Magnaður bandamaður í lífi og starfi 19. október 2014 10:00 Edda Jónsdóttir markþjálfi aldís pálsdóttir Markþjálfun hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi undanfarin ár en þjálfunin hjálpar fólki við að ná settum markmiðum og fá nýjan sýn á lífið. Edda Jónsdóttir ákvað að læra markþjálfun eftir að hafa farið sjálf í slíka þjálfun og sér ekki eftir því. „Ég ákvað að læra markþjálfun í kjölfar þess að ég hafði sjálf verið í markþjálfun. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig að kynnast þessari mögnuðu aðferðafræði af eigin raun. Ég hugsaði með mér að ef ég gæti aðstoðað a.m.k. eina manneskju á sama hátt, þá væri tilganginum náð. Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið enda einstaklega gefandi starf,“ segir Edda. Þjálfunin getur skilað sér á öllum sviðum lífsins og eins ýtir hún undir ákveðið sjálfskoðunarferli. Í kjölfarið verða viðhorfsbreytingar sem valda breytingum á hegðun og hugsun og þar af leiðandi breytist lífið til betri vegar. „Sem dæmi má nefna manneskju sem er algjörlega ótengd peningum og forðast allt sem viðkemur þeim. Birtingarmyndin er t.d. að greiða reikninga seint og illa og kostnaður sem hlýst í kjölfarið. Í markþjálfunarferlinu skoðum við peningahugmyndirnar og viðhorfið breytist. Viðkomandi öðlast kjark til að horfast í augu við fjármál sín – sem er viðhorfsbreyting og þá verður útkoman sú að hann fer að stjórna peningunum sínum í stað þess að láta þá stjórna sér. Svo það er til mikils að vinna,“ segir hún. Markþjálfun getur verið af ýmsum toga og sérhæfa þjálfarar sig eftir því hvar áhugasvið þeirra liggur sem og styrkleikar. Sjálf skilgreinir Edda sig sem leiðtogamarkþjálfa og leggur megináherslu á að skjólstæðingar séu tilbúnir að taka ábyrgð á sjálfum sér. „Að skilgreina sig sem leiðtoga í eigin lífi breytir heilmiklu. Það gefur þér byr undir báða vængi og þú hættir að geta notað afsakanirnar sem þú hefur notað fram að þessu til að láta ekki verða af því sem þig dreymir um. Að vera leiðtogi í eigin lífi þýðir að þú ert við stjórnvölinn og verður að haga þér samkvæmt því, ekki bara í vinnunni heldur í lífinu öllu. Peningahegðun kemur mjög oft inn á mitt borð og ég nota ákveðnar aðferðir til að hjálpa fólki að búa til kerfi sem hentar hverjum og einum. Þá er markmiðið að fólk verði fjárhagslegir leiðtogar í eigin lífi,“ segir Edda. Til Eddu leitar oft fólk sem er nú þegar í leiðtogastöðu í sinni vinnu en líka þeir sem ákveða að takast á við það að verða leiðtogar í sínu lífi og hafa flestir náð góðum árangri í því að verða besta útgáfan af sjálfum sér. „Fólk upplifir oft að líf þess taki stakkaskiptum í markþjálfunarferlinu. Þegar maður hefur einu sinni öðlast kjark til að horfast í augu við veikleika sína og hindranir og byggja við styrkleika sína, þá verður ekki aftur snúið. Þú gengst við því að þetta er allt í þínum höndum svo þú vilt halda áfram að vaxa og dafna,“ segir Edda og bætir við að markþjálfi sé í raun magnaður bandamaður í lífi og starfi. „Það er ómetanlegt að hafa manneskju sér við hlið sem hefur ómælda trú á þér, jafnvel þegar þig skortir hana. Manneskju sem hjálpar þér að standa í valdinu þínu þegar þig langar mest að hlaupa og fela þig. Manneskju sem lærir að þekkja þig og þú getur alltaf leitað til,“ segir hún. Heilsa Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Markþjálfun hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi undanfarin ár en þjálfunin hjálpar fólki við að ná settum markmiðum og fá nýjan sýn á lífið. Edda Jónsdóttir ákvað að læra markþjálfun eftir að hafa farið sjálf í slíka þjálfun og sér ekki eftir því. „Ég ákvað að læra markþjálfun í kjölfar þess að ég hafði sjálf verið í markþjálfun. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig að kynnast þessari mögnuðu aðferðafræði af eigin raun. Ég hugsaði með mér að ef ég gæti aðstoðað a.m.k. eina manneskju á sama hátt, þá væri tilganginum náð. Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið enda einstaklega gefandi starf,“ segir Edda. Þjálfunin getur skilað sér á öllum sviðum lífsins og eins ýtir hún undir ákveðið sjálfskoðunarferli. Í kjölfarið verða viðhorfsbreytingar sem valda breytingum á hegðun og hugsun og þar af leiðandi breytist lífið til betri vegar. „Sem dæmi má nefna manneskju sem er algjörlega ótengd peningum og forðast allt sem viðkemur þeim. Birtingarmyndin er t.d. að greiða reikninga seint og illa og kostnaður sem hlýst í kjölfarið. Í markþjálfunarferlinu skoðum við peningahugmyndirnar og viðhorfið breytist. Viðkomandi öðlast kjark til að horfast í augu við fjármál sín – sem er viðhorfsbreyting og þá verður útkoman sú að hann fer að stjórna peningunum sínum í stað þess að láta þá stjórna sér. Svo það er til mikils að vinna,“ segir hún. Markþjálfun getur verið af ýmsum toga og sérhæfa þjálfarar sig eftir því hvar áhugasvið þeirra liggur sem og styrkleikar. Sjálf skilgreinir Edda sig sem leiðtogamarkþjálfa og leggur megináherslu á að skjólstæðingar séu tilbúnir að taka ábyrgð á sjálfum sér. „Að skilgreina sig sem leiðtoga í eigin lífi breytir heilmiklu. Það gefur þér byr undir báða vængi og þú hættir að geta notað afsakanirnar sem þú hefur notað fram að þessu til að láta ekki verða af því sem þig dreymir um. Að vera leiðtogi í eigin lífi þýðir að þú ert við stjórnvölinn og verður að haga þér samkvæmt því, ekki bara í vinnunni heldur í lífinu öllu. Peningahegðun kemur mjög oft inn á mitt borð og ég nota ákveðnar aðferðir til að hjálpa fólki að búa til kerfi sem hentar hverjum og einum. Þá er markmiðið að fólk verði fjárhagslegir leiðtogar í eigin lífi,“ segir Edda. Til Eddu leitar oft fólk sem er nú þegar í leiðtogastöðu í sinni vinnu en líka þeir sem ákveða að takast á við það að verða leiðtogar í sínu lífi og hafa flestir náð góðum árangri í því að verða besta útgáfan af sjálfum sér. „Fólk upplifir oft að líf þess taki stakkaskiptum í markþjálfunarferlinu. Þegar maður hefur einu sinni öðlast kjark til að horfast í augu við veikleika sína og hindranir og byggja við styrkleika sína, þá verður ekki aftur snúið. Þú gengst við því að þetta er allt í þínum höndum svo þú vilt halda áfram að vaxa og dafna,“ segir Edda og bætir við að markþjálfi sé í raun magnaður bandamaður í lífi og starfi. „Það er ómetanlegt að hafa manneskju sér við hlið sem hefur ómælda trú á þér, jafnvel þegar þig skortir hana. Manneskju sem hjálpar þér að standa í valdinu þínu þegar þig langar mest að hlaupa og fela þig. Manneskju sem lærir að þekkja þig og þú getur alltaf leitað til,“ segir hún.
Heilsa Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira