Keppt um besta fólkið Pawel Bartoszek skrifar 20. september 2014 07:00 Hafi íslenskir stjórnmálaflokkar einhverja stefnu í málefnum innflytjenda er sjaldnast mikill munur á því hvernig sú stefna er sett fram. Stefna Sjálfstæðisflokksins: „Sjálfstæðisflokkurinn vill búa vel að innflytjendum og sjá til þess að þeir njóti jafnra tækifæra á við aðra þjóðfélagsþegna og gera þeim þannig kleift að verða hluti af samfélaginu.“ Stefna Framsóknarflokksins: „Mikilvægt er að innflytjendum sé gert kleift að aðlagast íslensku þjóðfélagi og þeir geti nýtt hæfileika sína til fullrar þátttöku í samfélaginu, en kunnátta í íslensku er lykillinn að því.“ Stefna Samfylkingarinnar: „Samfylkingin hefur skýra framtíðarsýn um fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi þar sem aðfluttir Íslendingar og afkomendur þeirra eiga ríkan þátt í því að á Íslandi þróist gott og gjöfult samfélag á 21. öldinni.“ Miðað við allt þetta mætti halda að Ísland væri tiltölulega opið land þar sem gerðar væru einhverjar almennar, sanngjarnar kröfur á aðlögun þeirra sem hingað flytja. Staðreyndin er hins vegar sú að sjoppan er svo gott sem lokuð öðrum en þeim sem alþjóðasamningar (EES- eða flóttamannasamningar) skipa okkur að afgreiða.Læst í nafni jafnræðis Margir þeirra sem telja sig frjálslynda breytast í riddara ómöguleikans þegar ræða á leiðir til að fá til landsins hæft og duglegt fólk. Segjum að einhver komist að því að það vanti fólk með tæknimenntun inn á íslenskan vinnumarkað og vilji búa til sérstök atvinnuleyfi fyrir það fólk. Innan hálfrar mínútu mun einhver stynja út úr sér setningunni: „Já, á nú að fara að mismuna fólki eftir menntun?“ Ef einhver vill gefa íþróttamönnum sérstakt dvalarleyfi þá verður að því hæðst og látið eins og sú hæðni sé sett fram með hagsmuni annarra útlendinga, sem ekki eru góðir í fótbolta, í huga. Ef einhver leggur til að listamönnum sé veitt dvalarleyfi, þá mun fólk spyrja: „Hvernig eigum við að meta hver er listamaður?“ Verði einhver svo nógu sturlaður til að leggja til að fólk geti komið til landsins ef það hefur með sér nógu mikið af peningum þá munu hinir réttsýnu hrista hausinn uns hann skrúfast af. „Þetta er nú öll mannúðin! Á fólk að geta keypt sig inn í landið? Á fólk að geta keypt sig fram fyrir röðina?“ Það er bara einn vandi: Það er eiginlega engin röð. Fyrir fólk utan Evrópu eru einungis tveir meginflokkar dvalarleyfa sem veita rétt til að setjast varanlega að á Íslandi. Annars vegar geta menn fengið dvalarleyfi vegna „starfs sem krefst sérþekkingar“. Hins vegar er það mannúðar- og flóttamannaleiðin. Aðrar leiðir eru ekki í boði.Fimm hugmyndir En það er auðvelt að væla. Hér eru einfaldar lagabreytingar sem myndu leiða til betri innflytjendastefnu. Engin er furðulegri en það sem ríki eins og Noregur og Kanada hafa þegar reynt og margt svipað þessu var raunar í gildi fyrir tveimur áratugum, áður en við byrjuðum að loka á fólk utan Evrópu. Fyrsti punktur: Í dag geta menn utan Evrópu fengið dvalarleyfi sem námsmenn. Það dvalarleyfi getur þó „ekki verið grundvöllur búsetuleyfis“. Því ætti að breyta. Fólk sem hefur verið hér í námi ætti ekki að þurfa að fara heim um leið og það útskrifast. Annar punktur: Íþróttamenn frá löndum utan Evrópu geta fengið dvalarleyfi en, getið þið hvað, það dvalarleyfi getur „ekki verið grundvöllur búsetuleyfis“. Fólk sem hefur spilað fótbolta en hættir því ætti ekki að þurfa að fara heim eða lenda í vandræðum ef það vill fara að vinna við annað. Þriðji punktur: Það þarf að slaka á kröfunum um sérþekkingu í þeim tilfellum þegar fólk hefur fundið vinnu áður en það kemur til landsins. Fjórði punktur: Það vantar dvalarleyfisflokk fyrir fólk sem vill koma til landsins í því skyni að stofna hér fyrirtæki og fjárfesta. Núverandi flokkar gera í rauninni aðeins ráð fyrir að háverðugir íslenskir atvinnurekendur geti boðið einhverjum heppnum útlendingum vinnu, ekki öfugt. Fimmti punktur: Það vantar almennari dvalarleyfi fyrir fólk sem er nýútskrifað eða með ákveðna menntun og er í atvinnuleit. Það má hafa þau tímabundin og gera kröfur um framfærslu á meðan á atvinnuleitinni stendur. Þegar landið opnaðist EES-borgurum var því lokað fyrir öðrum. Umræðan um innflytjendur snýst mikið um flóttamenn og þörfina til að „taka vel á móti fólki“. En þar ætti fókusinn ekki að vera. Fókusinn ætti að vera á það hvernig við ætlum að vinna samkeppnina um besta fólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Hafi íslenskir stjórnmálaflokkar einhverja stefnu í málefnum innflytjenda er sjaldnast mikill munur á því hvernig sú stefna er sett fram. Stefna Sjálfstæðisflokksins: „Sjálfstæðisflokkurinn vill búa vel að innflytjendum og sjá til þess að þeir njóti jafnra tækifæra á við aðra þjóðfélagsþegna og gera þeim þannig kleift að verða hluti af samfélaginu.“ Stefna Framsóknarflokksins: „Mikilvægt er að innflytjendum sé gert kleift að aðlagast íslensku þjóðfélagi og þeir geti nýtt hæfileika sína til fullrar þátttöku í samfélaginu, en kunnátta í íslensku er lykillinn að því.“ Stefna Samfylkingarinnar: „Samfylkingin hefur skýra framtíðarsýn um fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi þar sem aðfluttir Íslendingar og afkomendur þeirra eiga ríkan þátt í því að á Íslandi þróist gott og gjöfult samfélag á 21. öldinni.“ Miðað við allt þetta mætti halda að Ísland væri tiltölulega opið land þar sem gerðar væru einhverjar almennar, sanngjarnar kröfur á aðlögun þeirra sem hingað flytja. Staðreyndin er hins vegar sú að sjoppan er svo gott sem lokuð öðrum en þeim sem alþjóðasamningar (EES- eða flóttamannasamningar) skipa okkur að afgreiða.Læst í nafni jafnræðis Margir þeirra sem telja sig frjálslynda breytast í riddara ómöguleikans þegar ræða á leiðir til að fá til landsins hæft og duglegt fólk. Segjum að einhver komist að því að það vanti fólk með tæknimenntun inn á íslenskan vinnumarkað og vilji búa til sérstök atvinnuleyfi fyrir það fólk. Innan hálfrar mínútu mun einhver stynja út úr sér setningunni: „Já, á nú að fara að mismuna fólki eftir menntun?“ Ef einhver vill gefa íþróttamönnum sérstakt dvalarleyfi þá verður að því hæðst og látið eins og sú hæðni sé sett fram með hagsmuni annarra útlendinga, sem ekki eru góðir í fótbolta, í huga. Ef einhver leggur til að listamönnum sé veitt dvalarleyfi, þá mun fólk spyrja: „Hvernig eigum við að meta hver er listamaður?“ Verði einhver svo nógu sturlaður til að leggja til að fólk geti komið til landsins ef það hefur með sér nógu mikið af peningum þá munu hinir réttsýnu hrista hausinn uns hann skrúfast af. „Þetta er nú öll mannúðin! Á fólk að geta keypt sig inn í landið? Á fólk að geta keypt sig fram fyrir röðina?“ Það er bara einn vandi: Það er eiginlega engin röð. Fyrir fólk utan Evrópu eru einungis tveir meginflokkar dvalarleyfa sem veita rétt til að setjast varanlega að á Íslandi. Annars vegar geta menn fengið dvalarleyfi vegna „starfs sem krefst sérþekkingar“. Hins vegar er það mannúðar- og flóttamannaleiðin. Aðrar leiðir eru ekki í boði.Fimm hugmyndir En það er auðvelt að væla. Hér eru einfaldar lagabreytingar sem myndu leiða til betri innflytjendastefnu. Engin er furðulegri en það sem ríki eins og Noregur og Kanada hafa þegar reynt og margt svipað þessu var raunar í gildi fyrir tveimur áratugum, áður en við byrjuðum að loka á fólk utan Evrópu. Fyrsti punktur: Í dag geta menn utan Evrópu fengið dvalarleyfi sem námsmenn. Það dvalarleyfi getur þó „ekki verið grundvöllur búsetuleyfis“. Því ætti að breyta. Fólk sem hefur verið hér í námi ætti ekki að þurfa að fara heim um leið og það útskrifast. Annar punktur: Íþróttamenn frá löndum utan Evrópu geta fengið dvalarleyfi en, getið þið hvað, það dvalarleyfi getur „ekki verið grundvöllur búsetuleyfis“. Fólk sem hefur spilað fótbolta en hættir því ætti ekki að þurfa að fara heim eða lenda í vandræðum ef það vill fara að vinna við annað. Þriðji punktur: Það þarf að slaka á kröfunum um sérþekkingu í þeim tilfellum þegar fólk hefur fundið vinnu áður en það kemur til landsins. Fjórði punktur: Það vantar dvalarleyfisflokk fyrir fólk sem vill koma til landsins í því skyni að stofna hér fyrirtæki og fjárfesta. Núverandi flokkar gera í rauninni aðeins ráð fyrir að háverðugir íslenskir atvinnurekendur geti boðið einhverjum heppnum útlendingum vinnu, ekki öfugt. Fimmti punktur: Það vantar almennari dvalarleyfi fyrir fólk sem er nýútskrifað eða með ákveðna menntun og er í atvinnuleit. Það má hafa þau tímabundin og gera kröfur um framfærslu á meðan á atvinnuleitinni stendur. Þegar landið opnaðist EES-borgurum var því lokað fyrir öðrum. Umræðan um innflytjendur snýst mikið um flóttamenn og þörfina til að „taka vel á móti fólki“. En þar ætti fókusinn ekki að vera. Fókusinn ætti að vera á það hvernig við ætlum að vinna samkeppnina um besta fólkið.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun