngri kjósenda Píratar sækja mikið fylgi til yngri kjósenda og virðast höfða sérstaklega til þess aldurshóps. „Við erum ekki endilega að höfða markvisst til þessa aldurshóps. En það virðist vera að okkar áherslur höfði betur til þessa hóps. Þetta er fólk sem er ekki alið upp í því að fylgja hinum eða þessum flokkum eða ríkjandi kerfi í einhverri blindni. Okkar áherslur eru hins vegar að höfða til allra aldurshópa og til allra landsmanna. Það er okkar markmið,“ segir Halldór. Viðtalið við Halldór er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á vísir.is
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira