Túrverkir og terrorismi Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 18. nóvember 2014 16:00 Drón Bækur: Drón Halldór Armand Mál og menning Halldór Armand vakti nokkra athygli með fyrstu bók sinni, Vince Vaughn í skýjunum, sem kom út í fyrra. Í þeirri bók voru tvær langar smásögur, og nú, aðeins ári seinna, hefur hann sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Drón. Það var ljóst í fyrra að Halldór getur skrifað, hann er lipur stílisti og lætur vel að búa til persónur og aðstæður sem oft virka undarlega en jafnframt spennandi. Tónninn er léttur, jafnvel þótt sagt sé frá stóratburðum og jafnvel hörmungum. Drón minnir um sumt á titilsöguna úr fyrstu bók Halldórs. Rétt eins og í sögunni um Vince Vaughn í skýjunum reynir Halldór hér að ná utanum líf ungs fólks í samtímanum, fanga internetið í frásögn ef svo mætti segja. Hér er sögð saga Heiðrúnar, sautján ára reykvískrar menntaskólastelpu sem er efnileg í fótbolta, skotin í eldri strák og almennt fremur venjulegur íslenskur unglingur – að því undanskildu að líkami hennar virðist með dularfullum hætti tengdur óútskýrðum hryðjuverkaárásum sem gerðar eru af drónum víðs vegar um heiminn. Heiftarlegir túrverkir Heiðrúnar reynast vera eins og fyrirboðar um þessar árásir, jafnvel staðsetningu þeirra. Drónaárásirnar eiga sér óljósan uppruna en leitin að orsökum þeirra hlýtur að berast að netinu og hinum stafræna hluta heimsins. Þessi grundvallarhugmynd sögunnar er spennandi og gefur færi á margs konar pælingum um okkar stafræna samtíma, hvernig allt tengist og minnstu smáatriði geta haft óútreiknanlegar afleiðingar. Hryðjuverkaárásirnar sjálfar verða þó heldur fjarlægar í sögunni, þær snerta að því er virðist ekki líf persónanna að ráði, jafnvel ekki árás sem gerð er á Íslandi og Heiðrún verður vitni að. Líf Heiðrúnar snýst ekki bara um þessa undarlegu verki og árásirnar, í sögunni er líka dregin upp mynd af nútímaunglingi í Reykjavík, partíum, tilveru sem skiptist jafnt milli netheima og kjötheima, sumarvinnu með hópi unglinga í bæjarvinnunni og þar fram eftir götunum. Heiðrún og Diljá, besta vinkona hennar, eru sannfærandi og vel mótaðar persónur og þessi hluti sögunnar er vel heppnaður og kannski besti hluti hennar. Annað er köflóttara. Það eru mjög góðir sprettir í Drónum, flottir kaflar, en þótt sagan hafi marga kosti þá hefur hún líka ýmsa galla. Þegar á líður verður hún langdregin og spennan dalar, og þótt sumar aukapersónurnar, ekki síst bróðir Heiðrúnar, unglingurinn Bjarki, séu skemmtilega saman settar verða aðrar aldrei lifandi, foreldrarnir eru svo dæmi sé tekið einvíðar persónur og pabbinn eiginlega hálfgerð skrípamynd. Heildarupplifun lesandans getur því orðið nokkuð blendin, kostir bókarinnar sýna að Halldór er efnilegur höfundur en þessi saga nær ekki alveg í mark.Niðurstaða: Fyrsta skáldsaga efnilegs höfundar sem hefur marga kosti en verður á köflum langdregin. Aðalpersónan er vel mótuð en aukapersónur stundum ótrúverðugar. Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Drón Halldór Armand Mál og menning Halldór Armand vakti nokkra athygli með fyrstu bók sinni, Vince Vaughn í skýjunum, sem kom út í fyrra. Í þeirri bók voru tvær langar smásögur, og nú, aðeins ári seinna, hefur hann sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Drón. Það var ljóst í fyrra að Halldór getur skrifað, hann er lipur stílisti og lætur vel að búa til persónur og aðstæður sem oft virka undarlega en jafnframt spennandi. Tónninn er léttur, jafnvel þótt sagt sé frá stóratburðum og jafnvel hörmungum. Drón minnir um sumt á titilsöguna úr fyrstu bók Halldórs. Rétt eins og í sögunni um Vince Vaughn í skýjunum reynir Halldór hér að ná utanum líf ungs fólks í samtímanum, fanga internetið í frásögn ef svo mætti segja. Hér er sögð saga Heiðrúnar, sautján ára reykvískrar menntaskólastelpu sem er efnileg í fótbolta, skotin í eldri strák og almennt fremur venjulegur íslenskur unglingur – að því undanskildu að líkami hennar virðist með dularfullum hætti tengdur óútskýrðum hryðjuverkaárásum sem gerðar eru af drónum víðs vegar um heiminn. Heiftarlegir túrverkir Heiðrúnar reynast vera eins og fyrirboðar um þessar árásir, jafnvel staðsetningu þeirra. Drónaárásirnar eiga sér óljósan uppruna en leitin að orsökum þeirra hlýtur að berast að netinu og hinum stafræna hluta heimsins. Þessi grundvallarhugmynd sögunnar er spennandi og gefur færi á margs konar pælingum um okkar stafræna samtíma, hvernig allt tengist og minnstu smáatriði geta haft óútreiknanlegar afleiðingar. Hryðjuverkaárásirnar sjálfar verða þó heldur fjarlægar í sögunni, þær snerta að því er virðist ekki líf persónanna að ráði, jafnvel ekki árás sem gerð er á Íslandi og Heiðrún verður vitni að. Líf Heiðrúnar snýst ekki bara um þessa undarlegu verki og árásirnar, í sögunni er líka dregin upp mynd af nútímaunglingi í Reykjavík, partíum, tilveru sem skiptist jafnt milli netheima og kjötheima, sumarvinnu með hópi unglinga í bæjarvinnunni og þar fram eftir götunum. Heiðrún og Diljá, besta vinkona hennar, eru sannfærandi og vel mótaðar persónur og þessi hluti sögunnar er vel heppnaður og kannski besti hluti hennar. Annað er köflóttara. Það eru mjög góðir sprettir í Drónum, flottir kaflar, en þótt sagan hafi marga kosti þá hefur hún líka ýmsa galla. Þegar á líður verður hún langdregin og spennan dalar, og þótt sumar aukapersónurnar, ekki síst bróðir Heiðrúnar, unglingurinn Bjarki, séu skemmtilega saman settar verða aðrar aldrei lifandi, foreldrarnir eru svo dæmi sé tekið einvíðar persónur og pabbinn eiginlega hálfgerð skrípamynd. Heildarupplifun lesandans getur því orðið nokkuð blendin, kostir bókarinnar sýna að Halldór er efnilegur höfundur en þessi saga nær ekki alveg í mark.Niðurstaða: Fyrsta skáldsaga efnilegs höfundar sem hefur marga kosti en verður á köflum langdregin. Aðalpersónan er vel mótuð en aukapersónur stundum ótrúverðugar.
Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira