Kaldar kveðjur til opinberra starfsmanna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. september 2014 00:00 Neikvæð viðhorf í garð starfsmanna hins opinbera að undanförnu vekja óneitanlega nokkrar vangaveltur um í hvaða átt samfélag okkar stefnir. Fram til þessa hefur almenn samstaða ríkt um hvert grunnhlutverk ríkisins á að vera. Það er að veita öllum heilbrigðisþjónustu og umönnun sem á þurfa að halda, tryggja öryggi og veita menntun óháð efnahag og búsetu. Þetta er sú samfélagsgerð sem þróuð hefur verið á Norðurlöndunum og fyrir vikið eru lífsskilyrði hvergi betri í heiminum. Ýmislegt bendir til að samstaða um hvert hlutverk ríkisins eigi að vera sé ekki lengur til staðar. Reglulega hefur gróflega verið vegið að starfsheiðri starfsmanna ríkis og sveitarfélaga – fólks sem einmitt sinnir þeim störfum sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Opinberlega er talað um að leita verði leiða til að minnka réttindi þessa fólks, gefið er í skyn að það sinni ekki störfum sínum sem skyldi og því þurfi að fækka enn frekar. Yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfsmanna sinnir grunnstoðum samfélagsins. Sem dæmi þá manna opinberir starfsmenn lögreglu og slökkvilið, allar heilbrigðisstofnanir landsins, menntastofnanir frá leikskóla og upp í háskóla og sinna allri þeirri þjónustu sem velferðarkerfið veitir. Um 70% starfsmanna hins opinbera eru konur og störf fólksins í almannaþjónustunni er sá grunnur sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Það er hagur heildarinnar að halda úti slíku öryggisneti og það eykur lífsgæði okkar sem þjóðar. Niðurrif á störfum opinberra starfsmanna er þess vegna í raun niðurrif á okkar samfélagsgerð sem fram til þessa hefur byggst upp á jöfnum rétti allra til menntunar, heilbrigðisþjónustu og mannlegrar reisnar. Við megum ekki fjarlægjast hugsjónina um jöfnuð og hverfa til frekari einstaklingshyggju því félagsleg samheldni skilar samfélaginu mun meiru. Það er óumdeilt að öflugt velferðarkerfi er grunnur góðra lífsskilyrða okkar og hjarta velferðarkerfisins er fólkið sem innan þess starfar. Þess vegna á starfsfólk hins opinbera betra skilið frá æðstu yfirmönnum sínum en þær köldu kveðjur sem því hafa borist að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Neikvæð viðhorf í garð starfsmanna hins opinbera að undanförnu vekja óneitanlega nokkrar vangaveltur um í hvaða átt samfélag okkar stefnir. Fram til þessa hefur almenn samstaða ríkt um hvert grunnhlutverk ríkisins á að vera. Það er að veita öllum heilbrigðisþjónustu og umönnun sem á þurfa að halda, tryggja öryggi og veita menntun óháð efnahag og búsetu. Þetta er sú samfélagsgerð sem þróuð hefur verið á Norðurlöndunum og fyrir vikið eru lífsskilyrði hvergi betri í heiminum. Ýmislegt bendir til að samstaða um hvert hlutverk ríkisins eigi að vera sé ekki lengur til staðar. Reglulega hefur gróflega verið vegið að starfsheiðri starfsmanna ríkis og sveitarfélaga – fólks sem einmitt sinnir þeim störfum sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Opinberlega er talað um að leita verði leiða til að minnka réttindi þessa fólks, gefið er í skyn að það sinni ekki störfum sínum sem skyldi og því þurfi að fækka enn frekar. Yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfsmanna sinnir grunnstoðum samfélagsins. Sem dæmi þá manna opinberir starfsmenn lögreglu og slökkvilið, allar heilbrigðisstofnanir landsins, menntastofnanir frá leikskóla og upp í háskóla og sinna allri þeirri þjónustu sem velferðarkerfið veitir. Um 70% starfsmanna hins opinbera eru konur og störf fólksins í almannaþjónustunni er sá grunnur sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Það er hagur heildarinnar að halda úti slíku öryggisneti og það eykur lífsgæði okkar sem þjóðar. Niðurrif á störfum opinberra starfsmanna er þess vegna í raun niðurrif á okkar samfélagsgerð sem fram til þessa hefur byggst upp á jöfnum rétti allra til menntunar, heilbrigðisþjónustu og mannlegrar reisnar. Við megum ekki fjarlægjast hugsjónina um jöfnuð og hverfa til frekari einstaklingshyggju því félagsleg samheldni skilar samfélaginu mun meiru. Það er óumdeilt að öflugt velferðarkerfi er grunnur góðra lífsskilyrða okkar og hjarta velferðarkerfisins er fólkið sem innan þess starfar. Þess vegna á starfsfólk hins opinbera betra skilið frá æðstu yfirmönnum sínum en þær köldu kveðjur sem því hafa borist að undanförnu.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar