Ofleikin Hans og Gréta Jónas Sen skrifar 1. apríl 2014 13:00 Hans og Gréta: "Þótt sungið væri á íslensku var stundum erfitt að skilja söngvarana. Ýkt látbragð átti e.t.v. að vinna þar upp á móti.“ Tónlist: Hans og Gréta Engelbert Humperdinck Óp-hópurinn í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 30. mars. Mörg lítil, ákaflega prúðbúin börn voru í fylgd með foreldrum sínum á barnaóperusýningunni Hans og Grétu í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn. Það voru tvær sýningar þann dag, ég var á þeirri fyrri sem var klukkan hálf tvö. Ein stúlkan var klædd alveg eins og mamma sín. Stemningin virtist góð. En þegar ég settist inn, heyrði ég að barn í anddyrinu byrjaði að hágráta. Það æpti „nei, nei, NEI!!!“ Kannski var það svona hrætt við galdranornina, sem í ævintýrinu um Hans og Grétu er ekki bara norn, heldur mannæta. Óperan er eftir Engelbert Humperdinck, en hann var uppi á seinni hluta nítjándu aldar. Það er heilmikill Wagner í tónlistinni, en hann var uppi á svipuðum tíma og hafði gríðarleg áhrif á mörg tónskáld. Samt er tónlistin þjóðlagakennd; „Það búa litlir dvergar“ er t.d. úr þessari óperu. Ævintýrið sjálft er líka meira og minna eins og ég man eftir því úr bernsku. Rétt áður en sýningin hófst heyrði ég barn fyrir aftan mig furða sig á því að Hans væri leikinn af konu. Það var Sigríður Aðalsteinsdóttir, en sýningarnar voru alls fjórar og misjafnt hverjir fóru með hlutverkin eftir sýningum. Vissulega var dálítið skringilegt að kona skyldi leika strák. En Sigríður virkaði hæfilega stráksleg til að passa ágætlega inn í hlutverkið, og hún söng allan tímann af yfirburðum. Í það heila voru söngvararnir með sitt á hreinu. Gréta var leikin af Erlu Björgu Káradóttur, Jóhann Smári Sævarsson var pabbinn, Bylgja Dís Gunnarsdóttir var bæði mamman og nornin og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir var Óli Lokbrá. Þau sungu öll af fítonskrafti. Tilfinningarnar í söngtúlkuninni voru auðmerkjanlegar, en samt var flutningurinn agaður og nákvæmur. Leikstjórn Maju Jantar vakti hins vegar spurningar. Jantar fór þá leið að láta söngvarana leika eins og þeir væru fávitar. Ofleikurinn var svo ofboðslegur að það fór um mann hvað eftir annað. Hugsanlega var ástæðan fyrir þessu sú að það er engin textavél í Salnum líkt og Íslenska óperan býr yfir. Þótt sungið væri á íslensku var stundum erfitt að skilja söngvarana. Ýkt látbragð átti e.t.v. að vinna þar upp á móti. Látbragðið átti líka að vera fyndið, en ef marka má viðbrögð barnanna í kringum mig þá fór það að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Sterkasta hlið leikgerðarinnar var þegar allir voru kallaðir út úr salnum og látnir setjast í anddyrið. Þar fór fram kaflinn þegar Hans og Gréta villtust í skóginum. Þetta var frumlegt og það lyfti stemningunni heilmikið. Salurinn í Kópavogi er ekki ætlaður fyrir óperusýningar, en þegar hægt er að nota allt húsið sem vettvang fyrir óperuplott, þá er það mjög af hinu góða. Það gerir húsið spennandi. Verst bara hvað bannsettur síminn í miðasölunni hringdi látlaust. Miðasalan er í anddyrinu og þegar síminn hringir þar glymur í honum um allt. Þetta var töluvert truflandi. Tónlistarstjórnin var í höndunum á Hrönn Þráinsdóttur, sem spilaði á píanó. Ópera Humperdincks er hugsuð fyrir hljómsveit og þannig er tónlistin áhugaverðari; fleiri litir eru í tónmálinu. Hrönn spilaði þó í sjálfu sér afar fallega, skýrt og með nostursamlega mótaðri hljómfegurð. Því miður dugði það ekki til.Niðurstaða: Góður söngur og píanóleikur en misjöfn leikstjórn, sem gerði að verkum að sýningin í heild missti marks. Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Hans og Gréta Engelbert Humperdinck Óp-hópurinn í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 30. mars. Mörg lítil, ákaflega prúðbúin börn voru í fylgd með foreldrum sínum á barnaóperusýningunni Hans og Grétu í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn. Það voru tvær sýningar þann dag, ég var á þeirri fyrri sem var klukkan hálf tvö. Ein stúlkan var klædd alveg eins og mamma sín. Stemningin virtist góð. En þegar ég settist inn, heyrði ég að barn í anddyrinu byrjaði að hágráta. Það æpti „nei, nei, NEI!!!“ Kannski var það svona hrætt við galdranornina, sem í ævintýrinu um Hans og Grétu er ekki bara norn, heldur mannæta. Óperan er eftir Engelbert Humperdinck, en hann var uppi á seinni hluta nítjándu aldar. Það er heilmikill Wagner í tónlistinni, en hann var uppi á svipuðum tíma og hafði gríðarleg áhrif á mörg tónskáld. Samt er tónlistin þjóðlagakennd; „Það búa litlir dvergar“ er t.d. úr þessari óperu. Ævintýrið sjálft er líka meira og minna eins og ég man eftir því úr bernsku. Rétt áður en sýningin hófst heyrði ég barn fyrir aftan mig furða sig á því að Hans væri leikinn af konu. Það var Sigríður Aðalsteinsdóttir, en sýningarnar voru alls fjórar og misjafnt hverjir fóru með hlutverkin eftir sýningum. Vissulega var dálítið skringilegt að kona skyldi leika strák. En Sigríður virkaði hæfilega stráksleg til að passa ágætlega inn í hlutverkið, og hún söng allan tímann af yfirburðum. Í það heila voru söngvararnir með sitt á hreinu. Gréta var leikin af Erlu Björgu Káradóttur, Jóhann Smári Sævarsson var pabbinn, Bylgja Dís Gunnarsdóttir var bæði mamman og nornin og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir var Óli Lokbrá. Þau sungu öll af fítonskrafti. Tilfinningarnar í söngtúlkuninni voru auðmerkjanlegar, en samt var flutningurinn agaður og nákvæmur. Leikstjórn Maju Jantar vakti hins vegar spurningar. Jantar fór þá leið að láta söngvarana leika eins og þeir væru fávitar. Ofleikurinn var svo ofboðslegur að það fór um mann hvað eftir annað. Hugsanlega var ástæðan fyrir þessu sú að það er engin textavél í Salnum líkt og Íslenska óperan býr yfir. Þótt sungið væri á íslensku var stundum erfitt að skilja söngvarana. Ýkt látbragð átti e.t.v. að vinna þar upp á móti. Látbragðið átti líka að vera fyndið, en ef marka má viðbrögð barnanna í kringum mig þá fór það að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Sterkasta hlið leikgerðarinnar var þegar allir voru kallaðir út úr salnum og látnir setjast í anddyrið. Þar fór fram kaflinn þegar Hans og Gréta villtust í skóginum. Þetta var frumlegt og það lyfti stemningunni heilmikið. Salurinn í Kópavogi er ekki ætlaður fyrir óperusýningar, en þegar hægt er að nota allt húsið sem vettvang fyrir óperuplott, þá er það mjög af hinu góða. Það gerir húsið spennandi. Verst bara hvað bannsettur síminn í miðasölunni hringdi látlaust. Miðasalan er í anddyrinu og þegar síminn hringir þar glymur í honum um allt. Þetta var töluvert truflandi. Tónlistarstjórnin var í höndunum á Hrönn Þráinsdóttur, sem spilaði á píanó. Ópera Humperdincks er hugsuð fyrir hljómsveit og þannig er tónlistin áhugaverðari; fleiri litir eru í tónmálinu. Hrönn spilaði þó í sjálfu sér afar fallega, skýrt og með nostursamlega mótaðri hljómfegurð. Því miður dugði það ekki til.Niðurstaða: Góður söngur og píanóleikur en misjöfn leikstjórn, sem gerði að verkum að sýningin í heild missti marks.
Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira