Boltinn sameinar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2014 07:00 Heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í gær. Aðdragandi þess hefur verið óvenju stormasamur að þessu sinni og í heilt ár hafa þúsundir Brasilíubúa mótmælt á götum úti og kvartað yfir hækkun á opinberum samgöngukostnaði, miklum útgjöldum vegna heimsmeistarakeppninnar og ófullnægjandi fjárveitingum í opinberri þjónustu. Bent hefur verið á slæman aðbúnað og brot á mannréttindum verkamanna sem unnið hafa við byggingu nauðsynlegra mannvirkja, varað við hættu á auknu barnavændi í kringum mótið og almennt hafa allar fréttir sem tengjast undirbúningi þess verið neikvæðar, ekki að ástæðulausu þar sem fátækt í Brasilíu er gríðarleg og mannréttindabrot daglegt brauð. Mótmælin hafa verið brotin á bak aftur af lögreglu og her af mikilli hörku sem einnig hefur vakið hörð viðbrögð umheimsins. Það er ekki með góðri samvisku hægt að halda því fram að gleðin og eftirvæntingin hafi verið ríkjandi þættir í aðdraganda þessa heimsmeistaramóts, enda potturinn í undirbúningi brasilískra yfirvalda fyrir mótið margbrotinn. Ofan á ólguna í Brasilíu hafa bæst fréttir af spillingu að baki þeirrar ákvörðunar FIFA að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar árið 2022. Það er ekki lognmollunni fyrir að fara í kringum HM. Allar þessar dimmu fréttir hverfa þó tímabundið í skuggann af þeirri gleði sem grípur milljónir fótboltaáhugamanna um heim allan þegar blásið er til fyrsta leiks. Allir eiga sitt uppáhaldslið hvort sem það er eigið landslið eða eitthvert allt annað lið sem áhorfandinn hefur valið sér að halda með. Sigurvíman þegar hið útvalda lið vinnur leik er óviðjafnanleg og að sama skapi er sorgin blýþung þegar tapleikur er staðreynd. Á vinnustöðum er varla minnst á annað en leikina í gær í hádegishléum og kaffitímum og þeir sem ekki hafa orðið fótboltabakteríunni að bráð eru algjörlega jaðarsettir í umræðunni í heilan mánuð. Ýmsum í þeim flokki blöskrar hversu hlaðið er undir fjandans fótboltabullurnar þegar dagskrá Ríkissjónvarpsins er undirlögð viku eftir viku af leikjum og leikskýringum og margir hafa uppi vanburða mótmæli á samfélagsmiðlum til að benda á að enginn annar þrýstihópur fái slíka þjónustu. Skýringin á því er væntanlega sú að áhorfið er gríðarlegt og þess eru dæmi að um 70 prósent fólks á aldrinum 16 til 75 ára horfi á úrslitaleiki HM í útsendingu íslenska sjónvarpsins. Slíkar áhorfstölur sjást yfirleitt ekki nema á Eurovision-kvöldum þar sem Ísland keppir og ætti fremur að vera fagnaðarefni að fólk af öllum stéttum og úr öllum aldurshópum geti sameinast um eitt áhugamál. Áhugamál sem ekki einu sinni hefur neitt með íslenska frammistöðu að gera, aldrei slíku vant. Fótboltaáhuginn á auðvitað sínar dökku hliðar eins og fjölmörg mál þar sem fótboltabullur misþyrma áhangendum fjandliðsins bera vitni um, en í langflestum tilfellum er samkenndin og gleðin í fyrirrúmi og þessi mánuður af sameiginlegum áhuga á bestu fótboltaliðum heims fjórða hvert ár hlýtur að vega upp á móti missi nokkurra sjónvarpsþátta og raski á rútínu sjónvarpsfíkla. Eftir mánuð verður allt komið í samt horf aftur en milljónir fótboltafíkla munu hafa eignast ógleymanlegar minningar sem ylja þeim