„Hesturinn er bara svo magnaður“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. október 2014 07:00 Icelandair Cargo sér um hestaútflutning frá Íslandi í samstarfi við fyrirtæki hér á landi sem sérhæfa sig í þessum efnum. Hestarnir virðast að sögn Eysteins Leifssonar hestaútflytjanda taka fluginu ótrúlega vel. „Hann er með svo mikið jafnaðargeð, hann er bara svo kúl á því.“ Fréttablaðið/Pjetur „Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin. Hestar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin.
Hestar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira