Illt er að eiga Framsókn að einkavin Björn B. Björnsson skrifar 3. október 2014 08:45 „Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands“ segir í ályktun flokksþings framsóknarmanna frá því fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Í kosningabaráttunni ítrekuðu núverandi ráðherrar flokksins í sjónvarpsauglýsingum þá stefnu flokksins að efla ætti Kvikmyndasjóð. Framlög til Kvikmyndasjóðs voru 1.020 milljónir árið 2013 þegar þessi ríkisstjórn tók við en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að þau verði 724,7 milljónir. Það sér hvert mannsbarn að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekki staðið við stefnu flokksins og þau fyrirheit sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar. Þvert á móti er Kvikmyndasjóður miklu verr settur eftir að þeir komust til valda. Að kippa teppinu með þessum hætti undan atvinnugrein í örum vexti er vond stjórnun samkvæmt þingsályktun sem Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir og fleiri fluttu árið 2010 en þar segir: „Augljóst má vera að fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar skiptir miklu að ekki ríki óvissa um fjármögnun.“ Í þessari þingsályktunartillögu þeirra er bent á hvernig þeir fjármunir sem varið er til kvikmynda laða að sér annað fjármagn bæði innlent og erlent svo ríkissjóður fær meira til baka í formi skatta en hann leggur greininni til. „Flutningsmenn telja mikilvægt að óvissu um fjármögnun Kvikmyndasjóðs verði eytt og horft til þess hversu mikilvægur kvikmyndaiðnaðurinn er þjóðinni sem tekjuöflun, í atvinnusköpun, fyrir menningu og þjóðtungu og sem auglýsing fyrir íslenska náttúru og ferðaþjónustu.“ Allt virðist þetta nú gleymt og grafið! Kvikmyndasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og þar á bæ virðist ríkja algert skilningsleysi á því hlutverki sem sjóðurinn gegnir í framgangi greinarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins segir: „Stefna skal að því að íslensk dagskrárgerð standi jafnfætis dagskrárgerð á Norðurlöndum.“ Þessu háleita markmiði virðist núverandi menntamálaráðherra ætla sér að ná með stórfelldum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs! Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður sem einnig urðu fyrir mikilli skerðingu þegar þessi ríkisstjórn tók við, hafa nú fengið aukin framlög (sem er gott) – en Kvikmyndasjóður situr eftir. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi á sem betur fer ekki marga óvini – enda engin þörf á því ef þetta eru vinirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
„Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands“ segir í ályktun flokksþings framsóknarmanna frá því fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Í kosningabaráttunni ítrekuðu núverandi ráðherrar flokksins í sjónvarpsauglýsingum þá stefnu flokksins að efla ætti Kvikmyndasjóð. Framlög til Kvikmyndasjóðs voru 1.020 milljónir árið 2013 þegar þessi ríkisstjórn tók við en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að þau verði 724,7 milljónir. Það sér hvert mannsbarn að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekki staðið við stefnu flokksins og þau fyrirheit sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar. Þvert á móti er Kvikmyndasjóður miklu verr settur eftir að þeir komust til valda. Að kippa teppinu með þessum hætti undan atvinnugrein í örum vexti er vond stjórnun samkvæmt þingsályktun sem Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir og fleiri fluttu árið 2010 en þar segir: „Augljóst má vera að fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar skiptir miklu að ekki ríki óvissa um fjármögnun.“ Í þessari þingsályktunartillögu þeirra er bent á hvernig þeir fjármunir sem varið er til kvikmynda laða að sér annað fjármagn bæði innlent og erlent svo ríkissjóður fær meira til baka í formi skatta en hann leggur greininni til. „Flutningsmenn telja mikilvægt að óvissu um fjármögnun Kvikmyndasjóðs verði eytt og horft til þess hversu mikilvægur kvikmyndaiðnaðurinn er þjóðinni sem tekjuöflun, í atvinnusköpun, fyrir menningu og þjóðtungu og sem auglýsing fyrir íslenska náttúru og ferðaþjónustu.“ Allt virðist þetta nú gleymt og grafið! Kvikmyndasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og þar á bæ virðist ríkja algert skilningsleysi á því hlutverki sem sjóðurinn gegnir í framgangi greinarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins segir: „Stefna skal að því að íslensk dagskrárgerð standi jafnfætis dagskrárgerð á Norðurlöndum.“ Þessu háleita markmiði virðist núverandi menntamálaráðherra ætla sér að ná með stórfelldum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs! Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður sem einnig urðu fyrir mikilli skerðingu þegar þessi ríkisstjórn tók við, hafa nú fengið aukin framlög (sem er gott) – en Kvikmyndasjóður situr eftir. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi á sem betur fer ekki marga óvini – enda engin þörf á því ef þetta eru vinirnir.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar