Ígló&Indý njóta vinsælda hjá erlendum tískubloggurum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 11:00 Guðrún Tinna Ólafsdóttir segir samfélagsmiðlana hafa spilað stórt hlutverk í markaðssetningu Ígló&Indý síðasta árið. Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur vakið mikla athygli undanfarið hjá erlendum tískubloggurum. Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrir um ári síðan hafi þær hjá fyrirtækinu tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á markaðssetningu á merkinu í gegnum samfélagsmiðla, þar sem sú markaðssetning sé gríðarlega öflug, þá sérstaklega úti í heimi. „Samfélagsmiðlar eru gríðarlega sterkir erlendis, hjá verslunum og viðskiptavinum, sérstaklega eins og Pinterest, Instagram og Twitter og svo auðvitað bloggararnir. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vinna vel með þeim,“ segir Tinna, en þær hafa verið í samstarfi við marga af stærstu bloggurum í heiminum í dag. „Þetta eru allt bloggarar sem leggja mikla vinnu í síðurnar sínar, en þær eru flestar búsettar í Svíþjóð og Frakklandi,“ segir hún. Fyrirtækið er mjög virkt á Instagram og segir hún að kassamerkingin #igloindi hafi stóraukist, aðallega frá erlendum aðlilum, bæði viðskiptavinum og verslunum úti sem selja fötin frá Ígló&Indí. „Það er svo gaman að sjá bloggarana og verslanirnar merkja myndirnar með okkar merki. Bæði eru þau að setja inn myndir frá okkar eigin markaðsefni og en líka myndir sem þær taka sjálfar af börnum í Ígló&Indí fötum. Þannig vekja þær athygli á okkur og á móti þá birtum við umfjöllunina á síðunni okkar og bendum á hvar sé hægt að nálgast fötin í þeirri borg,“ segir hún. Hún segir að á síðustu árum hafi netverslun með barnaföt aukist upp í 30-40 prósent erlendis almennt og þetta sé stór þáttur í því. „Við erum að sjá mikið verslað frá Svíþjóð, Noregi og Frakklandi, en síðan er Ástralía að koma sterk inn. Það er að stórum hluta samfélagsmiðlum að þakka samhliða sterku vörumerki.“ Fyrirtækið hefur alltaf lagt gríðarlega mikið uppúr öllum myndum sem eru í markaðsefninu þeirra. „Hugmyndafræðin okkar er að fötin séu þægileg fyrir börnin, en á sama tíma töff. Það viljum við að sjáist í gegnum myndirnar og að börnunum líði vel,“ segir Tinna. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur vakið mikla athygli undanfarið hjá erlendum tískubloggurum. Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrir um ári síðan hafi þær hjá fyrirtækinu tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á markaðssetningu á merkinu í gegnum samfélagsmiðla, þar sem sú markaðssetning sé gríðarlega öflug, þá sérstaklega úti í heimi. „Samfélagsmiðlar eru gríðarlega sterkir erlendis, hjá verslunum og viðskiptavinum, sérstaklega eins og Pinterest, Instagram og Twitter og svo auðvitað bloggararnir. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vinna vel með þeim,“ segir Tinna, en þær hafa verið í samstarfi við marga af stærstu bloggurum í heiminum í dag. „Þetta eru allt bloggarar sem leggja mikla vinnu í síðurnar sínar, en þær eru flestar búsettar í Svíþjóð og Frakklandi,“ segir hún. Fyrirtækið er mjög virkt á Instagram og segir hún að kassamerkingin #igloindi hafi stóraukist, aðallega frá erlendum aðlilum, bæði viðskiptavinum og verslunum úti sem selja fötin frá Ígló&Indí. „Það er svo gaman að sjá bloggarana og verslanirnar merkja myndirnar með okkar merki. Bæði eru þau að setja inn myndir frá okkar eigin markaðsefni og en líka myndir sem þær taka sjálfar af börnum í Ígló&Indí fötum. Þannig vekja þær athygli á okkur og á móti þá birtum við umfjöllunina á síðunni okkar og bendum á hvar sé hægt að nálgast fötin í þeirri borg,“ segir hún. Hún segir að á síðustu árum hafi netverslun með barnaföt aukist upp í 30-40 prósent erlendis almennt og þetta sé stór þáttur í því. „Við erum að sjá mikið verslað frá Svíþjóð, Noregi og Frakklandi, en síðan er Ástralía að koma sterk inn. Það er að stórum hluta samfélagsmiðlum að þakka samhliða sterku vörumerki.“ Fyrirtækið hefur alltaf lagt gríðarlega mikið uppúr öllum myndum sem eru í markaðsefninu þeirra. „Hugmyndafræðin okkar er að fötin séu þægileg fyrir börnin, en á sama tíma töff. Það viljum við að sjáist í gegnum myndirnar og að börnunum líði vel,“ segir Tinna.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira