Fjölskyldan með augum barnsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 13:00 Svarthvítir dagar Bækur: Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir Sögur Í endurminningabókinni Svarthvítum dögum rifjar Jóhanna Kristjónsdóttir upp æsku sína frá fyrstu minningum til sextán ára aldurs. Sagan nær þó mun lengra aftur í tímann því í leiðinni segir hún sögur bæði móður- og föðurforeldra sinna auk móður sinnar og föður og fleira fólks, bæði skylds og óskylds. Frásögnin er því allt í senn æskuminningar, ættarsaga og aldarfarslýsing tuttugustu aldarinnar. Allt þetta fólk sprettur ljóslifandi fram á síðum bókarinnar, séð með augum barnsins og það er ekki hægt annað en að dást að því hversu fullkomlega Jóhönnu tekst að setja sig í spor litlu stúlkunnar sem hún eitt sinn var og segja söguna út frá hennar upplifun og sjónarhóli.Jóhanna Kristjónsdóttir. "Að lestri loknum er ekki frítt við að maður sakni alls þessa stórbrotna fólks og óski þess að fá meira af því að heyra.“Vísir/VilhelmUppvaxtarsagan er sögð í réttri tímaröð frá fyrstu örminningu tveggja ára barns til örlagaríks kvölds sextán ára stúlku á Laugavegi ellefu. Frásögnin af öðru fólki sem við sögu kemur flakkar hins vegar fram og aftur í tíma og smátt og smátt raðast saman mynd af ævi og kjörum nokkuð dæmigerðrar íslenskrar fjölskyldu á seinni hluta síðustu aldar. Saga kvennanna er þar í forgrunni og ekki hægt annað en að dást að þeirri hörku og þrautseigju sem þær beita, hver á sinn hátt, til að ná fram sínum hjartans málum, koma börnum sínum til manns við misjafnar aðstæður en þó fyrst og fremst að halda reisn og bera höfuðið hátt hvað sem á dynur. Það er ekkert verið að velta sér upp úr tilfinningasemi og tittlingaskít í þessum fjölskyldum og á nútímalesanda verka viðbrögð persónanna við erfiðum málum stundum eins og hálfgerð mannvonska. Það er þó fjarri lagi og frásögnin öll litast af hlýju, væntumþykju, góðum húmor og næmu auga fyrir því kostulega í hversdagslífinu ekki síður en því sem erfiðara er. Hér er fólk af þremur kynslóðum, hvert með sína bresti og kosti og allt saman meira og minna heillandi í sínum breyskleika. Að lestri loknum er ekki frítt við að maður sakni alls þessa stórbrotna fólks og óski þess að fá meira af því að heyra. Jóhanna er listagóður penni eins og alþekkt er og hér er hún sannarlega í essinu sínu. Stíllinn er þéttur og markviss, engar krúsidúllur eða kám, frásögnin rennur fram eins og bæjarlækur, létt og syngjandi á yfirborðinu en með ansi þungri undiröldu á köflum þegar farið er yfir erfiðustu flúðirnar. Frásögnin sogar lesandann til sín og það er nánast ógjörningur að leggja bókina frá sér fyrr en lestri síðustu blaðsíðunnar er lokið. Og þá langar mann helst að byrja á henni strax aftur!Niðurstaða: Listavel skrifuð og grípandi endurminningabók með sterkum persónum, flottri aldarfarslýsingu og djúpri barnslegri upplifun af heiminum. Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir Sögur Í endurminningabókinni Svarthvítum dögum rifjar Jóhanna Kristjónsdóttir upp æsku sína frá fyrstu minningum til sextán ára aldurs. Sagan nær þó mun lengra aftur í tímann því í leiðinni segir hún sögur bæði móður- og föðurforeldra sinna auk móður sinnar og föður og fleira fólks, bæði skylds og óskylds. Frásögnin er því allt í senn æskuminningar, ættarsaga og aldarfarslýsing tuttugustu aldarinnar. Allt þetta fólk sprettur ljóslifandi fram á síðum bókarinnar, séð með augum barnsins og það er ekki hægt annað en að dást að því hversu fullkomlega Jóhönnu tekst að setja sig í spor litlu stúlkunnar sem hún eitt sinn var og segja söguna út frá hennar upplifun og sjónarhóli.Jóhanna Kristjónsdóttir. "Að lestri loknum er ekki frítt við að maður sakni alls þessa stórbrotna fólks og óski þess að fá meira af því að heyra.“Vísir/VilhelmUppvaxtarsagan er sögð í réttri tímaröð frá fyrstu örminningu tveggja ára barns til örlagaríks kvölds sextán ára stúlku á Laugavegi ellefu. Frásögnin af öðru fólki sem við sögu kemur flakkar hins vegar fram og aftur í tíma og smátt og smátt raðast saman mynd af ævi og kjörum nokkuð dæmigerðrar íslenskrar fjölskyldu á seinni hluta síðustu aldar. Saga kvennanna er þar í forgrunni og ekki hægt annað en að dást að þeirri hörku og þrautseigju sem þær beita, hver á sinn hátt, til að ná fram sínum hjartans málum, koma börnum sínum til manns við misjafnar aðstæður en þó fyrst og fremst að halda reisn og bera höfuðið hátt hvað sem á dynur. Það er ekkert verið að velta sér upp úr tilfinningasemi og tittlingaskít í þessum fjölskyldum og á nútímalesanda verka viðbrögð persónanna við erfiðum málum stundum eins og hálfgerð mannvonska. Það er þó fjarri lagi og frásögnin öll litast af hlýju, væntumþykju, góðum húmor og næmu auga fyrir því kostulega í hversdagslífinu ekki síður en því sem erfiðara er. Hér er fólk af þremur kynslóðum, hvert með sína bresti og kosti og allt saman meira og minna heillandi í sínum breyskleika. Að lestri loknum er ekki frítt við að maður sakni alls þessa stórbrotna fólks og óski þess að fá meira af því að heyra. Jóhanna er listagóður penni eins og alþekkt er og hér er hún sannarlega í essinu sínu. Stíllinn er þéttur og markviss, engar krúsidúllur eða kám, frásögnin rennur fram eins og bæjarlækur, létt og syngjandi á yfirborðinu en með ansi þungri undiröldu á köflum þegar farið er yfir erfiðustu flúðirnar. Frásögnin sogar lesandann til sín og það er nánast ógjörningur að leggja bókina frá sér fyrr en lestri síðustu blaðsíðunnar er lokið. Og þá langar mann helst að byrja á henni strax aftur!Niðurstaða: Listavel skrifuð og grípandi endurminningabók með sterkum persónum, flottri aldarfarslýsingu og djúpri barnslegri upplifun af heiminum.
Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira