Dr. Jekyll og Mr. Hyde Teitur Guðmundsson skrifar 30. september 2014 00:00 Robert Louis Stevenson skrifaði þessa skemmtilegu sögu fyrir margt löngu, eða árið 1886, og hefur hún verið vinsæl æ síðan. Inntakið er frásögn um einstakling sem þjáist af sjúkdómi sem kallast persónuleikaröskun. Meðal greiningarskilmerkja er eitt aðalatriðið að hjá viðkomandi séu til að minnsta kosti tvær eða fleiri persónur sem taka yfir hegðun, framkomu og líðan hans með öllu því litrófi sem getur fylgt og að það getur gerst mjög fljótandi. Í skáldsögunni er annar vondur og hinn góður, en því er fráleitt alltaf svo farið hjá þeim sem eru með þessa greiningu. Í ljósi þeirrar umræðu sem er í gangi um heilbrigðiskerfið má að vissu leyti þó beita þessari nálgun á það sem þar fer fram. Allir eru sammála um það að við verðum sem þjóð að eiga gott heilbrigðiskerfi, í það minnsta jafn gott og það hefur verið, helst betra. Við erum líka sammála því að við höfum ekki efni á því, hvorki hvernig það hefur verið, né hvernig það þarf að vera. Allir eru sammála því að það verði að reisa nýjan Landspítala, bara ekki hvenær það eigi að gerast, hvað þá hvernig og þá erum við líka sammála um að við höfum ekki efni á því að reisa hann sem stendur, en á sama tíma teljum við okkur ekki geta beðið.Samningsfúsir Læknar vilja snúa heim til ættingja, vina og vandamanna að loknu sérnámi, en telja sig ekki geta það við núverandi aðstæður. Læknar krefjast umbóta og eru samningsfúsir, en ríkið telur sig ekki geta gengið að kröfum þeirra, enda samningslausir síðustu 8 mánuði. Kandidatar vilja vinna að loknu námi hér á Íslandi, en munu ekki gera það nema samið verði við þá. Hið sama gildir um almenna lækna án sérfræðileyfis, þeir hyggjast hverfa á brott, en óska engu að síður eftir vinnu hér á landi. Læknar vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, heilbrigðisráðherra líka, en það er hvergi verið að semja um slíkt. Bæði læknar og heilbrigðisyfirvöld eru sammála um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu, en sá viðkomustaður er verulega laskaður. Meira að segja sjúklingar leita frekar á bráðamóttöku eða læknavakt sökum skorts á úrræðum á dagvinnutíma og illa gengur að leysa þennan vanda. Bæði læknar og heilbrigðisyfirvöld vita þetta, en samt er þetta svona. Stefna stjórnvalda er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á á hverjum tíma, en þau gera það ekki vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Við viljum gefa bestu lyfin en við gerum það ekki. Það á að stunda forvarnir, en við gerum það ekki nægjanlega. Almenningur, læknar og stjórnvöld vilja hafa réttlátt og gott heilbrigðiskerfi í almannaþágu, en það er ekki þannig.Í verulegum vanda Það má ljóst vera að stærsti og mikilvægasti útgjaldaliður ríkisins, sem eru heilbrigðis- og velferðarmál, er í verulegum vanda. Af umræðunni mætti halda að við gætum valið eitthvað eitt og það myndi bjarga kerfinu, það er rangt! Við þurfum að taka á öllum þessum þáttum í einu. Ef læknar fá ekki kauphækkun OG betri aðstöðu með nýjum spítala koma þeir ekki og fleiri munu fara. Íslendingar hafa ekki efni á hvoru tveggja svo þar með virðast spilin lögð á borðið, eða hvað? En hvað á þá að gera ef maður vill komast út úr þessari sögu, sem er að endurtaka sig og er ekkert nýmæli í sjálfu sér? Það þarf róttæka kerfisbreytingu til lengri tíma litið, vandamálin í dag eru smámunir í samanburði við það sem við munum sjá á næstu áratugum ef ekki tekst vel til, en fyrirsjáanleg öldrun þjóðarinnar er þar stærsta áhyggjuefnið. Laun eða aðstaða munu alltaf vera deiluefni, eðli málsins samkvæmt.Uppskurður á eigin kerfi Við ættum að verða fyrsta landið í heiminum sem gerir uppskurð á eigin kerfi og beitir þar með nýrri nálgun á vanda 21. aldarinnar. Þar koma áleitnar spurningar upp. Ætlum við að lengja líf enn frekar en orðið er? Ætlum við að meðhöndla þá sem valda sér sjálfir skaða með lífsstíl, hegðun eða öðru slíku til jafns við aðra? Ætlum við að ætlast til meiri ábyrgðar hvers einstaklings á eigin heilsu? Ætlum við að reka háskólasjúkrahús eða ætlum við að kaupa þjónustu af öðrum þjóðum? Ætlum við að leyfa aukinn einkarekstur? Ætlum við að taka upp heilbrigðistryggingar og lækka skatta á móti? Ætlum við að sinna almennilega grunnþjónustunni og verja hana með kjafti og klóm, en breyta um leið fyrirkomulagi hennar og nálgun svo hún henti framtíðinni? Ætlum við að nýta okkur nútímatækni í samskiptum? Ætlum við að selja öðrum þjóðum þjónustu okkar á þessu sviði? Það eru eflaust mjög margar spurningar sem þarf að svara en sú helsta er sennilega: Ætlum við að tryggja bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma og standa við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Robert Louis Stevenson skrifaði þessa skemmtilegu sögu fyrir margt löngu, eða árið 1886, og hefur hún verið vinsæl æ síðan. Inntakið er frásögn um einstakling sem þjáist af sjúkdómi sem kallast persónuleikaröskun. Meðal greiningarskilmerkja er eitt aðalatriðið að hjá viðkomandi séu til að minnsta kosti tvær eða fleiri persónur sem taka yfir hegðun, framkomu og líðan hans með öllu því litrófi sem getur fylgt og að það getur gerst mjög fljótandi. Í skáldsögunni er annar vondur og hinn góður, en því er fráleitt alltaf svo farið hjá þeim sem eru með þessa greiningu. Í ljósi þeirrar umræðu sem er í gangi um heilbrigðiskerfið má að vissu leyti þó beita þessari nálgun á það sem þar fer fram. Allir eru sammála um það að við verðum sem þjóð að eiga gott heilbrigðiskerfi, í það minnsta jafn gott og það hefur verið, helst betra. Við erum líka sammála því að við höfum ekki efni á því, hvorki hvernig það hefur verið, né hvernig það þarf að vera. Allir eru sammála því að það verði að reisa nýjan Landspítala, bara ekki hvenær það eigi að gerast, hvað þá hvernig og þá erum við líka sammála um að við höfum ekki efni á því að reisa hann sem stendur, en á sama tíma teljum við okkur ekki geta beðið.Samningsfúsir Læknar vilja snúa heim til ættingja, vina og vandamanna að loknu sérnámi, en telja sig ekki geta það við núverandi aðstæður. Læknar krefjast umbóta og eru samningsfúsir, en ríkið telur sig ekki geta gengið að kröfum þeirra, enda samningslausir síðustu 8 mánuði. Kandidatar vilja vinna að loknu námi hér á Íslandi, en munu ekki gera það nema samið verði við þá. Hið sama gildir um almenna lækna án sérfræðileyfis, þeir hyggjast hverfa á brott, en óska engu að síður eftir vinnu hér á landi. Læknar vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, heilbrigðisráðherra líka, en það er hvergi verið að semja um slíkt. Bæði læknar og heilbrigðisyfirvöld eru sammála um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu, en sá viðkomustaður er verulega laskaður. Meira að segja sjúklingar leita frekar á bráðamóttöku eða læknavakt sökum skorts á úrræðum á dagvinnutíma og illa gengur að leysa þennan vanda. Bæði læknar og heilbrigðisyfirvöld vita þetta, en samt er þetta svona. Stefna stjórnvalda er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á á hverjum tíma, en þau gera það ekki vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Við viljum gefa bestu lyfin en við gerum það ekki. Það á að stunda forvarnir, en við gerum það ekki nægjanlega. Almenningur, læknar og stjórnvöld vilja hafa réttlátt og gott heilbrigðiskerfi í almannaþágu, en það er ekki þannig.Í verulegum vanda Það má ljóst vera að stærsti og mikilvægasti útgjaldaliður ríkisins, sem eru heilbrigðis- og velferðarmál, er í verulegum vanda. Af umræðunni mætti halda að við gætum valið eitthvað eitt og það myndi bjarga kerfinu, það er rangt! Við þurfum að taka á öllum þessum þáttum í einu. Ef læknar fá ekki kauphækkun OG betri aðstöðu með nýjum spítala koma þeir ekki og fleiri munu fara. Íslendingar hafa ekki efni á hvoru tveggja svo þar með virðast spilin lögð á borðið, eða hvað? En hvað á þá að gera ef maður vill komast út úr þessari sögu, sem er að endurtaka sig og er ekkert nýmæli í sjálfu sér? Það þarf róttæka kerfisbreytingu til lengri tíma litið, vandamálin í dag eru smámunir í samanburði við það sem við munum sjá á næstu áratugum ef ekki tekst vel til, en fyrirsjáanleg öldrun þjóðarinnar er þar stærsta áhyggjuefnið. Laun eða aðstaða munu alltaf vera deiluefni, eðli málsins samkvæmt.Uppskurður á eigin kerfi Við ættum að verða fyrsta landið í heiminum sem gerir uppskurð á eigin kerfi og beitir þar með nýrri nálgun á vanda 21. aldarinnar. Þar koma áleitnar spurningar upp. Ætlum við að lengja líf enn frekar en orðið er? Ætlum við að meðhöndla þá sem valda sér sjálfir skaða með lífsstíl, hegðun eða öðru slíku til jafns við aðra? Ætlum við að ætlast til meiri ábyrgðar hvers einstaklings á eigin heilsu? Ætlum við að reka háskólasjúkrahús eða ætlum við að kaupa þjónustu af öðrum þjóðum? Ætlum við að leyfa aukinn einkarekstur? Ætlum við að taka upp heilbrigðistryggingar og lækka skatta á móti? Ætlum við að sinna almennilega grunnþjónustunni og verja hana með kjafti og klóm, en breyta um leið fyrirkomulagi hennar og nálgun svo hún henti framtíðinni? Ætlum við að nýta okkur nútímatækni í samskiptum? Ætlum við að selja öðrum þjóðum þjónustu okkar á þessu sviði? Það eru eflaust mjög margar spurningar sem þarf að svara en sú helsta er sennilega: Ætlum við að tryggja bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma og standa við það?