Tekjur í fjarskiptageira námu 50 milljörðum króna í fyrra Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2014 06:00 Fastlínukerfi borðsímanna og fyrsta kynslóð farsíma önnuðu vel þeirri umferð sem þurfti vegna talsambands. Aukin áhersla á gagnaflutninga vegna nets og internetumferðar í fartæki hefur knúið fjárfestingu í fjarskiptageira áfram. Fréttablaðið/Samsett mynd Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“ Fréttaskýringar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“
Fréttaskýringar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira