Leikstýrði lokasenunni í gegnum Skype Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 13:30 Apar og menn standa á barmi styrjaldar í myndinni. Dawn of the Planet of the Apes tekur upp söguna í kvikmyndinni Rise of the Planet of the Apes frá árinu 2011 en fyrsta myndin um Apaplánetuna var sýnd árið 1968. Í þessari nýju mynd leiðir Caesar, afburðagáfaður api, ört stækkandi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Aparnir og mennirnir komast að friðarsamkomulagi, sem er afar brothætt. Þeir standa því á barmi styrjaldar sem sker úr um hvor tegundin kemur til með að ráða ríkjum á jörðinni. Leikstjóri myndarinnar er Matt Reeves sem er hvað þekktastur fyrir að leikstýra kvikmyndinni Cloverfield. Hann segir í viðtali við Slashfilm að hann hafi leikstýrt nokkrum senum myndarinnar í gegnum Skype. Hann breytti meðal annars lokasenunni þannig. „Þegar ég áttaði mig á að þetta var ekki réttur endir fór ég til [brellufyrirtækisins] Weta og sagði: ókei, við þurfum að gera eitthvað annað,“ segir Matt. Hann leikstýrði aðalleikaranum Andy Serkis með því að tala við hann í gegnum tölvu með hjálp Skype. „Ég sagði honum hvað væri að gerast í lokasenunni. Og við gerðum þetta hreinlega í gegnum Skype.“ Þá segir Matt að hann hafi einnig leikstýrt leikurunum Jason Clarke og Keri Russell með forritinu. „Það er brjálað það sem er hægt að gera.“ Þetta er fyrsta myndin um Apaplánetuna sem er í þrívídd en hún hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um heim allan.Skákaði fyrirrennaranum í miðasölu Dawn of the Planet of the Apes þénaði um 73 milljónir dollara, rúma átta milljarða króna, í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina. Þá halaði hún inn 31,1 milljón dollara, um þrjá og hálfan milljarð króna, á alþjóðlegum markaði fyrstu frumsýningarhelgina. Þá var hún sýnd á 26 litlum svæðum ef undanskildar eru Ástralía og Suður-Kórea. Myndin skákar þannig Rise of the Planet of the Apes sem þénaði 54,8 milljónir dollara, rúmlega sex milljarða króna, um frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum árið 2011. Áhorfendur Dawn of the Planet of the Apes um frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum voru 58 prósent karlmenn og 65 prósent voru eldri en 25 ára. Áætlaður kostnaður við myndina er 170 milljónir dollara, tæpir tuttugu milljarðar króna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Dawn of the Planet of the Apes tekur upp söguna í kvikmyndinni Rise of the Planet of the Apes frá árinu 2011 en fyrsta myndin um Apaplánetuna var sýnd árið 1968. Í þessari nýju mynd leiðir Caesar, afburðagáfaður api, ört stækkandi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Aparnir og mennirnir komast að friðarsamkomulagi, sem er afar brothætt. Þeir standa því á barmi styrjaldar sem sker úr um hvor tegundin kemur til með að ráða ríkjum á jörðinni. Leikstjóri myndarinnar er Matt Reeves sem er hvað þekktastur fyrir að leikstýra kvikmyndinni Cloverfield. Hann segir í viðtali við Slashfilm að hann hafi leikstýrt nokkrum senum myndarinnar í gegnum Skype. Hann breytti meðal annars lokasenunni þannig. „Þegar ég áttaði mig á að þetta var ekki réttur endir fór ég til [brellufyrirtækisins] Weta og sagði: ókei, við þurfum að gera eitthvað annað,“ segir Matt. Hann leikstýrði aðalleikaranum Andy Serkis með því að tala við hann í gegnum tölvu með hjálp Skype. „Ég sagði honum hvað væri að gerast í lokasenunni. Og við gerðum þetta hreinlega í gegnum Skype.“ Þá segir Matt að hann hafi einnig leikstýrt leikurunum Jason Clarke og Keri Russell með forritinu. „Það er brjálað það sem er hægt að gera.“ Þetta er fyrsta myndin um Apaplánetuna sem er í þrívídd en hún hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um heim allan.Skákaði fyrirrennaranum í miðasölu Dawn of the Planet of the Apes þénaði um 73 milljónir dollara, rúma átta milljarða króna, í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina. Þá halaði hún inn 31,1 milljón dollara, um þrjá og hálfan milljarð króna, á alþjóðlegum markaði fyrstu frumsýningarhelgina. Þá var hún sýnd á 26 litlum svæðum ef undanskildar eru Ástralía og Suður-Kórea. Myndin skákar þannig Rise of the Planet of the Apes sem þénaði 54,8 milljónir dollara, rúmlega sex milljarða króna, um frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum árið 2011. Áhorfendur Dawn of the Planet of the Apes um frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum voru 58 prósent karlmenn og 65 prósent voru eldri en 25 ára. Áætlaður kostnaður við myndina er 170 milljónir dollara, tæpir tuttugu milljarðar króna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira