Úthlutun til höfunda helmingi minni í ár Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 27. maí 2014 10:15 Barnabækur eru mest lánaðar auk bóka mikilsvirtra þýðenda. fréttablaðið/gva Rithöfundar og aðrir sem rétt eiga á úthlutun úr bókasafnssjóði vegna afnota verka þeirra á bókasöfnum fá í ár 17,85 krónur fyrir hvert útlán. Í fyrra var úthlutun fyrir hvert útlán 36,90 krónur. Í ár fékk sjóðurinn 22 milljónir króna frá ríkinu til úthlutunar en í fyrra var upphæðin 42,6 milljónir. Alls fá 423 úthlutað úr sjóðnum í ár. Hæstu greiðslur eru tæplega 700 þúsund krónur og fá tveir um það bil þá upphæð. Um 380 manns fá undir 100 þúsundum króna en um 40 fá yfir 100 þúsund krónur, þar af fá einungis ellefu höfundar hærra en 200 þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum.Ragnheiður Tryggvadóttir.Hún segir að úthlutunin í fyrra hafi verið gleðileg. „Þá spýttu menn í með fjárfestingaáætlun en svo var hún tekin af okkur og 1,1 milljón króna í viðbót. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1998 voru 17,3 milljónir í honum. Þá sagði í áliti nefndar um sjóðinn að stefna bæri að því að hann yrði 90 milljónir á nokkrum árum og var þá miðað við nágrannalöndin.“ Sjóðurinn er svokallaður deilitölusjóður, að sögn Ragnheiðar. Um 800 manns eru skráðir í sjóðinn. Í fyrra fengu 603 úthlutun eða tæplega 200 fleiri en í ár. Samkvæmt lögum er lágmarksgreiðsla þrjú þúsund krónur og hækkar hún samkvæmt framfærsluvísitölu. „Lágmarksgreiðslan í ár er 4.437 kónur. Það eru yfirleitt um 200 höfundar sem aldrei ná lágmarki. Þeir eru kannski bara með eina bók.“ Ragnheiður segir að það séu bækur barnabókahöfunda og bækur mikilsvirtra þýðenda sem mest séu lánaðar á bókasöfnum. „En það eru ekki þeir sem fá samtals mestu starfslaunin. Barnabókahöfundar fá til dæmis mjög sjaldan heilt ár úr launasjóði og þeir fá helmingi minna en „fullorðinshöfundar“ fyrir bókina sína þar sem barnabækur eru seldar á helmingi lægra verði. Ef það væru alvörutölur í þessum sjóðum gætu barnabókahöfundar verið að fá þrenn mánaðarlaun út úr þessu.“ Framkvæmdastjórinn getur þess að á fundi með menntamálaráðherra í vikunni hafi verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að skoða hvort hægt sé að setja inn í lög hvernig ákvarða eigi fjárhæð í bókasafnssjóðinn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Rithöfundar og aðrir sem rétt eiga á úthlutun úr bókasafnssjóði vegna afnota verka þeirra á bókasöfnum fá í ár 17,85 krónur fyrir hvert útlán. Í fyrra var úthlutun fyrir hvert útlán 36,90 krónur. Í ár fékk sjóðurinn 22 milljónir króna frá ríkinu til úthlutunar en í fyrra var upphæðin 42,6 milljónir. Alls fá 423 úthlutað úr sjóðnum í ár. Hæstu greiðslur eru tæplega 700 þúsund krónur og fá tveir um það bil þá upphæð. Um 380 manns fá undir 100 þúsundum króna en um 40 fá yfir 100 þúsund krónur, þar af fá einungis ellefu höfundar hærra en 200 þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum.Ragnheiður Tryggvadóttir.Hún segir að úthlutunin í fyrra hafi verið gleðileg. „Þá spýttu menn í með fjárfestingaáætlun en svo var hún tekin af okkur og 1,1 milljón króna í viðbót. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1998 voru 17,3 milljónir í honum. Þá sagði í áliti nefndar um sjóðinn að stefna bæri að því að hann yrði 90 milljónir á nokkrum árum og var þá miðað við nágrannalöndin.“ Sjóðurinn er svokallaður deilitölusjóður, að sögn Ragnheiðar. Um 800 manns eru skráðir í sjóðinn. Í fyrra fengu 603 úthlutun eða tæplega 200 fleiri en í ár. Samkvæmt lögum er lágmarksgreiðsla þrjú þúsund krónur og hækkar hún samkvæmt framfærsluvísitölu. „Lágmarksgreiðslan í ár er 4.437 kónur. Það eru yfirleitt um 200 höfundar sem aldrei ná lágmarki. Þeir eru kannski bara með eina bók.“ Ragnheiður segir að það séu bækur barnabókahöfunda og bækur mikilsvirtra þýðenda sem mest séu lánaðar á bókasöfnum. „En það eru ekki þeir sem fá samtals mestu starfslaunin. Barnabókahöfundar fá til dæmis mjög sjaldan heilt ár úr launasjóði og þeir fá helmingi minna en „fullorðinshöfundar“ fyrir bókina sína þar sem barnabækur eru seldar á helmingi lægra verði. Ef það væru alvörutölur í þessum sjóðum gætu barnabókahöfundar verið að fá þrenn mánaðarlaun út úr þessu.“ Framkvæmdastjórinn getur þess að á fundi með menntamálaráðherra í vikunni hafi verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að skoða hvort hægt sé að setja inn í lög hvernig ákvarða eigi fjárhæð í bókasafnssjóðinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira