Eitthvað til að bíta í með boltanum - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2014 11:00 Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun og um að gera að búa til dýrindissnakk sjálfur heima fyrir. Chili- og súraldinflögur 3 russet-kartöflur Ólífuolía Safi úr hálfu súraldini 1/4 tsk. rautt chiliduft sjávarsalt Hitið ofninn í 190°C. Hreinsið og skrælið kartöflur. Skerið þær í afar þunnar sneiðar. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og burstið með olíu. Setjið kartöflusneiðarnar á plötuna, án þess þó að stafla hverri ofan á aðra. Setjið smá olíu og sjávarsalt ofan á sneiðarnar og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Setjið sneiðarnar á eldhúspappír og leyfið mestu olíunni að fara úr þeim, blandið síðan súraldinsafanum og chilidufti saman við á meðan sneiðarnar eru enn heitar. Leyfið þeim að kólna áður en þær eru bornar fram. Fengið hér. Gráðaostsídýfa 1 lítill pakki rjómaostur, mjúkur 1/2 bolli fersk steinselja 1/4 bolli laukur 1/2 bolli sýrður rjómi 2 msk. hvítvínsedik 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. sterk sósa, til dæmis Tabasco 1 tsk. sítrónubörkur 1/2 tsk. pipar 1/2 bolli niðurskorinn gráðaostur Setjið öll hráefnin nema gráðaost í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið síðan gráðaostinum við og blandið létt saman. Berið fram með snakki, grænmeti eða kjúklingavængjum. Fengið hér. Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun og um að gera að búa til dýrindissnakk sjálfur heima fyrir. Chili- og súraldinflögur 3 russet-kartöflur Ólífuolía Safi úr hálfu súraldini 1/4 tsk. rautt chiliduft sjávarsalt Hitið ofninn í 190°C. Hreinsið og skrælið kartöflur. Skerið þær í afar þunnar sneiðar. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og burstið með olíu. Setjið kartöflusneiðarnar á plötuna, án þess þó að stafla hverri ofan á aðra. Setjið smá olíu og sjávarsalt ofan á sneiðarnar og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Setjið sneiðarnar á eldhúspappír og leyfið mestu olíunni að fara úr þeim, blandið síðan súraldinsafanum og chilidufti saman við á meðan sneiðarnar eru enn heitar. Leyfið þeim að kólna áður en þær eru bornar fram. Fengið hér. Gráðaostsídýfa 1 lítill pakki rjómaostur, mjúkur 1/2 bolli fersk steinselja 1/4 bolli laukur 1/2 bolli sýrður rjómi 2 msk. hvítvínsedik 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. sterk sósa, til dæmis Tabasco 1 tsk. sítrónubörkur 1/2 tsk. pipar 1/2 bolli niðurskorinn gráðaostur Setjið öll hráefnin nema gráðaost í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið síðan gráðaostinum við og blandið létt saman. Berið fram með snakki, grænmeti eða kjúklingavængjum. Fengið hér.
Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira