Sigla ekki nálægt arnarhreiðrum Freyr Bjarnason skrifar 1. ágúst 2014 11:45 Brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum varðar sektum eða fangelsi. Nordicphotos/Getty Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira