Að rita nafn sitt á spjöld sögunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Verkefni þess sem situr í embætti fjármálaráðherra núna eru þess eðlis að viðkomandi getur meitlað nafn sitt rækilega á spjöld sögunnar haldi hann rétt á spilunum. Ástæðan er eitt orð: gjaldeyrishöft. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu lítið núverandi fjármálaráðherra hefur gert í embætti þegar höftin eru annars vegar. Um þessar mundir er fjármálaráðuneytið að ganga frá ráðningu erlendra sérfræðinga sem verða ríkisstjórninni, og aðallega fjármálaráðherra, til ráðgjafar um þessi mál. Um er að ræða hagfræðinga og lögmenn frá erlendum fyrirtækjum sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þetta er að gerast í lok júní 2014, meira en ári eftir að fjármálaráðherra tók við embætti. Það er áhyggjuefni því þetta hefði átt að vera hans fyrsta verk eftir kosningar. Vikuritið The Economist fjallaði um það í vikunni að af 28 ríkjum Evrópusambandsins hefði Pólland verið eina ríkið sem glímdi ekki við niðursveiflu, þ.e. samdrátt í landsframleiðslu í meira en tvo ársfjórðunga í röð, eftir hrun. Ástæðan er sú að Pólverjar tóku kapítalismanum opnum örmum og þeir voru svo heppnir að hafa fjármálaráðherra með sjálfstraust, Leszek Balcerowicz, eftir fall Sovétríkjanna. Á árunum 1989-1990 voru teknar mjög margar erfiðar pólitískar ákvarðanir í Póllandi sem þóttu umdeildar þá en skiluðu sér á endanum. Einkavæðing ríkisfyrirtækja, afnám verðlagseftirlits og flot zlotysins svo eitthvað sé nefnt. Þetta var erfiður brimskafl fyrir Pólverja en þeir opnuðu dyrnar fyrir kapítalismanum og njóta nú árangurs þess. Því kapítalisminn virkar. Ekkert annað stjórnarform hefur skilað manninum jafn mikilli farsæld, eftir að hann fór að stunda annað en akuryrkju og settist að í borgum, og kapítalisminn. Það sem stuðlaði hins vegar mest að góðum árangri Pólverja, samkvæmt The Economist, var farsæl aðild þeirra að Evrópusambandinu. Fjármálaráðherra með sjálfstraust eru hins vegar lykilorð þessa pistils. Þess vegna skiptir reynsla Pólverja máli. Ef Bjarni Benediktsson vill meitla nafn sitt á spjöld sögunnar þarf hann að taka erfiðar ákvarðanir sem fjármálaráðherra. Líf Íslendinga í status quo gjaldeyrishafta er óásættanlegt. Höftin lama allt. Þau draga úr fjárfestingu og vexti, ýta undir spekileka og mannauður skilar sér ekki heim úr námi erlendis. Bjarni gæti þurft að taka áhættu. Áhættan fælist í því að vera tilbúinn að fórna pólitísku lífi sínu fyrir velferð Íslendinga. Þegar lausnirnar liggja fyrir þarf að velja eina þeirra og taka ákvörðun. Það er ekki forsvaranlegt að við förum í gegnum annað kjörtímabil með gjaldeyrishöft. Fjármálaráðherrann þarf að treysta dómgreind sinni en ekki láta móta sig eins og leir af ráðgjöfum sínum, þótt þeir séu allra góðra gjalda verðir. Þegar rætt er um gjaldeyrishöftin þarf að ræða um sanngirni. Er sanngjarnt að stór hluti Íslendinga fái að safna lífeyri í erlendum gjaldeyri í gegnum lífeyristryggingarsamninga en allir aðrir þurfa að spara í íslenskum krónum hér innanlands í gegnum sína lífeyrissjóði? Það er auðvitað ekki sanngjarnt að 50.000 Íslendingar (ekki bara þessir 30.000 sem gerðu sína samninga eftir 28. nóvember 2008) fái að spara í evrum, alþjóðlegri mynt, en allir hinir hafa sinn sparnað í verðlítilli mynt. Við skulum hafa hugfast að aðeins 22,4 prósent eigna íslenskra lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði og mikið áhyggjuefni því lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar. Þrátt fyrir ósanngirnina sem felst í þessu þá virkar það ekki trúverðugt hjá stjórnvöldum að vinna kerfisbundið að því að afnema gjaldeyrishöftin en styrkja þau síðan á sama tíma. Að frysta lífeyristryggingarsamninga sem hafa fengið að vaxa athugasemdalaust árum saman, eftir að höftum var komið á, er ekki til þess fallið að efla trú manna á að afnám gjaldeyrishafta sé handan við hornið. Þvert á móti hið gagnstæða, að við verðum lengi vel áfram föst í helsi gjaldeyrishaftanna. Helsi við val á sparnaðarleiðum er skaðsemi haftanna í hnotskurn. Sár þeirra eru djúp í íslensku samfélagi. Sitjandi fjármálaráðherra þarf að taka ákvarðanir sem leiða til afnáms gjaldeyrishafta en ekki setja kíkinn á blinda augað meðan Seðlabankinn festir þau enn betur í sessi.Pistillinn birtist í Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Verkefni þess sem situr í embætti fjármálaráðherra núna eru þess eðlis að viðkomandi getur meitlað nafn sitt rækilega á spjöld sögunnar haldi hann rétt á spilunum. Ástæðan er eitt orð: gjaldeyrishöft. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu lítið núverandi fjármálaráðherra hefur gert í embætti þegar höftin eru annars vegar. Um þessar mundir er fjármálaráðuneytið að ganga frá ráðningu erlendra sérfræðinga sem verða ríkisstjórninni, og aðallega fjármálaráðherra, til ráðgjafar um þessi mál. Um er að ræða hagfræðinga og lögmenn frá erlendum fyrirtækjum sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þetta er að gerast í lok júní 2014, meira en ári eftir að fjármálaráðherra tók við embætti. Það er áhyggjuefni því þetta hefði átt að vera hans fyrsta verk eftir kosningar. Vikuritið The Economist fjallaði um það í vikunni að af 28 ríkjum Evrópusambandsins hefði Pólland verið eina ríkið sem glímdi ekki við niðursveiflu, þ.e. samdrátt í landsframleiðslu í meira en tvo ársfjórðunga í röð, eftir hrun. Ástæðan er sú að Pólverjar tóku kapítalismanum opnum örmum og þeir voru svo heppnir að hafa fjármálaráðherra með sjálfstraust, Leszek Balcerowicz, eftir fall Sovétríkjanna. Á árunum 1989-1990 voru teknar mjög margar erfiðar pólitískar ákvarðanir í Póllandi sem þóttu umdeildar þá en skiluðu sér á endanum. Einkavæðing ríkisfyrirtækja, afnám verðlagseftirlits og flot zlotysins svo eitthvað sé nefnt. Þetta var erfiður brimskafl fyrir Pólverja en þeir opnuðu dyrnar fyrir kapítalismanum og njóta nú árangurs þess. Því kapítalisminn virkar. Ekkert annað stjórnarform hefur skilað manninum jafn mikilli farsæld, eftir að hann fór að stunda annað en akuryrkju og settist að í borgum, og kapítalisminn. Það sem stuðlaði hins vegar mest að góðum árangri Pólverja, samkvæmt The Economist, var farsæl aðild þeirra að Evrópusambandinu. Fjármálaráðherra með sjálfstraust eru hins vegar lykilorð þessa pistils. Þess vegna skiptir reynsla Pólverja máli. Ef Bjarni Benediktsson vill meitla nafn sitt á spjöld sögunnar þarf hann að taka erfiðar ákvarðanir sem fjármálaráðherra. Líf Íslendinga í status quo gjaldeyrishafta er óásættanlegt. Höftin lama allt. Þau draga úr fjárfestingu og vexti, ýta undir spekileka og mannauður skilar sér ekki heim úr námi erlendis. Bjarni gæti þurft að taka áhættu. Áhættan fælist í því að vera tilbúinn að fórna pólitísku lífi sínu fyrir velferð Íslendinga. Þegar lausnirnar liggja fyrir þarf að velja eina þeirra og taka ákvörðun. Það er ekki forsvaranlegt að við förum í gegnum annað kjörtímabil með gjaldeyrishöft. Fjármálaráðherrann þarf að treysta dómgreind sinni en ekki láta móta sig eins og leir af ráðgjöfum sínum, þótt þeir séu allra góðra gjalda verðir. Þegar rætt er um gjaldeyrishöftin þarf að ræða um sanngirni. Er sanngjarnt að stór hluti Íslendinga fái að safna lífeyri í erlendum gjaldeyri í gegnum lífeyristryggingarsamninga en allir aðrir þurfa að spara í íslenskum krónum hér innanlands í gegnum sína lífeyrissjóði? Það er auðvitað ekki sanngjarnt að 50.000 Íslendingar (ekki bara þessir 30.000 sem gerðu sína samninga eftir 28. nóvember 2008) fái að spara í evrum, alþjóðlegri mynt, en allir hinir hafa sinn sparnað í verðlítilli mynt. Við skulum hafa hugfast að aðeins 22,4 prósent eigna íslenskra lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði og mikið áhyggjuefni því lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar. Þrátt fyrir ósanngirnina sem felst í þessu þá virkar það ekki trúverðugt hjá stjórnvöldum að vinna kerfisbundið að því að afnema gjaldeyrishöftin en styrkja þau síðan á sama tíma. Að frysta lífeyristryggingarsamninga sem hafa fengið að vaxa athugasemdalaust árum saman, eftir að höftum var komið á, er ekki til þess fallið að efla trú manna á að afnám gjaldeyrishafta sé handan við hornið. Þvert á móti hið gagnstæða, að við verðum lengi vel áfram föst í helsi gjaldeyrishaftanna. Helsi við val á sparnaðarleiðum er skaðsemi haftanna í hnotskurn. Sár þeirra eru djúp í íslensku samfélagi. Sitjandi fjármálaráðherra þarf að taka ákvarðanir sem leiða til afnáms gjaldeyrishafta en ekki setja kíkinn á blinda augað meðan Seðlabankinn festir þau enn betur í sessi.Pistillinn birtist í Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun