Tískufjör í Hörpu Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. apríl 2014 11:30 Reykjavík Fashion Festival fór fram með pomp og prakt um helgina. Fjölbreytnin var í fyrirrúmi þar sem áhorfendur sáu allt frá rómantískri sveitasælu Farmers Market til rokkaðs og reykfyllts tískupallsins hjá Guðmundi Jörundssyni. Þeir átta hönnuðir sem tóku þátt í tískuhátíðinni í ár tóku verkefnið alvarlega og sýndu það að framtíðin er björt í fatahönnun á Íslandi í dag. Rómantísk sunnudagsstemning Farmers Market með Bergþóru Guðnadóttur í fararbroddi gerði það sem þau gera best á sýningu sinni á laugardaginn. Eins og búast mátti við var ullin í lykilhlutverki í sýningunni þar sem stórri mynd af sveitakirkju var varpað á bak við tískupallinn og lifandi tónlist ómaði undir. Peysur, silkikjólar, gallaskyrtur, hnésíð pils og vaxjakkar er það sem koma skal frá merkinu sem hefur fest sig í sessi hér á landi og víðar. Fléttuhárgreiðslur og náttúruleg förðun fyrirsætanna tónaði vel við fatnaðinn.Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Litríkur flísfatnaður Útivistarmerkið Cintamani sýndi í fyrsta sinn fatalínu sína á Reykjavík Fashion Festival í ár. Sumir settu spurningarmerki við það að útivistarmerki færi á pallana á RFF enda sýningin frábrugðin hinum. Fyrirsæturnar voru eins og þær væru nýkomnar niður af fjallinu, með rjóðar kinnar og úfið hár. Litadýrðin var mikil hjá útivistarmerkinu sem sýndi ullarfatnað, flíspeysur, ullarsokka og fylgihluti í fjallgönguna. Anna Clausen sá um stíliseringu og á hrós skilið fyrir flotta heildarmynd.Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Kvenlegar línur og áttundi áratugurinnRebekka Jónsdóttir, sem hannar undir merkinu REY, var með glæsilega sýningu þar sem andi áttunda áratugarins sveif yfir vötnum. Hún hafði sjálf lýst línunni sem hyllingu til kvenskörunga frá gullaldartímabili Hollywood og fór það ekki fram hjá neinum. Samfestingar með víðum skálmum, flaksandi efni, áberandi mitti, barðastór skyggni og skemmtilegar prjónapeysur. Vönduð lína þar sem margir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Dökkur og drungalegur JörJör by Guðmundur Jörundsson var rúsínan í pylsuendanum á tískudeginum í Hörpu. Það kvað við nýjan tón hjá Jör sem hingað til hefur verið einna helst þekktur fyrir jakkaföt á dömur og herra. Dúndrandi rokktónlist, blikkandi neonljós og reykfylltur tískupallurinn settu sinn svip á goth-lega fatalínu Guðmundar. Vel sniðnar yfirhafnir, rifnar gallabuxur, síðar skyrtur og buxur með klauf er það sem koma skal frá Jör. Hárgreiðslan og förðunin settu sinn svip á sýninguna sem stóð upp úr hvað varðar heildarsvip og útfærslu á hátíðinni. Vel gert hjá Jör-teyminu. T'iska, harpa, hönnunarmars, Tímalaust og fágað Þær Katrín Kára og Elínrós Líndal sóttu innblástur sinn til stríðsáranna fyrir þessa nýju línu Ellu. Upphaf sýningarinnar gaf strax tóninn fyrir það sem koma skyldi þegar fyrirsætur, klæddar fallegum síðum ullarkápum með háum kraga, þrömmuðu taktfast inn pallinn. Blátt svart og grátt var litaspjaldið í fatalínunni þar sem allar flíkurnar voru útpældar, vel sniðnar og klassískar. Fatalínan og sýningin voru óður til sterku konunnar sem sást í öllu frá förðun til skóbúnaðar fyrirsætanna. Sýningin endaði svo á laginu Independent Women með Beyoncé til að kóróna þemað. Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Flott frumraun Magneu Fatahönnuðurinn Magnea Einars var að þreyta frumraun sína á RFF í ár en prjónið leikur stórt hlutverk í hennar hönnun. Sýningin var vel gerð og greinilega búið að spá í hvert smáatriði. Litaspjaldið í línunni var svart, hvítt og fjólublátt með prjónasettum, pilsum, peysum sem og munstruðum silkikjólum. Þá voru síðar prjónapeysur og vesti einkar girnileg fyrir næsta vetur. Fyrirsæturnar báru allar skemmtilega hatta sem gaf sýningunni flottan blæ. Það verður gaman að fylgjast með Magneu í framtíðinni.Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Leður og prjón frá Zisku Sýning Hörpu Einarsdóttur, sem hannar undir nafninu Ziska, hófst á skemmtilegu tískumyndbandi með hestum í aðalhlutverki. Fatalínan sjálf einkenndist af leðri, prjóni og silki og var svarti liturinn ríkjandi við hvítan, mintugrænan og bleikan. Harpa er þekkt fyrir ævintýraleg munstur sín sem auðvitað fengu pláss í þessari línu. Hvítur leðurkjóll stóð upp úr á sýningunni sem og stutt prjónapeysa með flottu munstri. Þá vöktu útskorin leðurhálsbönd athygli. Kynþokkafullir kjólar og flott prent Margir biðu spenntir eftir að sjá sýningu Sigga Maiju sem er fyrsta fatalína Sigríðar Maríu Sigurjónsdóttur undir eigin nafni. Sýningin var glæsileg og einkenndist línan af þröngum buxum með rennilás niður kálfann og kvenlegum kjólum með bert í bakið í litríkum munstrum. Sigríður María hefur áður unnið fyrir Jör og Kron Kron en hún sótti innblástur til Parísar í kringum 1920 fyrir eigin línu. HönnunarMars RFF Tengdar fréttir Kvenskörungar hylltir hjá REY Samfestingar og prjónapeysur hjá Rebekku Jónsdóttur 29. mars 2014 15:43 Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Fjölmenni í tískupartýi Mikið um dýrðir í RFF partý Coke light og Trendnet 28. mars 2014 20:00 Adrenalínið á fullu baksviðs Undirbúningur fyrir Reykjavík Fashion Festival hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingar bera ábyrgð á allri förðun í stressinu baksviðs á morgun. 28. mars 2014 12:00 "Mikil gróska í íslenskri fatahönnun“ Íslenska tískuhátíðin fer fram á laugardaginn 26. mars 2014 14:30 Dagur í lífi Fríðu Maríu sminku Fríða María Harðardóttir er ein af eftirsóttustu förðunarfræðingum landsins en hún hefur yfirumsjón með förðun fyrirsætanna á Reykjavík Fashion Festival um helgina ásamt Guðbjörgu Huldísi. 28. mars 2014 21:30 RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 RFF 2014: Leður og prjón hjá Zisku Sýning Hörpu Einars á Reykjavik Fashion Festival 29. mars 2014 13:30 RFF 2014: Ull og Tweed hjá Farmers Market Opnunarsýning Reykjavík Fashion Festival var sýning Farmers Market sem bar yfirskriftina "Sunnudagur." 29. mars 2014 14:30 Mætti með fjölskylduna með sér Kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson mætti ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur og tveimur börnum, á sýningu Guðmundar Jörundssonar 31. mars 2014 12:00 Sigraði hönnunarkeppni á vegum Trendnets, Rff og Coke Light Hildur Sumarliðadóttir sigraði í fatahönnunarkeppni á vegum Trendnets, Reykjavík Fashion Festival og Coke Light en hún hlaut 1.132 atkvæði af 3.233 mögulegum. 24. mars 2014 17:00 RFF 2014: Sterk og stílhrein ELLA Töffaraleg og sterk kventíska ELLU á RFF. 29. mars 2014 15:00 Litadýrð hjá Cintamani Útivistarmerkið hressilegt á Reykjavík Fashion Festival 29. mars 2014 22:35 RFF 2014: Litrík print og kvenlegir kjólar Siggu Maiju Fyrsta fatalína Sigríðar Mariu Sigurjónsdóttur undir eigin nafni sýnd í Hörpu á RFF. 29. mars 2014 17:00 RFF 2014: Kraftmikil sýning Jör Lokasýning Reykjavík Fashion Festival var stórsýningin JÖR. 29. mars 2014 19:15 RFF 2014: Prjónakjólar og munstur hjá Magneu Flott frumraun Magneu á Reykjavík Fashion Festival 29. mars 2014 14:28 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival fór fram með pomp og prakt um helgina. Fjölbreytnin var í fyrirrúmi þar sem áhorfendur sáu allt frá rómantískri sveitasælu Farmers Market til rokkaðs og reykfyllts tískupallsins hjá Guðmundi Jörundssyni. Þeir átta hönnuðir sem tóku þátt í tískuhátíðinni í ár tóku verkefnið alvarlega og sýndu það að framtíðin er björt í fatahönnun á Íslandi í dag. Rómantísk sunnudagsstemning Farmers Market með Bergþóru Guðnadóttur í fararbroddi gerði það sem þau gera best á sýningu sinni á laugardaginn. Eins og búast mátti við var ullin í lykilhlutverki í sýningunni þar sem stórri mynd af sveitakirkju var varpað á bak við tískupallinn og lifandi tónlist ómaði undir. Peysur, silkikjólar, gallaskyrtur, hnésíð pils og vaxjakkar er það sem koma skal frá merkinu sem hefur fest sig í sessi hér á landi og víðar. Fléttuhárgreiðslur og náttúruleg förðun fyrirsætanna tónaði vel við fatnaðinn.Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Litríkur flísfatnaður Útivistarmerkið Cintamani sýndi í fyrsta sinn fatalínu sína á Reykjavík Fashion Festival í ár. Sumir settu spurningarmerki við það að útivistarmerki færi á pallana á RFF enda sýningin frábrugðin hinum. Fyrirsæturnar voru eins og þær væru nýkomnar niður af fjallinu, með rjóðar kinnar og úfið hár. Litadýrðin var mikil hjá útivistarmerkinu sem sýndi ullarfatnað, flíspeysur, ullarsokka og fylgihluti í fjallgönguna. Anna Clausen sá um stíliseringu og á hrós skilið fyrir flotta heildarmynd.Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Kvenlegar línur og áttundi áratugurinnRebekka Jónsdóttir, sem hannar undir merkinu REY, var með glæsilega sýningu þar sem andi áttunda áratugarins sveif yfir vötnum. Hún hafði sjálf lýst línunni sem hyllingu til kvenskörunga frá gullaldartímabili Hollywood og fór það ekki fram hjá neinum. Samfestingar með víðum skálmum, flaksandi efni, áberandi mitti, barðastór skyggni og skemmtilegar prjónapeysur. Vönduð lína þar sem margir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Dökkur og drungalegur JörJör by Guðmundur Jörundsson var rúsínan í pylsuendanum á tískudeginum í Hörpu. Það kvað við nýjan tón hjá Jör sem hingað til hefur verið einna helst þekktur fyrir jakkaföt á dömur og herra. Dúndrandi rokktónlist, blikkandi neonljós og reykfylltur tískupallurinn settu sinn svip á goth-lega fatalínu Guðmundar. Vel sniðnar yfirhafnir, rifnar gallabuxur, síðar skyrtur og buxur með klauf er það sem koma skal frá Jör. Hárgreiðslan og förðunin settu sinn svip á sýninguna sem stóð upp úr hvað varðar heildarsvip og útfærslu á hátíðinni. Vel gert hjá Jör-teyminu. T'iska, harpa, hönnunarmars, Tímalaust og fágað Þær Katrín Kára og Elínrós Líndal sóttu innblástur sinn til stríðsáranna fyrir þessa nýju línu Ellu. Upphaf sýningarinnar gaf strax tóninn fyrir það sem koma skyldi þegar fyrirsætur, klæddar fallegum síðum ullarkápum með háum kraga, þrömmuðu taktfast inn pallinn. Blátt svart og grátt var litaspjaldið í fatalínunni þar sem allar flíkurnar voru útpældar, vel sniðnar og klassískar. Fatalínan og sýningin voru óður til sterku konunnar sem sást í öllu frá förðun til skóbúnaðar fyrirsætanna. Sýningin endaði svo á laginu Independent Women með Beyoncé til að kóróna þemað. Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Flott frumraun Magneu Fatahönnuðurinn Magnea Einars var að þreyta frumraun sína á RFF í ár en prjónið leikur stórt hlutverk í hennar hönnun. Sýningin var vel gerð og greinilega búið að spá í hvert smáatriði. Litaspjaldið í línunni var svart, hvítt og fjólublátt með prjónasettum, pilsum, peysum sem og munstruðum silkikjólum. Þá voru síðar prjónapeysur og vesti einkar girnileg fyrir næsta vetur. Fyrirsæturnar báru allar skemmtilega hatta sem gaf sýningunni flottan blæ. Það verður gaman að fylgjast með Magneu í framtíðinni.Reykjavík Fashion Festival tískusýning Harpa Leður og prjón frá Zisku Sýning Hörpu Einarsdóttur, sem hannar undir nafninu Ziska, hófst á skemmtilegu tískumyndbandi með hestum í aðalhlutverki. Fatalínan sjálf einkenndist af leðri, prjóni og silki og var svarti liturinn ríkjandi við hvítan, mintugrænan og bleikan. Harpa er þekkt fyrir ævintýraleg munstur sín sem auðvitað fengu pláss í þessari línu. Hvítur leðurkjóll stóð upp úr á sýningunni sem og stutt prjónapeysa með flottu munstri. Þá vöktu útskorin leðurhálsbönd athygli. Kynþokkafullir kjólar og flott prent Margir biðu spenntir eftir að sjá sýningu Sigga Maiju sem er fyrsta fatalína Sigríðar Maríu Sigurjónsdóttur undir eigin nafni. Sýningin var glæsileg og einkenndist línan af þröngum buxum með rennilás niður kálfann og kvenlegum kjólum með bert í bakið í litríkum munstrum. Sigríður María hefur áður unnið fyrir Jör og Kron Kron en hún sótti innblástur til Parísar í kringum 1920 fyrir eigin línu.
HönnunarMars RFF Tengdar fréttir Kvenskörungar hylltir hjá REY Samfestingar og prjónapeysur hjá Rebekku Jónsdóttur 29. mars 2014 15:43 Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Fjölmenni í tískupartýi Mikið um dýrðir í RFF partý Coke light og Trendnet 28. mars 2014 20:00 Adrenalínið á fullu baksviðs Undirbúningur fyrir Reykjavík Fashion Festival hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingar bera ábyrgð á allri förðun í stressinu baksviðs á morgun. 28. mars 2014 12:00 "Mikil gróska í íslenskri fatahönnun“ Íslenska tískuhátíðin fer fram á laugardaginn 26. mars 2014 14:30 Dagur í lífi Fríðu Maríu sminku Fríða María Harðardóttir er ein af eftirsóttustu förðunarfræðingum landsins en hún hefur yfirumsjón með förðun fyrirsætanna á Reykjavík Fashion Festival um helgina ásamt Guðbjörgu Huldísi. 28. mars 2014 21:30 RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 RFF 2014: Leður og prjón hjá Zisku Sýning Hörpu Einars á Reykjavik Fashion Festival 29. mars 2014 13:30 RFF 2014: Ull og Tweed hjá Farmers Market Opnunarsýning Reykjavík Fashion Festival var sýning Farmers Market sem bar yfirskriftina "Sunnudagur." 29. mars 2014 14:30 Mætti með fjölskylduna með sér Kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson mætti ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur og tveimur börnum, á sýningu Guðmundar Jörundssonar 31. mars 2014 12:00 Sigraði hönnunarkeppni á vegum Trendnets, Rff og Coke Light Hildur Sumarliðadóttir sigraði í fatahönnunarkeppni á vegum Trendnets, Reykjavík Fashion Festival og Coke Light en hún hlaut 1.132 atkvæði af 3.233 mögulegum. 24. mars 2014 17:00 RFF 2014: Sterk og stílhrein ELLA Töffaraleg og sterk kventíska ELLU á RFF. 29. mars 2014 15:00 Litadýrð hjá Cintamani Útivistarmerkið hressilegt á Reykjavík Fashion Festival 29. mars 2014 22:35 RFF 2014: Litrík print og kvenlegir kjólar Siggu Maiju Fyrsta fatalína Sigríðar Mariu Sigurjónsdóttur undir eigin nafni sýnd í Hörpu á RFF. 29. mars 2014 17:00 RFF 2014: Kraftmikil sýning Jör Lokasýning Reykjavík Fashion Festival var stórsýningin JÖR. 29. mars 2014 19:15 RFF 2014: Prjónakjólar og munstur hjá Magneu Flott frumraun Magneu á Reykjavík Fashion Festival 29. mars 2014 14:28 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Kvenskörungar hylltir hjá REY Samfestingar og prjónapeysur hjá Rebekku Jónsdóttur 29. mars 2014 15:43
Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00
Adrenalínið á fullu baksviðs Undirbúningur fyrir Reykjavík Fashion Festival hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingar bera ábyrgð á allri förðun í stressinu baksviðs á morgun. 28. mars 2014 12:00
"Mikil gróska í íslenskri fatahönnun“ Íslenska tískuhátíðin fer fram á laugardaginn 26. mars 2014 14:30
Dagur í lífi Fríðu Maríu sminku Fríða María Harðardóttir er ein af eftirsóttustu förðunarfræðingum landsins en hún hefur yfirumsjón með förðun fyrirsætanna á Reykjavík Fashion Festival um helgina ásamt Guðbjörgu Huldísi. 28. mars 2014 21:30
RFF 2014: Leður og prjón hjá Zisku Sýning Hörpu Einars á Reykjavik Fashion Festival 29. mars 2014 13:30
RFF 2014: Ull og Tweed hjá Farmers Market Opnunarsýning Reykjavík Fashion Festival var sýning Farmers Market sem bar yfirskriftina "Sunnudagur." 29. mars 2014 14:30
Mætti með fjölskylduna með sér Kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson mætti ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur og tveimur börnum, á sýningu Guðmundar Jörundssonar 31. mars 2014 12:00
Sigraði hönnunarkeppni á vegum Trendnets, Rff og Coke Light Hildur Sumarliðadóttir sigraði í fatahönnunarkeppni á vegum Trendnets, Reykjavík Fashion Festival og Coke Light en hún hlaut 1.132 atkvæði af 3.233 mögulegum. 24. mars 2014 17:00
RFF 2014: Litrík print og kvenlegir kjólar Siggu Maiju Fyrsta fatalína Sigríðar Mariu Sigurjónsdóttur undir eigin nafni sýnd í Hörpu á RFF. 29. mars 2014 17:00
RFF 2014: Kraftmikil sýning Jör Lokasýning Reykjavík Fashion Festival var stórsýningin JÖR. 29. mars 2014 19:15
RFF 2014: Prjónakjólar og munstur hjá Magneu Flott frumraun Magneu á Reykjavík Fashion Festival 29. mars 2014 14:28