Fjöldamorð þaggað niður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júní 2014 07:00 Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun