Rekinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. október 2014 06:30 Þetta var fyrsta stefnumótið. Ég var með minn besta rakspíra og mjög stressaður. Stelpan var sæt og tvítugi ég var alveg til í kelerí. En fyrst þurfti ég að lifa þessa kvöldstund af. Segja ekkert asnalegt og reyna að slaka á. Viðsátum á kaffihúsi sem er ekki lengur til. Of ung til að kunna að meta kaffi þannig að ég keypti bjór. Líklega hefur hann kostað 500 kall eða minna. Svona var þetta einu sinni. Já, og auðvitað keypti ég líka bjór fyrir hana. Ég er séntilmaður.Við spjölluðum um heima og geima. Eftir hálftíma var allt stress farið úr mér. „Þetta gengur bara vel,“ hugsaði ég og ákvað að nú væri rétti tíminn til að segja eitthvað fyndið. Ég man ekki hvað ég sagði en hún hló. Til þess var leikurinn gerður. Ég man að hún hrósaði mér fyrir skeggið mitt. Það var óalgengt á þessum tíma að tvítugir menn væru með skegg. Ég var með góðan vöxt sem ég safnaði í hökutopp. Ekki mín besta ákvörðun, ég viðurkenni það, en passaði svo sem við rakspírann.Við höfðum gleymt okkur og nokkrum bjórum síðar var klukkan farin að nálgast miðnætti. Kaffihúsið var að loka og við ákváðum því að segja þetta gott. Húsið hennar var á leiðinni heim til mín og við vorum samferða. Ég ætlaði ekki að reyna neitt. Sýna bara biðlund. „Stúlkur kunna að meta það,“ hugsaði ég. Séntilmaður muniði. Við nálguðumst híbýli hennar. Gengum fram hjá söluturni. Ég mundi skyndilega eftir orðagríni sem ég og vinur minn höfðum fundið upp. Það voru nefnilega mörg orð inni í nafni söluturnsins. Ég sagði „hey“ og benti stúlkunni á skiltið. Drekinn – Rekinn – Ekinn – Kinn – Inn.“Mögulega sagði ég líka Nn og N, ég man það ekki alveg, en þögnin var þrúgandi. Gleðin í augum hennar breyttist í spurningamerki. Þetta var kannski fyndnara þegar ég og vinur minn sögðum þetta. Hún hló ekki neitt. Gaf bara frá sér lágt samúðarfliss. Hvað var ég að spá? Þetta var síðasta stefnumótið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun
Þetta var fyrsta stefnumótið. Ég var með minn besta rakspíra og mjög stressaður. Stelpan var sæt og tvítugi ég var alveg til í kelerí. En fyrst þurfti ég að lifa þessa kvöldstund af. Segja ekkert asnalegt og reyna að slaka á. Viðsátum á kaffihúsi sem er ekki lengur til. Of ung til að kunna að meta kaffi þannig að ég keypti bjór. Líklega hefur hann kostað 500 kall eða minna. Svona var þetta einu sinni. Já, og auðvitað keypti ég líka bjór fyrir hana. Ég er séntilmaður.Við spjölluðum um heima og geima. Eftir hálftíma var allt stress farið úr mér. „Þetta gengur bara vel,“ hugsaði ég og ákvað að nú væri rétti tíminn til að segja eitthvað fyndið. Ég man ekki hvað ég sagði en hún hló. Til þess var leikurinn gerður. Ég man að hún hrósaði mér fyrir skeggið mitt. Það var óalgengt á þessum tíma að tvítugir menn væru með skegg. Ég var með góðan vöxt sem ég safnaði í hökutopp. Ekki mín besta ákvörðun, ég viðurkenni það, en passaði svo sem við rakspírann.Við höfðum gleymt okkur og nokkrum bjórum síðar var klukkan farin að nálgast miðnætti. Kaffihúsið var að loka og við ákváðum því að segja þetta gott. Húsið hennar var á leiðinni heim til mín og við vorum samferða. Ég ætlaði ekki að reyna neitt. Sýna bara biðlund. „Stúlkur kunna að meta það,“ hugsaði ég. Séntilmaður muniði. Við nálguðumst híbýli hennar. Gengum fram hjá söluturni. Ég mundi skyndilega eftir orðagríni sem ég og vinur minn höfðum fundið upp. Það voru nefnilega mörg orð inni í nafni söluturnsins. Ég sagði „hey“ og benti stúlkunni á skiltið. Drekinn – Rekinn – Ekinn – Kinn – Inn.“Mögulega sagði ég líka Nn og N, ég man það ekki alveg, en þögnin var þrúgandi. Gleðin í augum hennar breyttist í spurningamerki. Þetta var kannski fyndnara þegar ég og vinur minn sögðum þetta. Hún hló ekki neitt. Gaf bara frá sér lágt samúðarfliss. Hvað var ég að spá? Þetta var síðasta stefnumótið.