Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn skrifar 24. september 2014 11:00 Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. Mögulegt er að stjórnarmaðurinn nálgist málið frá öðru sjónarhorni en Hugi, en orð hans verðskulda þó athygli. Í huga þess sem þetta ritar er sjálfsagt að sérstakt félag sé stofnað utan um framleiðsluverkefni hverju sinni, enda er það hreinlegra bókhaldslega og ætti ef allt væri eðlilegt ekki að vera mikil hindrun. Vandamálið er hins vegar sá kostnaður og fyrirhöfn sem fylgir því að stofna einkahlutafélög á Íslandi. Ekki einungis þurfa stofnendur að geta reitt fram 500 þúsund krónur í lágmarkshlutafé, heldur þurfa þeir einnig að greiða ríflega 130 þúsund krónur í óafturkræft skráningargjald. Því til viðbótar þurfa þeir svo að bíða í þrjá til fimm daga eftir því að félagið verði starfhæft. Í tilviki Huga, sem segist stofna að meðaltali um þrjú félög á ári, er um að ræða um tvær milljónir króna á ári og allt að þrjár vinnuvikur í biðtíma. Tíma og fé er betur varið í annað. Stjórnarmaðurinn þekkir ágætlega til í Bretlandi. Kostnaður við að stofna enskt limited-félag er rétt tæpar tvö hundruð íslenskar krónur, og félagið er klappað og klárt á tveimur til þremur vinnustundum. Danir, sem við Íslendingar höfum lengi haft að fyrirmynd í viðskiptalöggjöfinni, hafa einnig horfið frá villu síns vegar og frá 1. janúar hefur verið hægt að stofna félög þar sem upphafshlutafé er ein dönsk króna. Reglur um lágmarkshlutafé eiga rætur að rekja til hugmynda um vernd kröfuhafa, sem alltaf eigi að geta treyst því að lágmarksfé sé á reikningum félagsins. Sú hugmynd gengur hins vegar ekki upp, enda heimilt að eyða þessum 500 þúsund krónum í rekstur félagsins daginn eftir að það er stofnsett. Viðsemjendur eiga einnig að kunna fótum sínum forráð, enda ganga menn sjálfviljugir til samninga við félög með takmarkaða ábyrgð. Erfitt er því að sjá að reglur um lágmarkshlutafé geri nokkuð annað en að skapa aðgangshindrun fyrir hugmyndaríka en félitla frumkvöðla. Á Íslandi er allt í tísku sem tengja má við nýsköpun, líkt og ríkisstjórnin kveikti á í stefnuskrá sinni þar sem hún lofaði að leggja sérstaka áherslu á „vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar“. Þá ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir „endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi“. Hvernig væri þá að hætta öllum útúrdúrum um kísilverksmiðjur og annars konar ríkisstyrkta „nýsköpun“, og gera frumkvöðlum kleift að stofna hlutafélög utan um hugmyndir sínar sem tilbúin yrðu samstundis, þar sem hlutafé væri ein króna og skráningargjald ekkert. Leyfum svo frumkvöðlunum að gera sitt. Það væri nýsköpun í íslenskri pólitík.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. Mögulegt er að stjórnarmaðurinn nálgist málið frá öðru sjónarhorni en Hugi, en orð hans verðskulda þó athygli. Í huga þess sem þetta ritar er sjálfsagt að sérstakt félag sé stofnað utan um framleiðsluverkefni hverju sinni, enda er það hreinlegra bókhaldslega og ætti ef allt væri eðlilegt ekki að vera mikil hindrun. Vandamálið er hins vegar sá kostnaður og fyrirhöfn sem fylgir því að stofna einkahlutafélög á Íslandi. Ekki einungis þurfa stofnendur að geta reitt fram 500 þúsund krónur í lágmarkshlutafé, heldur þurfa þeir einnig að greiða ríflega 130 þúsund krónur í óafturkræft skráningargjald. Því til viðbótar þurfa þeir svo að bíða í þrjá til fimm daga eftir því að félagið verði starfhæft. Í tilviki Huga, sem segist stofna að meðaltali um þrjú félög á ári, er um að ræða um tvær milljónir króna á ári og allt að þrjár vinnuvikur í biðtíma. Tíma og fé er betur varið í annað. Stjórnarmaðurinn þekkir ágætlega til í Bretlandi. Kostnaður við að stofna enskt limited-félag er rétt tæpar tvö hundruð íslenskar krónur, og félagið er klappað og klárt á tveimur til þremur vinnustundum. Danir, sem við Íslendingar höfum lengi haft að fyrirmynd í viðskiptalöggjöfinni, hafa einnig horfið frá villu síns vegar og frá 1. janúar hefur verið hægt að stofna félög þar sem upphafshlutafé er ein dönsk króna. Reglur um lágmarkshlutafé eiga rætur að rekja til hugmynda um vernd kröfuhafa, sem alltaf eigi að geta treyst því að lágmarksfé sé á reikningum félagsins. Sú hugmynd gengur hins vegar ekki upp, enda heimilt að eyða þessum 500 þúsund krónum í rekstur félagsins daginn eftir að það er stofnsett. Viðsemjendur eiga einnig að kunna fótum sínum forráð, enda ganga menn sjálfviljugir til samninga við félög með takmarkaða ábyrgð. Erfitt er því að sjá að reglur um lágmarkshlutafé geri nokkuð annað en að skapa aðgangshindrun fyrir hugmyndaríka en félitla frumkvöðla. Á Íslandi er allt í tísku sem tengja má við nýsköpun, líkt og ríkisstjórnin kveikti á í stefnuskrá sinni þar sem hún lofaði að leggja sérstaka áherslu á „vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar“. Þá ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir „endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi“. Hvernig væri þá að hætta öllum útúrdúrum um kísilverksmiðjur og annars konar ríkisstyrkta „nýsköpun“, og gera frumkvöðlum kleift að stofna hlutafélög utan um hugmyndir sínar sem tilbúin yrðu samstundis, þar sem hlutafé væri ein króna og skráningargjald ekkert. Leyfum svo frumkvöðlunum að gera sitt. Það væri nýsköpun í íslenskri pólitík.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira