Opið bréf til nýrra framkvæmdastjóra á Landspítala Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 12. september 2014 07:00 Ágætu nýju framkvæmdastjórar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum virðist ráðning ykkar þjóna tvennum tilgangi; að setja „öryggi og flæði sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spítala verða að veruleika. Ég vil því bjóða ykkur velkomin til starfa og dáist að hugrekki ykkar að takast á við verkefni hjá stofnun sem liggur undir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Forstjórinn fullyrðir að húsnæði spítalans sé stærsta ógnun við öryggi sjúklinga. Þessi fullyrðing hljómar sérkennilega í mínum eyrum því húsnæði og tæki gera ekki mistök. Ég er ein þeirra mörgu sem hafa bitra reynslu af spítalanum og tel mig vita talsvert um öryggi sjúklinga. Það var ekki húsnæðinu að kenna að sonur minn 14 mánaða lést eftir mistök á bráðamóttöku barna í febrúar 2001. Já, það er kannski ástæðan fyrir að ég rita þessar línur því stjórnendum spítalans hefur ekki lánast að ljúka því máli á sómasamlegan hátt. Þrettán ára gamalt mál er nú á borði ráðherra sem það hefði aldrei átt að vera. Athygli Umboðsmanns Alþingis verður fljótlega vakin á að ráðherrann hefur enn ekki svarað erindi mínu sem hefur velkst fram og til baka í kerfinu sökum vanhæfni stjórnenda til að ljúka því. Ég óska þess að ná sáttum og að fjölskylda mín geti notið þess að treysta þessari stofnun þegar á þarf að halda. Svo er ekki í dag en vonandi kemur sá dagur undir ykkar handleiðslu. Hann kemur ekki með nýjum spítala, því get ég lofað. Það þarf kjark og auðmýkt Á veraldarvefnum má finna margar reynslusögur um hvernig mistök í heilbrigðisþjónustu hafa verið markvisst nýtt til að bjarga öðrum frá sambærilegum skaða. Oft hefur frumkvæðið komið frá þeim sem fyrir þessum hörmungum verða. En hér á landi tíðkast ekki að reynsla nýtist á uppbyggilegan hátt þótt ríkur áhugi og vilji sé til staðar hjá þolendum. Mig langar til að sjá það verða að veruleika að sjúklingar og aðstandendur skipti máli og þeir hafi eitthvað um þessi mál að segja. Það var jú meginþemað í ráðstefnu í Hörpu fyrir ári síðan en ekkert hefur breyst. Hvað vantar upp á? Ég lýsi mig reiðubúna að halda uppbyggilegan fyrirlestur um reynslu mína sem móður af hörmulegu atviki inni á sjúkrahúsinu. Erindi sem allir starfsmenn, stjórnendur og embættismenn ættu að heyra, því það þarf að standa betur að úrvinnslu mistakamála og draga lærdóm af þeim. Lærdóm sem bjargar mannslífum. Það þarf mikinn kjark og auðmýkt af ykkar hálfu til að hlusta. Það mundi valda algerum straumhvörfum í trausti gagnvart þjónustu sem snertir okkur öll. Það er innri starfsemin sem skiptir meira máli en steypa og tæki, og því er margt mikilvægara en að byggja nýjan spítala. Vilt þú bjarga mannslífum og gera starfsemi spítalans öruggari? Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og þekki marga í sömu stöðu. Ég þarf bara að heyra frá ykkur því ég þrái ekkert heitar en að dauði sonar míns verði öðrum til bjargar. Með vinsemd og virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ágætu nýju framkvæmdastjórar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum virðist ráðning ykkar þjóna tvennum tilgangi; að setja „öryggi og flæði sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spítala verða að veruleika. Ég vil því bjóða ykkur velkomin til starfa og dáist að hugrekki ykkar að takast á við verkefni hjá stofnun sem liggur undir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Forstjórinn fullyrðir að húsnæði spítalans sé stærsta ógnun við öryggi sjúklinga. Þessi fullyrðing hljómar sérkennilega í mínum eyrum því húsnæði og tæki gera ekki mistök. Ég er ein þeirra mörgu sem hafa bitra reynslu af spítalanum og tel mig vita talsvert um öryggi sjúklinga. Það var ekki húsnæðinu að kenna að sonur minn 14 mánaða lést eftir mistök á bráðamóttöku barna í febrúar 2001. Já, það er kannski ástæðan fyrir að ég rita þessar línur því stjórnendum spítalans hefur ekki lánast að ljúka því máli á sómasamlegan hátt. Þrettán ára gamalt mál er nú á borði ráðherra sem það hefði aldrei átt að vera. Athygli Umboðsmanns Alþingis verður fljótlega vakin á að ráðherrann hefur enn ekki svarað erindi mínu sem hefur velkst fram og til baka í kerfinu sökum vanhæfni stjórnenda til að ljúka því. Ég óska þess að ná sáttum og að fjölskylda mín geti notið þess að treysta þessari stofnun þegar á þarf að halda. Svo er ekki í dag en vonandi kemur sá dagur undir ykkar handleiðslu. Hann kemur ekki með nýjum spítala, því get ég lofað. Það þarf kjark og auðmýkt Á veraldarvefnum má finna margar reynslusögur um hvernig mistök í heilbrigðisþjónustu hafa verið markvisst nýtt til að bjarga öðrum frá sambærilegum skaða. Oft hefur frumkvæðið komið frá þeim sem fyrir þessum hörmungum verða. En hér á landi tíðkast ekki að reynsla nýtist á uppbyggilegan hátt þótt ríkur áhugi og vilji sé til staðar hjá þolendum. Mig langar til að sjá það verða að veruleika að sjúklingar og aðstandendur skipti máli og þeir hafi eitthvað um þessi mál að segja. Það var jú meginþemað í ráðstefnu í Hörpu fyrir ári síðan en ekkert hefur breyst. Hvað vantar upp á? Ég lýsi mig reiðubúna að halda uppbyggilegan fyrirlestur um reynslu mína sem móður af hörmulegu atviki inni á sjúkrahúsinu. Erindi sem allir starfsmenn, stjórnendur og embættismenn ættu að heyra, því það þarf að standa betur að úrvinnslu mistakamála og draga lærdóm af þeim. Lærdóm sem bjargar mannslífum. Það þarf mikinn kjark og auðmýkt af ykkar hálfu til að hlusta. Það mundi valda algerum straumhvörfum í trausti gagnvart þjónustu sem snertir okkur öll. Það er innri starfsemin sem skiptir meira máli en steypa og tæki, og því er margt mikilvægara en að byggja nýjan spítala. Vilt þú bjarga mannslífum og gera starfsemi spítalans öruggari? Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og þekki marga í sömu stöðu. Ég þarf bara að heyra frá ykkur því ég þrái ekkert heitar en að dauði sonar míns verði öðrum til bjargar. Með vinsemd og virðingu.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar