Frumvarpið sem má ekki gleymast Einar Hugi Bjarnason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Alþingis bíða nú ærin verkefni sem leysa þarf á þeim fáu þingfundardögum sem eftir lifa af vorþinginu. Þannig bíða ýmis mikilvæg lagafrumvörp afgreiðslu og ber þar vafalaust hæst frumvörp ríkisstjórnarinnar, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána.Lítið frumvarp – Miklir hagsmunir Tilefni þess að ég sting niður penna nú er að minna á frumvarp sem lagt hefur verið fram af efnahags- og viðskiptanefnd um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. gr. frumvarpsins segir: „Við ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrningarfresturinn skal vera átta ár frá því tímamarki.“ Þó að frumvarpið láti ekki mikið yfir sér og í raun aðeins þessi eina grein er það að mínum dómi eitt það allra mikilvægasta sem nú bíður afgreiðslu þingsins þar sem því er ætlað að koma í veg fyrir að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar renni út 16. júní nk. heldur framlengist til 16. júní 2018. Ef ekki næst að afgreiða þetta lagafrumvarp sem lög frá Alþingi á þeim tíma sem eftir lifir af vorþinginu er að mínum dómi stórslys yfirvofandi enda er þá raunveruleg hætta til staðar að kröfur lántaka á hendur fjármálafyrirtækjunum fyrnist nú í sumarbyrjun. Slík niðurstaða er að mínum dómi fullkomlega ótæk í ljósi þess að fjölmargir lántakar hafa enn ekki fengið niðurstöður frá lánveitendum um hvort og þá hvernig haga skuli uppgjöri vegna ólögmætrar gengistryggingar lána þeirra. Í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á að „viðskiptavinir“ Dróma sáluga fengu fá svör – og hvað þá úrlausn sinna mála – fyrr en eftir jarðarförina um síðustu áramót og yfirtöku Arion banka á lánunum í kjölfarið.Framferði Lýsingar Þá eru ónefndir þeir ólánsömu einstaklingar sem tóku lán hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Þar á bæ hafa þær leiðbeiningar sem felast í dómafordæmum Hæstaréttar, allt frá því að gengistrygging bílasamninga félagsins var dæmd ólögmæt með dómi þann 16. júní 2010, iðulega verið túlkaðar út frá eins þröngu lögfræðilegu sjónarhorni og frekast er unnt. Nýjasta dæmið um þetta er sú aðferðafræði sem Lýsing beitir við leiðréttingu fyrri endurútreikninga félagsins. Sú aðferð er beinlínis í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar sem eru skýr um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Það þarf vart að koma á óvart að aðferðafræðin sem Lýsing beitir við útreikninginn leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka en ef farið væri eftir dómafordæmum Hæstaréttar. Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni að þessi afstaða Lýsingar kunni að helgast af fyrningarfrestinum sem nefndur var hér að framan og ætlunarverkið sé að réttindi lántaka fyrnist. Ekki urðu þær fréttir, að Lýsing hafi nýlega fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar á prófmáli sem höfðað var í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins, til að draga úr þeim efasemdunum. Í því máli hefði verið unnt að fá niðurstöðu í Hæstarétti um réttmæti útreikningsaðferðar Lýsingar.Fyrirvarar við endurútreikninga Þegar mörg stór verkefni bíða afgreiðslu Alþingis er sú hætta ávallt fyrir hendi að hin sem virðast smærri sitji á hakanum og gleymist í atinu. Þetta mega ekki verða örlög frumvarpsins um lengingu fyrningarfrestsins. Ég skora því á alþingismenn að bregðast skjótt við og samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Að lokum vil ég brýna fyrir þeim sem nýverið hafa fengið í hendur endurútreikning frá sínum lánveitanda að fara gaumgæfilega yfir útreikningana og samþykkja þá ekki nema með fyrirvara um betri rétt. Þegar upp er staðið geta slíkir fyrirvarar, ásamt ráðgjöf sérfræðinga um réttarstöðuna, skipt sköpum og komið í veg fyrir að réttmætar kröfur lántaka glatist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Alþingis bíða nú ærin verkefni sem leysa þarf á þeim fáu þingfundardögum sem eftir lifa af vorþinginu. Þannig bíða ýmis mikilvæg lagafrumvörp afgreiðslu og ber þar vafalaust hæst frumvörp ríkisstjórnarinnar, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána.Lítið frumvarp – Miklir hagsmunir Tilefni þess að ég sting niður penna nú er að minna á frumvarp sem lagt hefur verið fram af efnahags- og viðskiptanefnd um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. gr. frumvarpsins segir: „Við ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrningarfresturinn skal vera átta ár frá því tímamarki.“ Þó að frumvarpið láti ekki mikið yfir sér og í raun aðeins þessi eina grein er það að mínum dómi eitt það allra mikilvægasta sem nú bíður afgreiðslu þingsins þar sem því er ætlað að koma í veg fyrir að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar renni út 16. júní nk. heldur framlengist til 16. júní 2018. Ef ekki næst að afgreiða þetta lagafrumvarp sem lög frá Alþingi á þeim tíma sem eftir lifir af vorþinginu er að mínum dómi stórslys yfirvofandi enda er þá raunveruleg hætta til staðar að kröfur lántaka á hendur fjármálafyrirtækjunum fyrnist nú í sumarbyrjun. Slík niðurstaða er að mínum dómi fullkomlega ótæk í ljósi þess að fjölmargir lántakar hafa enn ekki fengið niðurstöður frá lánveitendum um hvort og þá hvernig haga skuli uppgjöri vegna ólögmætrar gengistryggingar lána þeirra. Í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á að „viðskiptavinir“ Dróma sáluga fengu fá svör – og hvað þá úrlausn sinna mála – fyrr en eftir jarðarförina um síðustu áramót og yfirtöku Arion banka á lánunum í kjölfarið.Framferði Lýsingar Þá eru ónefndir þeir ólánsömu einstaklingar sem tóku lán hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Þar á bæ hafa þær leiðbeiningar sem felast í dómafordæmum Hæstaréttar, allt frá því að gengistrygging bílasamninga félagsins var dæmd ólögmæt með dómi þann 16. júní 2010, iðulega verið túlkaðar út frá eins þröngu lögfræðilegu sjónarhorni og frekast er unnt. Nýjasta dæmið um þetta er sú aðferðafræði sem Lýsing beitir við leiðréttingu fyrri endurútreikninga félagsins. Sú aðferð er beinlínis í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar sem eru skýr um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Það þarf vart að koma á óvart að aðferðafræðin sem Lýsing beitir við útreikninginn leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka en ef farið væri eftir dómafordæmum Hæstaréttar. Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni að þessi afstaða Lýsingar kunni að helgast af fyrningarfrestinum sem nefndur var hér að framan og ætlunarverkið sé að réttindi lántaka fyrnist. Ekki urðu þær fréttir, að Lýsing hafi nýlega fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar á prófmáli sem höfðað var í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins, til að draga úr þeim efasemdunum. Í því máli hefði verið unnt að fá niðurstöðu í Hæstarétti um réttmæti útreikningsaðferðar Lýsingar.Fyrirvarar við endurútreikninga Þegar mörg stór verkefni bíða afgreiðslu Alþingis er sú hætta ávallt fyrir hendi að hin sem virðast smærri sitji á hakanum og gleymist í atinu. Þetta mega ekki verða örlög frumvarpsins um lengingu fyrningarfrestsins. Ég skora því á alþingismenn að bregðast skjótt við og samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Að lokum vil ég brýna fyrir þeim sem nýverið hafa fengið í hendur endurútreikning frá sínum lánveitanda að fara gaumgæfilega yfir útreikningana og samþykkja þá ekki nema með fyrirvara um betri rétt. Þegar upp er staðið geta slíkir fyrirvarar, ásamt ráðgjöf sérfræðinga um réttarstöðuna, skipt sköpum og komið í veg fyrir að réttmætar kröfur lántaka glatist.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar