Fjárfestingaáætlun fullfjármögnuð Steingrímur J. Sigfússon skrifar 16. maí 2014 07:00 Það hljóp heldur betur á snærið hjá fjármálaráðherra, ríkissjóði og okkur öllum nú í lok mars þegar Landsbanki Íslands hf. greiddi eiganda sínum arð upp á tæpa 20 milljarða á einu bretti. Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem öllum er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á 19,7 milljarða arðgreiðsla Landsbankans stærstan þátt í að skýra áframhaldandi afkomubata ríkisins milli ára sem að sjálfsögðu er fagnaðarefni. Liðurinn „aðrar tekjur“ í bókhaldi ríkisins hækkar þannig úr 10,5 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi 2013 í 28,2 milljarða 2014. Með samfelldum efnahagsbata síðan 2011 eru hinir almennu skattstofnar ríkisins einnig að skila vaxandi tekjum án þess að skatthlutföllum sé breytt. Er þar á ferðinni vel þekkt þróun sem að sjálfsögðu myndi jafnt og þétt bæta afkomu ríkisins, það er að segja ef tekjur ríkisins væru ekki skertar með öðrum ráðstöfunum á móti. það hefur hins vegar ný ríkisstjórn því miður gert og mun koma fram með fullum þunga á árunum 2015-2016. En arðgreiðsla Landsbankans til ríkisins nú á dögunum færir okkur aðrar athyglisverðar upplýsingar. Með þessari einu greiðslu væri fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar fullfjármögnuð á árinu 2014 og gott betur þrátt fyrir stórlækkun núverandi ríkisstjórnar á sérstöku veiðigjaldi. Áætlunin byggði á 5,7 milljarða fjármögnun frá sérstöku veiðigjaldi og rúmlega 6,6 milljörðum frá arði eða eignasölu tengt eignarhlutum ríkisins í bönkum. Samtals gerði þannig áætlunin ráð fyrir liðlega 12,3 milljörðum á árinu 2014 til fjárfestinga í samgöngumálum, nýsköpun, rannsóknum og þróun, til eflingar skapandi greina, uppbyggingar ferðamannastaða, græna hagkerfisins o.s.frv. Allur söngur stjórnarliða á síðastliðnu hausti um að fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar væri ófjármögnuð er hruninn til grunna. Endurtekið og ótal sinnum var sagt: Fjárfestingaáætlunin er ófjármögnuð og því ekkert annað að gera en skerða framlög til dæmis til rannsókna- og tækniþróunarsjóða, til Markáætlunar, til sóknaráætlana landshlutanna, til þjóðgarða og friðlýstra svæða og til uppbyggingar ferðamannastaða (sem ríkisstjórnin hefur klúðrað með ævintýralegum og grafalvarlegum hætti). Textarnir um ófjármagnaða áætlun sem voru samviskusamlega endurprentaðir í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þar sem niðurskurðurinn á hverjum liðnum á fætur öðrum var réttlættur, eldast sömuleiðis illa. Þolendur ofangreinds niðurskurðar mega hafa þetta í huga. Vandinn er ekki að fjárfestingaáætlunin væri ófjármögnuð og þaðan af síður að verkefnin séu ekki þörf og brýn. Vandinn er stefna núverandi ríkisstjórnar, smæð hennar þegar kemur að öllu sem fyrri ríkisstjórn tengist og fornaldarleg viðhorf til nýsköpunar, umhverfis- og atvinnumála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljóp heldur betur á snærið hjá fjármálaráðherra, ríkissjóði og okkur öllum nú í lok mars þegar Landsbanki Íslands hf. greiddi eiganda sínum arð upp á tæpa 20 milljarða á einu bretti. Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem öllum er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á 19,7 milljarða arðgreiðsla Landsbankans stærstan þátt í að skýra áframhaldandi afkomubata ríkisins milli ára sem að sjálfsögðu er fagnaðarefni. Liðurinn „aðrar tekjur“ í bókhaldi ríkisins hækkar þannig úr 10,5 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi 2013 í 28,2 milljarða 2014. Með samfelldum efnahagsbata síðan 2011 eru hinir almennu skattstofnar ríkisins einnig að skila vaxandi tekjum án þess að skatthlutföllum sé breytt. Er þar á ferðinni vel þekkt þróun sem að sjálfsögðu myndi jafnt og þétt bæta afkomu ríkisins, það er að segja ef tekjur ríkisins væru ekki skertar með öðrum ráðstöfunum á móti. það hefur hins vegar ný ríkisstjórn því miður gert og mun koma fram með fullum þunga á árunum 2015-2016. En arðgreiðsla Landsbankans til ríkisins nú á dögunum færir okkur aðrar athyglisverðar upplýsingar. Með þessari einu greiðslu væri fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar fullfjármögnuð á árinu 2014 og gott betur þrátt fyrir stórlækkun núverandi ríkisstjórnar á sérstöku veiðigjaldi. Áætlunin byggði á 5,7 milljarða fjármögnun frá sérstöku veiðigjaldi og rúmlega 6,6 milljörðum frá arði eða eignasölu tengt eignarhlutum ríkisins í bönkum. Samtals gerði þannig áætlunin ráð fyrir liðlega 12,3 milljörðum á árinu 2014 til fjárfestinga í samgöngumálum, nýsköpun, rannsóknum og þróun, til eflingar skapandi greina, uppbyggingar ferðamannastaða, græna hagkerfisins o.s.frv. Allur söngur stjórnarliða á síðastliðnu hausti um að fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar væri ófjármögnuð er hruninn til grunna. Endurtekið og ótal sinnum var sagt: Fjárfestingaáætlunin er ófjármögnuð og því ekkert annað að gera en skerða framlög til dæmis til rannsókna- og tækniþróunarsjóða, til Markáætlunar, til sóknaráætlana landshlutanna, til þjóðgarða og friðlýstra svæða og til uppbyggingar ferðamannastaða (sem ríkisstjórnin hefur klúðrað með ævintýralegum og grafalvarlegum hætti). Textarnir um ófjármagnaða áætlun sem voru samviskusamlega endurprentaðir í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þar sem niðurskurðurinn á hverjum liðnum á fætur öðrum var réttlættur, eldast sömuleiðis illa. Þolendur ofangreinds niðurskurðar mega hafa þetta í huga. Vandinn er ekki að fjárfestingaáætlunin væri ófjármögnuð og þaðan af síður að verkefnin séu ekki þörf og brýn. Vandinn er stefna núverandi ríkisstjórnar, smæð hennar þegar kemur að öllu sem fyrri ríkisstjórn tengist og fornaldarleg viðhorf til nýsköpunar, umhverfis- og atvinnumála.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun