Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 08:15 Kynnti frumvarpið Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að selja eigur ríkissjóðs til að lækka skuldir. fréttablaðið/GVA Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira