Umgjörð þarf um ákvarðanir Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2014 07:00 Landbúnaðarráðherra hefur lýst því yfir að taka eigi til endurskoðunar fyrirkomulag í mjólkuriðnaði hér á landi, sem og að lagst verði yfir og endurskoðaðir búvörusamningar sem gerðir hafa verið við samtök bænda. Þetta er gott og blessað, þótt einhverjir kunni að vera hóflega bjartsýnir um að rösklega verði gengið til verka eða að niðurstaðan verði almenningi til hagsbóta. Einhvern veginn virðast mál nefnilega hafa hér tilhneigingu til að þróast á þann veg að hugnist þeim best sem sértækra hagsmuna hafa að gæta, á meðan minna fer fyrir því að gætt sé hagsmuna almennings. Líkt og fram hefur komið í fréttum síðustu daga er ekki nóg með að Mjólkursamsalan (MS) brjóti samkeppnislög (og hafi áratugum saman þjösnast á þeim sem lagt hafa út í samkeppni við hana) þá dregur stjórnsýslan jafnan lappirnar og leggur stein í götu þeirra sem hér hafa viljað standa að innflutningi matvæla sem sannarlega eru ekki framleidd hér og ætti að geta stuðlað bæði að auknu úrvali og lægra matvælaverði. Það er sumsé ekki út í bláinn álit ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) að innflutningsbann á fersku kjöti standist ekki ákvæði EES-samningsins. Sú tilfinning er ónotaleg að líða eins og maður búi í spilltu samfélagi þar sem ekki er hægt að treysta því að annarleg sjónarmið ráði ekki för þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta hag fólks og líðan. Grátbroslegt er að síðasta dæmið um skrýtna stjórnsýslu skuli (eins og MS-málið) tengjast Skagafirðinum, það er Háholti, sem breyta á í ungmennafangelsi þvert á vilja Barnaverndarstofu og álit sérfræðinga um hvar slíkar stofnanir séu best niður settar. Sérstök vonbrigði eru þegar fólk sem bera á hag almennings fyrir brjósti í ákvarðanatöku virðist handgengið sértækum hagsmunum. Er ekki eitthvað skrýtið að atvinnuástand í Skagafirði vegi þyngra en betrun og líðan ungmenna sem lent hafa á glapstigum. Mögulega er leið til úrbóta að stíga enn frekari skref til þess að draga úr valdi stjórnmálamanna til gerræðislegra ákvarðana. Gagnsæjar reglur þarf um opinbera framkvæmd sem tryggja að fagleg sjónarmið ráði för, alltaf. Þá gengur vitanlega ekki að hagsmunasamtökum sé gefinn laus taumurinn líkt og virðist sumpart gilda í framkvæmd landbúnaðarstefnunnar. Í þessum efnum eru margar leiðir færar. Nefndaleiðin er ein. Önnur gæti verið að taka aftur upp þráðinn í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þar sem tilbúin er ágætisumgjörð um stjórnsýslu í landbúnaðarmálum. Vitanlega er gott og gilt að menn bindist samtökum um einhverja hagsmuni og reyni að vinna sér í haginn. Það á hins vegar að vera uppi á borðum hvar menn standa. Óheiðarleikinn liggur í því þegar peðum er laumað inn í framkvæmdavald opinbers regluverks. Svoleiðis framkvæmd virðist, í það minnsta kosti á sumum sviðum, vera reglan hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Landbúnaðarráðherra hefur lýst því yfir að taka eigi til endurskoðunar fyrirkomulag í mjólkuriðnaði hér á landi, sem og að lagst verði yfir og endurskoðaðir búvörusamningar sem gerðir hafa verið við samtök bænda. Þetta er gott og blessað, þótt einhverjir kunni að vera hóflega bjartsýnir um að rösklega verði gengið til verka eða að niðurstaðan verði almenningi til hagsbóta. Einhvern veginn virðast mál nefnilega hafa hér tilhneigingu til að þróast á þann veg að hugnist þeim best sem sértækra hagsmuna hafa að gæta, á meðan minna fer fyrir því að gætt sé hagsmuna almennings. Líkt og fram hefur komið í fréttum síðustu daga er ekki nóg með að Mjólkursamsalan (MS) brjóti samkeppnislög (og hafi áratugum saman þjösnast á þeim sem lagt hafa út í samkeppni við hana) þá dregur stjórnsýslan jafnan lappirnar og leggur stein í götu þeirra sem hér hafa viljað standa að innflutningi matvæla sem sannarlega eru ekki framleidd hér og ætti að geta stuðlað bæði að auknu úrvali og lægra matvælaverði. Það er sumsé ekki út í bláinn álit ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) að innflutningsbann á fersku kjöti standist ekki ákvæði EES-samningsins. Sú tilfinning er ónotaleg að líða eins og maður búi í spilltu samfélagi þar sem ekki er hægt að treysta því að annarleg sjónarmið ráði ekki för þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta hag fólks og líðan. Grátbroslegt er að síðasta dæmið um skrýtna stjórnsýslu skuli (eins og MS-málið) tengjast Skagafirðinum, það er Háholti, sem breyta á í ungmennafangelsi þvert á vilja Barnaverndarstofu og álit sérfræðinga um hvar slíkar stofnanir séu best niður settar. Sérstök vonbrigði eru þegar fólk sem bera á hag almennings fyrir brjósti í ákvarðanatöku virðist handgengið sértækum hagsmunum. Er ekki eitthvað skrýtið að atvinnuástand í Skagafirði vegi þyngra en betrun og líðan ungmenna sem lent hafa á glapstigum. Mögulega er leið til úrbóta að stíga enn frekari skref til þess að draga úr valdi stjórnmálamanna til gerræðislegra ákvarðana. Gagnsæjar reglur þarf um opinbera framkvæmd sem tryggja að fagleg sjónarmið ráði för, alltaf. Þá gengur vitanlega ekki að hagsmunasamtökum sé gefinn laus taumurinn líkt og virðist sumpart gilda í framkvæmd landbúnaðarstefnunnar. Í þessum efnum eru margar leiðir færar. Nefndaleiðin er ein. Önnur gæti verið að taka aftur upp þráðinn í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þar sem tilbúin er ágætisumgjörð um stjórnsýslu í landbúnaðarmálum. Vitanlega er gott og gilt að menn bindist samtökum um einhverja hagsmuni og reyni að vinna sér í haginn. Það á hins vegar að vera uppi á borðum hvar menn standa. Óheiðarleikinn liggur í því þegar peðum er laumað inn í framkvæmdavald opinbers regluverks. Svoleiðis framkvæmd virðist, í það minnsta kosti á sumum sviðum, vera reglan hér á landi.