Leiðréttingin kemur í heimsókn Pawel Bartoszek skrifar 11. apríl 2014 07:00 Í leikritinu „Sú gamla kemur í heimsókn“ eftir Friedrich Dürrenmatt er sagt frá eldri konu sem snýr aftur í heimabæinn eftir margra ára fjarveru. Konan, sem hefur nú efnast mjög, gerir bæjarbúunum tilboð. Hún ætlar að gefa bæjarsjóðnum og öllum „heimilum“ bæjarins mikla peninga. Hún setur þó eitt skilyrði: Drepa verður einn tiltekinn bæjarbúa, mann sem hún á ójafnaðar sakir við. Í fyrstu er tilboðinu hafnað og allir hneykslast á þessu siðleysi gömlu konunnar. En smám saman kemst þessi óheppni bæjarbúi að því að allir í kringum hann eru að sökkva sér í skuldir: Fólk kaupir dýrustu hlutina í búðinni hans. Margir hyggja á stórframkvæmdir: Fólk ætlar sér að laga pallinn, gera upp stéttina og svo framvegis. Þetta er vandinn við stóru millifærsluna. Menn geta verið á móti henni af prinsippástæðum. Menn geta kallað hana vonda nýtingu á almannafé. En svo fara menn að reikna þetta fyrir sjálfa sig. „Hvað lækkar þetta mikið fyrir mig? Já, ókei. Ég get þá keypt mér þennan bíl eftir allt saman. Og farið í hárlitun.“Sama hvernig maður litar það Þingmaður Framsóknar vonast til að skuldatilfærslan geri konu sem hann þekkir kleift að lita á sér hárið hjá fagfólki. Þetta veldur hlátrasköllum meðal okkar lesandi stétta. En stöldrum aðeins við. Hefði þingmaðurinn nefnt eitthvað eins og „nú getur vinur minn haft á efni á því að setja börnin í fótbolta“, eða „nú þurfa nágrannar mínir ekki lengur borða mat sem aðrir henda“ þá hefðu menn flissað minna. Dæmið er ekki vont. Viðbótarkrónur fæstra okkar verða nýttar til að komast hjá næringarskorti. Viðbótarkrónur flestra Íslendinga munu alltaf fara í það sem drjúgur hluti jarðarbúa skilgreinir sem lúxus. Það er gott búa í samfélagi þar sem málarar mála, smiðir smíða, og hárgreiðslumenn lita og klippa hár. Og það á ekkert að hæðast að því að aukakrónurnar fari í „munað“ því þá væri engin skattalækkun (eða launahækkun) réttlætanleg. Vandinn er því ekki sá að þingmaðurinn vilji að fólk hafi efni á að fara í hárlitun heldur hvernig hann vill láta það gerast. Stóra spurningin er: Af hverju á þessi tiltekna vinkona þingmannsins frekar að fá ríkisstyrk til að gera það sem hana langar að gera, frekar en fólk sem til dæmis býr í leiguhúsnæði? Leiguverð hefur áreiðanlega meira en tvöfaldast á seinustu sex árum. Hver ætlar að bæta leigjendum þann forsendubrest? Sumir þurftu að taka á sig launalækkun í hruninu. Margir misstu vinnuna. Hver ætlar að gefa þessu fólki peninga? Næsta ríkisstjórn? Ef ríkissjóður á 80 milljarða aflögu væri þá ekki nær að borga niður skuldir? Svo kynslóðir framtíðarinnar geti litað hár sitt hjá fagmönnum?Súpan vond og lítið af henni? Sumir þeirra sem finna að þessari millifærslu gera það á þeim forsendum að tekjujöfnunaráhrif hennar séu ekki nógu mikil. Að ekki sé gert nógu mikið fyrir leigjendur á almenna markaðnum, fyrir þá sem búa í búsetafyrirkomulagi, eða þá sem búa í félagslegu húsnæði. Það er rétt að minna er gert fyrir suma hópa en aðra og þeir sem eru til vinstri í stjórnmálum myndu vilja nýta þessa aðgerð í tekjujöfnunartilgangi eins og alltaf þegar dreifa á opinberu fé. En sú gagnrýni er ekki sérlega öflug. Tilboð gömlu konunnar í leikritinu væri ekki siðlegra þótt hún hefði boðist til að dreifa peningunum með einhverri norrænni tekjutengingarformúlu. Hugmyndin sjálf er vond. Þegar í ríkissjóð er komið eru engar rauðar krónur og grænar krónur. Bara einsleitar krónur sem teknar hafa verið af fólki og fyrirtækjum. En í stað þess að nota þessa peninga í það sem ríki eiga að nota peninga í, eða einfaldlega skila þeim, þá vill stjórnin nú dreifa þeim þangað sem atkvæðin liggja. Og jafnvel þeir sem í prinsippinu eru á móti þessu fara að „reikna þetta út fyrir sig“. Það er skiljanlegt. Engum finnst leiðinlegt að geta loksins stækkað pallinn, gert við stéttina eða litað á sér hárið. Það skemmir ekki fyrir að aðrir borgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Í leikritinu „Sú gamla kemur í heimsókn“ eftir Friedrich Dürrenmatt er sagt frá eldri konu sem snýr aftur í heimabæinn eftir margra ára fjarveru. Konan, sem hefur nú efnast mjög, gerir bæjarbúunum tilboð. Hún ætlar að gefa bæjarsjóðnum og öllum „heimilum“ bæjarins mikla peninga. Hún setur þó eitt skilyrði: Drepa verður einn tiltekinn bæjarbúa, mann sem hún á ójafnaðar sakir við. Í fyrstu er tilboðinu hafnað og allir hneykslast á þessu siðleysi gömlu konunnar. En smám saman kemst þessi óheppni bæjarbúi að því að allir í kringum hann eru að sökkva sér í skuldir: Fólk kaupir dýrustu hlutina í búðinni hans. Margir hyggja á stórframkvæmdir: Fólk ætlar sér að laga pallinn, gera upp stéttina og svo framvegis. Þetta er vandinn við stóru millifærsluna. Menn geta verið á móti henni af prinsippástæðum. Menn geta kallað hana vonda nýtingu á almannafé. En svo fara menn að reikna þetta fyrir sjálfa sig. „Hvað lækkar þetta mikið fyrir mig? Já, ókei. Ég get þá keypt mér þennan bíl eftir allt saman. Og farið í hárlitun.“Sama hvernig maður litar það Þingmaður Framsóknar vonast til að skuldatilfærslan geri konu sem hann þekkir kleift að lita á sér hárið hjá fagfólki. Þetta veldur hlátrasköllum meðal okkar lesandi stétta. En stöldrum aðeins við. Hefði þingmaðurinn nefnt eitthvað eins og „nú getur vinur minn haft á efni á því að setja börnin í fótbolta“, eða „nú þurfa nágrannar mínir ekki lengur borða mat sem aðrir henda“ þá hefðu menn flissað minna. Dæmið er ekki vont. Viðbótarkrónur fæstra okkar verða nýttar til að komast hjá næringarskorti. Viðbótarkrónur flestra Íslendinga munu alltaf fara í það sem drjúgur hluti jarðarbúa skilgreinir sem lúxus. Það er gott búa í samfélagi þar sem málarar mála, smiðir smíða, og hárgreiðslumenn lita og klippa hár. Og það á ekkert að hæðast að því að aukakrónurnar fari í „munað“ því þá væri engin skattalækkun (eða launahækkun) réttlætanleg. Vandinn er því ekki sá að þingmaðurinn vilji að fólk hafi efni á að fara í hárlitun heldur hvernig hann vill láta það gerast. Stóra spurningin er: Af hverju á þessi tiltekna vinkona þingmannsins frekar að fá ríkisstyrk til að gera það sem hana langar að gera, frekar en fólk sem til dæmis býr í leiguhúsnæði? Leiguverð hefur áreiðanlega meira en tvöfaldast á seinustu sex árum. Hver ætlar að bæta leigjendum þann forsendubrest? Sumir þurftu að taka á sig launalækkun í hruninu. Margir misstu vinnuna. Hver ætlar að gefa þessu fólki peninga? Næsta ríkisstjórn? Ef ríkissjóður á 80 milljarða aflögu væri þá ekki nær að borga niður skuldir? Svo kynslóðir framtíðarinnar geti litað hár sitt hjá fagmönnum?Súpan vond og lítið af henni? Sumir þeirra sem finna að þessari millifærslu gera það á þeim forsendum að tekjujöfnunaráhrif hennar séu ekki nógu mikil. Að ekki sé gert nógu mikið fyrir leigjendur á almenna markaðnum, fyrir þá sem búa í búsetafyrirkomulagi, eða þá sem búa í félagslegu húsnæði. Það er rétt að minna er gert fyrir suma hópa en aðra og þeir sem eru til vinstri í stjórnmálum myndu vilja nýta þessa aðgerð í tekjujöfnunartilgangi eins og alltaf þegar dreifa á opinberu fé. En sú gagnrýni er ekki sérlega öflug. Tilboð gömlu konunnar í leikritinu væri ekki siðlegra þótt hún hefði boðist til að dreifa peningunum með einhverri norrænni tekjutengingarformúlu. Hugmyndin sjálf er vond. Þegar í ríkissjóð er komið eru engar rauðar krónur og grænar krónur. Bara einsleitar krónur sem teknar hafa verið af fólki og fyrirtækjum. En í stað þess að nota þessa peninga í það sem ríki eiga að nota peninga í, eða einfaldlega skila þeim, þá vill stjórnin nú dreifa þeim þangað sem atkvæðin liggja. Og jafnvel þeir sem í prinsippinu eru á móti þessu fara að „reikna þetta út fyrir sig“. Það er skiljanlegt. Engum finnst leiðinlegt að geta loksins stækkað pallinn, gert við stéttina eða litað á sér hárið. Það skemmir ekki fyrir að aðrir borgi.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun