Lífið

Sjálfboðaliðastarf bætir ferilskrá

Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar
Tískuhátíðin verður næst haldin í mars 2015.
Tískuhátíðin verður næst haldin í mars 2015.
„Við leitum að sjálfboðaliðum af báðum kynjum, á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn og reynslu,“ segir Unnur Aldís, verkefnastjóri RFF, Reykjavík Fashion Festival 2015, sem leitar nú að sjálfboðaliðum fyrir hátíðina.

„Þótt vinnan sé ekki launuð er hún bæði gefandi og gagnleg og hentar öllum vel sem vilja vera í skapandi umhverfi. Sjálfboðaliðastarf bætir ferilskrána og er út af fyrir sig meðmæli. Með því að taka þátt í stærsta tískuviðburði á Íslandi öðlast sjálfboðaliðarnir líka ómetanlega innsýn í tískuheiminn,“ segir Unnur Aldís.

Undirbúningur RFF, sem haldin verður 12.–15. mars, er kominn á fullan skrið og verkefnastjórinn er önnum kafinn, en sjálf hóf hún störf sem sjálfboðaliði hátíðarinnar fyrir tveimur árum. „Sjálfboðaliðar hafa tækifæri til að vinna sig upp, þeir ganga í öll verk og þurfa að sýna frumkvæði. Stundum þurfa þeir að fara út með ruslið eða sópa gólfið. Í heildina sinna þeir mjög fjölbreytilegum störfum. Þeir sjá um gestalistann, vísa til sætis, aðstoða á skrifstofunni, sinna markaðsmálum og eiga samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla svo dæmi séu tekin,“ segir Unnur Aldís og bætir við að sækja megi um sjálfboðaliðastörf á [email protected].

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.