næstu fjögur árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í gær. Aðdragandi þess hefur verið óvenju stormasamur að þessu sinni og í heilt ár hafa þúsundir Brasilíubúa mótmælt á götum úti og kvartað yfir hækkun á opinberum samgöngukostnaði, miklum útgjöldum vegna heimsmeistarakeppninnar og ófullnægjandi fjárveitingum í opinberri þjónustu. Bent hefur verið á slæman aðbúnað og brot á mannréttindum verkamanna sem unnið hafa við byggingu nauðsynlegra mannvirkja, varað við hættu á auknu barnavændi í kringum mótið og almennt hafa allar fréttir sem tengjast undirbúningi þess verið neikvæðar, ekki að ástæðulausu þar sem fátækt í Brasilíu er gríðarleg og mannréttindabrot daglegt brauð. Mótmælin hafa verið brotin á bak aftur af lögreglu og her af mikilli hörku sem einnig hefur vakið hörð viðbrögð umheimsins. Það er ekki með góðri samvisku hægt að halda því fram að gleðin og eftirvæntingin hafi verið ríkjandi þættir í aðdraganda þessa heimsmeistaramóts, enda potturinn í undirbúningi brasilískra yfirvalda fyrir mótið margbrotinn. Ofan á ólguna í Brasilíu hafa bæst fréttir af spillingu að baki þeirrar ákvörðunar FIFA að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar árið 2022. Það er ekki lognmollunni fyrir að fara í kringum HM. Allar þessar dimmu fréttir hverfa þó tímabundið í skuggann af þeirri gleði sem grípur milljónir fótboltaáhugamanna um heim allan þegar blásið er til fyrsta leiks. Allir eiga sitt uppáhaldslið hvort sem það er eigið landslið eða eitthvert allt annað lið sem áhorfandinn hefur valið sér að halda með. Sigurvíman þegar hið útvalda lið vinnur leik er óviðjafnanleg og að sama skapi er sorgin blýþung þegar tapleikur er staðreynd. Á vinnustöðum er varla minnst á annað en leikina í gær í hádegishléum og kaffitímum og þeir sem ekki hafa orðið fótboltabakteríunni að bráð eru algjörlega jaðarsettir í umræðunni í heilan mánuð. Ýmsum í þeim flokki blöskrar hversu hlaðið er undir fjandans fótboltabullurnar þegar dagskrá Ríkissjónvarpsins er undirlögð viku eftir viku af leikjum og leikskýringum og margir hafa uppi vanburða mótmæli á samfélagsmiðlum til að benda á að enginn annar þrýstihópur fái slíka þjónustu. Skýringin á því er væntanlega sú að áhorfið er gríðarlegt og þess eru dæmi að um 70 prósent fólks á aldrinum 16 til 75 ára horfi á úrslitaleiki HM í útsendingu íslenska sjónvarpsins. Slíkar áhorfstölur sjást yfirleitt ekki nema á Eurovision-kvöldum þar sem Ísland keppir og ætti fremur að vera fagnaðarefni að fólk af öllum stéttum og úr öllum aldurshópum geti sameinast um eitt áhugamál. Áhugamál sem ekki einu sinni hefur neitt með íslenska frammistöðu að gera, aldrei slíku vant. Fótboltaáhuginn á auðvitað sínar dökku hliðar eins og fjölmörg mál þar sem fótboltabullur misþyrma áhangendum fjandliðsins bera vitni um, en í langflestum tilfellum er samkenndin og gleðin í fyrirrúmi og þessi mánuður af sameiginlegum áhuga á bestu fótboltaliðum heims fjórða hvert ár hlýtur að vega upp á móti missi nokkurra sjónvarpsþátta og raski á rútínu sjónvarpsfíkla. Eftir mánuð verður allt komið í samt horf aftur en milljónir fótboltafíkla munu hafa eignast ógleymanlegar minningar sem ylja þeim næstu fjögur árin.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun