Ég þoli ekki upptalningar á hlutum sem einstaklingar "verða“ að gera í kynlífi Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 29. ágúst 2014 11:30 Ég játa að ég hef takmarkaðan skilning á því af hverju fólk vill lesa pistla um hvernig það eigi að haga sér í kynlífi. Kemur þetta þér á óvart? Er ég í mótsögn við sjálfa mig? Alls ekki. Ég nefnilega þoli ekki upptalningar á hlutum sem einstaklingar „verða“ að gera í kynlífi eða mega alls ekki gera. Ég las einn slíkan pistil þar sem mælt var með að smeygja kleinuhring utan um liminn og borða hann af eða kremja í samförum, ég er ekki viss. Eina sem ég gat hugsað var „þarna er illa farið með góðan kleinuhring og allt mun enda í sveppasýkingu og klístri“. Hver skrifar svona og það sem meira er, hverjum dettur það í hug sem eitthvað ómissandi í kynlífi? Svo ég gleymi nú ekki ísmolaráðinu. Það átti að þykja það heitasta að renna ísmola eftir líkama og kynfærum. Ég get lofað ykkur að á okkar landi, þar sem mjög oft er kalt, gerir þetta afskaplega takmarkað gagn. Besta sem ég las samt var með munnskolið. Maður á að skola munninn með munnskoli og fara svo beint á kynfæri bólfélagans, það á að vera svo flippað og sexí. Það er hins vegar líklegra til að senda viðkomandi beint undir vatnsbunu því það er spíri í munnskoli og það getur sviðið þegar hann kemst í snertingu við kynfæri. Einhverjum kann að þykja þessar tillögur heillandi en svona heilt yfir virkar það ekki fyrir alla. Það er nefnilega þannig með fólk að það virkar ekkert eitt fyrir alla. Við viljum hafa val og fólk hefur ólíkan smekk, sem tengist stuði og stemmingu. Þess vegna eru matseðlar á veitingastöðum með ólíkum réttum, en einnig ólíkir veitingastaðir. Ógrynni af bókum fjalla um kynlífstækni og hinar og þessar stellingar. Ég las eitt sinn að með nýjum bólfélaga ætti maður að sýna fram á bólfimi með því að þekkja nokkrar erfiðar exótískar stellingar sem gerðu kröfu um fimm vikna undirbúning í jóga. Þá áttirðu samt að passa að skipta ekki of oft um stellingar því það er ósjarmerandi. Ætli ágætu höfundarnir hafi ekki reiknað út að fimm stellingar væru í lagi. Þetta leit meira út eins og fólk væri að spila Twister nakið, frekar en að reyna stunda samfarir. Sumir segja, hvað er þetta, þetta er bara krydd, eitthvað til að hafa gaman af. Fyrir suma er þetta bara eitthvað til að hlæja að en fyrir aðra þá eru þeir búnir að festa sig í bakinu með munninn fullan af munnskoli og kleinuhring á typpinu. Má ég biðja þig kæri lesandi um að lofa mér að næst þegar þú lest eitthvert kynlífsráð um að fara varlega í að prófa það og gera það ávallt með samþykki bólfélagans. Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég játa að ég hef takmarkaðan skilning á því af hverju fólk vill lesa pistla um hvernig það eigi að haga sér í kynlífi. Kemur þetta þér á óvart? Er ég í mótsögn við sjálfa mig? Alls ekki. Ég nefnilega þoli ekki upptalningar á hlutum sem einstaklingar „verða“ að gera í kynlífi eða mega alls ekki gera. Ég las einn slíkan pistil þar sem mælt var með að smeygja kleinuhring utan um liminn og borða hann af eða kremja í samförum, ég er ekki viss. Eina sem ég gat hugsað var „þarna er illa farið með góðan kleinuhring og allt mun enda í sveppasýkingu og klístri“. Hver skrifar svona og það sem meira er, hverjum dettur það í hug sem eitthvað ómissandi í kynlífi? Svo ég gleymi nú ekki ísmolaráðinu. Það átti að þykja það heitasta að renna ísmola eftir líkama og kynfærum. Ég get lofað ykkur að á okkar landi, þar sem mjög oft er kalt, gerir þetta afskaplega takmarkað gagn. Besta sem ég las samt var með munnskolið. Maður á að skola munninn með munnskoli og fara svo beint á kynfæri bólfélagans, það á að vera svo flippað og sexí. Það er hins vegar líklegra til að senda viðkomandi beint undir vatnsbunu því það er spíri í munnskoli og það getur sviðið þegar hann kemst í snertingu við kynfæri. Einhverjum kann að þykja þessar tillögur heillandi en svona heilt yfir virkar það ekki fyrir alla. Það er nefnilega þannig með fólk að það virkar ekkert eitt fyrir alla. Við viljum hafa val og fólk hefur ólíkan smekk, sem tengist stuði og stemmingu. Þess vegna eru matseðlar á veitingastöðum með ólíkum réttum, en einnig ólíkir veitingastaðir. Ógrynni af bókum fjalla um kynlífstækni og hinar og þessar stellingar. Ég las eitt sinn að með nýjum bólfélaga ætti maður að sýna fram á bólfimi með því að þekkja nokkrar erfiðar exótískar stellingar sem gerðu kröfu um fimm vikna undirbúning í jóga. Þá áttirðu samt að passa að skipta ekki of oft um stellingar því það er ósjarmerandi. Ætli ágætu höfundarnir hafi ekki reiknað út að fimm stellingar væru í lagi. Þetta leit meira út eins og fólk væri að spila Twister nakið, frekar en að reyna stunda samfarir. Sumir segja, hvað er þetta, þetta er bara krydd, eitthvað til að hafa gaman af. Fyrir suma er þetta bara eitthvað til að hlæja að en fyrir aðra þá eru þeir búnir að festa sig í bakinu með munninn fullan af munnskoli og kleinuhring á typpinu. Má ég biðja þig kæri lesandi um að lofa mér að næst þegar þú lest eitthvert kynlífsráð um að fara varlega í að prófa það og gera það ávallt með samþykki bólfélagans.
Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira