Samtal á fundi II Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Maður 1 Jæja. Nú eru liðin sex ár frá hruni og fólk loks farið að róast.Maður 2 Og við erum aftur við völd. Snilld.Maður 1 Jamm. Best að vera ekkert að rugga bátnum. Almenningur er loks farinn að trúa spunanum um að þetta hafi bara verið óheppni.Maður 1 Shit happens-kenningin. Gott stöff.Maður 2 En heyrðu. Svona til að loka bókinni endanlega, ættum við ekki að fá einhverja stofnun í Háskólanum til að koma með greiningu sem leggur áherslu á erlenda þætti hrunsins, til að beina athyglinni frá því hvað efnahagsstjórn landsins var ömurleg og viðskiptalífið spillt, svo við séum örugglega off the hook?Maður 1 Frábær hugmynd. En hvern gætum við fengið til að leiða slíka rannsókn? Við þyrftum að fá einhvern sem útskýrir á mannamáli að hrunið hafi verið útlendingum að kenna. Þá er öll athygli endanlega farin af okkur.Maður 2 Þetta gengur bara upp ef við fáum einhvern óumdeildan mann í verkið, sameiningartákn sem sefar almenning og beinir athygli frá klíkuskapnum og baktjaldamakkinu sem var hin raunverulega orsök hrunsins. Einhvern sem er ótengdur stjórnmálaflokkum og hófsamur í skoðunum.Maður 1 Já. Það er nú einu sinni almenningur sem mun borga fyrir þessa rannsókn þannig að við þurfum að fá einhvern sem pirrar fólk sem minnst, einhvern sem þjappar fólki saman og hefur sama siðferðis- og gildismat og hinn almenni borgari. Fólk má alls ekki fá þá tilfinningu að um sé að ræða ad hoc yfirklór byggt á hagfræðilegri frjálshyggjurörsýn sem ætlað er að beina athygli frá grundvallarklúðri í efnahagsstjórn landsins.Maður 2 Þetta er hárrétt hjá þér. Nú skulum við brainstorma í tvo klukkutíma um hvern við fáum í verkið og ef ekkert kemur út úr því þá hringjum við í Hannes Hólmstein og ríðum svo apa og kveikjum í okkur.Maður 1 Samþykkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Tengdar fréttir Samtal á fundi Heyrðu. Nú erum við í þessum bransa að reka laxveiðiár. Það er soldið vont stigma í kringum þetta. Þegar fólk heyrir minnst á laxveiðiár hugsar það bara um ofdekraða karla í jakkafötum. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Maður 1 Jæja. Nú eru liðin sex ár frá hruni og fólk loks farið að róast.Maður 2 Og við erum aftur við völd. Snilld.Maður 1 Jamm. Best að vera ekkert að rugga bátnum. Almenningur er loks farinn að trúa spunanum um að þetta hafi bara verið óheppni.Maður 1 Shit happens-kenningin. Gott stöff.Maður 2 En heyrðu. Svona til að loka bókinni endanlega, ættum við ekki að fá einhverja stofnun í Háskólanum til að koma með greiningu sem leggur áherslu á erlenda þætti hrunsins, til að beina athyglinni frá því hvað efnahagsstjórn landsins var ömurleg og viðskiptalífið spillt, svo við séum örugglega off the hook?Maður 1 Frábær hugmynd. En hvern gætum við fengið til að leiða slíka rannsókn? Við þyrftum að fá einhvern sem útskýrir á mannamáli að hrunið hafi verið útlendingum að kenna. Þá er öll athygli endanlega farin af okkur.Maður 2 Þetta gengur bara upp ef við fáum einhvern óumdeildan mann í verkið, sameiningartákn sem sefar almenning og beinir athygli frá klíkuskapnum og baktjaldamakkinu sem var hin raunverulega orsök hrunsins. Einhvern sem er ótengdur stjórnmálaflokkum og hófsamur í skoðunum.Maður 1 Já. Það er nú einu sinni almenningur sem mun borga fyrir þessa rannsókn þannig að við þurfum að fá einhvern sem pirrar fólk sem minnst, einhvern sem þjappar fólki saman og hefur sama siðferðis- og gildismat og hinn almenni borgari. Fólk má alls ekki fá þá tilfinningu að um sé að ræða ad hoc yfirklór byggt á hagfræðilegri frjálshyggjurörsýn sem ætlað er að beina athygli frá grundvallarklúðri í efnahagsstjórn landsins.Maður 2 Þetta er hárrétt hjá þér. Nú skulum við brainstorma í tvo klukkutíma um hvern við fáum í verkið og ef ekkert kemur út úr því þá hringjum við í Hannes Hólmstein og ríðum svo apa og kveikjum í okkur.Maður 1 Samþykkt.
Samtal á fundi Heyrðu. Nú erum við í þessum bransa að reka laxveiðiár. Það er soldið vont stigma í kringum þetta. Þegar fólk heyrir minnst á laxveiðiár hugsar það bara um ofdekraða karla í jakkafötum. 5. júní 2014 07:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun