Að gera hreint fyrir sínum dyrum Jón Bjarnason skrifar 9. apríl 2014 07:00 Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins? Hvert sveitarfélagið á fætur öðru ályktar nú um að áfram skuli haldið aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Á þessu eru þó sem betur fer heiðarlegar undantekningar. Fyrst var það stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga með borgarstjóraefnin Halldór Halldórsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar. Stjórn sambandsins sendi út yfirlýsingu nú í febrúar um að umsóknarferlið væri gríðarlegt hagsmunamál sveitarfélaganna. Á eftir þeim kom svo Reykjavíkurborg sjálf með áskorun um að halda innlimunarferlinu áfram. Þá fylgdu Kópavogur og Hafnarfjörður á eftir sem ekki vildu vera minni menn í þessum efnum. Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sagði að engir borgarmúrar væri það háir að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir. Það eru vafalaust orð að sönnu. Sveitarstjórnarfólkið sem nú er að álykta veit vel að umsóknin var komin í strand og ferlinu verður ekki haldið áfram nema Alþingi falli fyrst frá þeim fyrirvörum sem settir voru með umsókninni, þar á meðal fullveldi og forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Það er hins vegar ófrávíkjanleg krafa ESB að forræði fiskveiðiauðlindarinnar fari undir sameiginlega stjórn ESB í Brüssel. Krafa sveitarstjórnarmanna í þessum bæjarfélögunum um áframhald samninga er jafnframt krafa um að gefnir séu eftir þeir grundvallarfyrirvarar sem settir voru af Alþingi fyrir samningum í upphafi.Fullt af evrum í vasann Ég velti því fyrir mér hvort allur almenningur veit hvað hefur gengið stanslaust á síðustu misseri í utanferðum til Brüssel. Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Það er „sendiráð“ Evrópusambandsins hér á landi sem hefur milligöngu um þessar heimsóknir samkvæmt sérstakri áætlun (European Union Visitors Program). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu „sendiráðsins“ eru þessar heimsóknir fjármagnaðar af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En þar segir: „Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. Hver heimsókn stendur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald.“ Og hverjir eru það sem geta tekið þátt og þegið þessi boð? Jú, þeir sem „starfa í stjórnmálum, stjórnsýslu, hjá fjölmiðlum, hagsmunasamtökum eða við fræðastörf“.„Asninn klyfjaður gulli“ Og hvað er í boði? Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð. Það væri fróðlegt að vita hve margir tugir ef ekki hundruð sveitarstjórnarmanna og starfsmanna á þeirra vegum svo og fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa fengið slík boð og þegið jafnvel oftar en einu sinni. Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er að furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?Geri hreint fyrir sínum dyrum Mér finnst það eðlileg lágmarkskrafa að þau sveitarfélög sem nú álykta um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB upplýsi hvað þau og einstaka sveitarstjórnarmenn og starfsfólk á þeirra vegum hafa fengið í slíkum framlögum frá ESB. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins? Hvert sveitarfélagið á fætur öðru ályktar nú um að áfram skuli haldið aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Á þessu eru þó sem betur fer heiðarlegar undantekningar. Fyrst var það stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga með borgarstjóraefnin Halldór Halldórsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar. Stjórn sambandsins sendi út yfirlýsingu nú í febrúar um að umsóknarferlið væri gríðarlegt hagsmunamál sveitarfélaganna. Á eftir þeim kom svo Reykjavíkurborg sjálf með áskorun um að halda innlimunarferlinu áfram. Þá fylgdu Kópavogur og Hafnarfjörður á eftir sem ekki vildu vera minni menn í þessum efnum. Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sagði að engir borgarmúrar væri það háir að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir. Það eru vafalaust orð að sönnu. Sveitarstjórnarfólkið sem nú er að álykta veit vel að umsóknin var komin í strand og ferlinu verður ekki haldið áfram nema Alþingi falli fyrst frá þeim fyrirvörum sem settir voru með umsókninni, þar á meðal fullveldi og forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Það er hins vegar ófrávíkjanleg krafa ESB að forræði fiskveiðiauðlindarinnar fari undir sameiginlega stjórn ESB í Brüssel. Krafa sveitarstjórnarmanna í þessum bæjarfélögunum um áframhald samninga er jafnframt krafa um að gefnir séu eftir þeir grundvallarfyrirvarar sem settir voru af Alþingi fyrir samningum í upphafi.Fullt af evrum í vasann Ég velti því fyrir mér hvort allur almenningur veit hvað hefur gengið stanslaust á síðustu misseri í utanferðum til Brüssel. Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Það er „sendiráð“ Evrópusambandsins hér á landi sem hefur milligöngu um þessar heimsóknir samkvæmt sérstakri áætlun (European Union Visitors Program). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu „sendiráðsins“ eru þessar heimsóknir fjármagnaðar af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En þar segir: „Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. Hver heimsókn stendur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald.“ Og hverjir eru það sem geta tekið þátt og þegið þessi boð? Jú, þeir sem „starfa í stjórnmálum, stjórnsýslu, hjá fjölmiðlum, hagsmunasamtökum eða við fræðastörf“.„Asninn klyfjaður gulli“ Og hvað er í boði? Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð. Það væri fróðlegt að vita hve margir tugir ef ekki hundruð sveitarstjórnarmanna og starfsmanna á þeirra vegum svo og fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa fengið slík boð og þegið jafnvel oftar en einu sinni. Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er að furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?Geri hreint fyrir sínum dyrum Mér finnst það eðlileg lágmarkskrafa að þau sveitarfélög sem nú álykta um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB upplýsi hvað þau og einstaka sveitarstjórnarmenn og starfsfólk á þeirra vegum hafa fengið í slíkum framlögum frá ESB. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum?
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar