Eðalrokkari og fjögurra barna faðir Elín Albertsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 12:00 Stefán Jakobsson hefur vakið mikla athygli með hljómsveitinni Dimmu. Hann er menntaður þroskaþjálfi en hefur starfað sem leiðsögumaður í Mývatnssveit. Hann hefur þrisvar sungið fyrir ferðamenn í Lofthelli en það fylgir þó ekki í pakkanum, heldur óvænt uppákoma. visir/Ernir Stefán Jakobsson er rokkari af lífi og sál. Hann er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en vakti mikla athygli er hann flutti lagið Gaggó Vest í þættinum Óskalög þjóðarinnar. Stefán hefur sterka og kraftmikla rödd sem eftir er tekið um þessar mundir. Stefán segist hafa fengið ótrúlega mikil viðbrögð eftir að hann flutti lagið Gaggó Vest. „Fólk á öllum aldri hefur hrósað mér, meira að segja einn 88 ára,“ segir hann. „Það var einstakur heiður fyrir mig að fá að syngja þetta lag en Eiríkur Hauksson hefur alltaf verið mér fyrirmynd.“ Stefán er sífellt á ferðalögum, hann býr í Reykjahlíð í Mývatnssveit þar sem hann er alinn upp en þvælist um landið til að syngja á hinum ýmsu uppákomum og tónleikum. „Ég bjó í Reykjavík en réð mig sem leiðsögumann fyrir erlenda ferðamenn í Mývatnssveit síðastliðið sumar og hef ílengst þar. Mér líkar starfið vel og langar til að vinna við það áfram,“ segir Stefán en hann og sambýliskona hans, Hilda Kristjánsdóttir þjóðfræðingur, eiga fjögur börn á aldrinum 15, 8, 4 ára og ársgamalt. „Það versta er að ómögulegt er að fá íbúð á þessu svæði og þess vegna þurftum við að flytja í gamla herbergið mitt hjá foreldrum mínum. Það getur stundum verið erfitt en við látum þetta ganga,“ útskýrir hann.Með athyglisbrest Þegar Stefán er spurður um tónlistarhæfileikana segir hann þá koma frá foreldrum sínum. „Pabbi lék á bassa með hljómsveitinni Vogabandinu. Þeir félagarnir spiluðu Geirmund, Tom Jones og þess háttar músik á böllum í nærsveitinni. Þegar bandið æfði fylgdist ég með af mikilli athygli. Mamma syngur í kórum en föðurbróðir minn er Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju. Það er mikið sungið í minni fjölskyldu. Á ættarmótum þarf ekki að panta skemmtikrafta því við sjáum um alla tónlistina sjálf. Sjálfur byrjaði ég óvart að syngja. Ætlaði aldrei að vera söngvari heldur bassaleikari eins og pabbi. Við vorum nokkrar frændur, þá smápollar, sem stofnuðum hljómsveit. Ég fór í tónlistarskólann en þar var ekki í boði að læra á bassa, einungis lúður eða saxófón. Þegar nýr skólastjóri tók við tónlistarskólanum, Garðar Karlsson, komu aðrar áherslur. Hann setti upp skólahljómsveit og leyfði okkur að spila þá tónlist sem við hlustuðum á. Ég hafði engan áhuga á að lesa nótur og Garðar var ekki eins harður á slíku námi og fyrirrennari hans. Ég var með athyglisbrest og Garðar bjó til námskerfi sem hentaði mér og virkjaði um leið tónlistaráhugann. Ég datt út úr tónlistarnáminu hjá fyrrverandi skólastjóra vegna kröfunnar um að læra nótur. Það var reyndar fyrir tilviljun að ég heyrði Garðar ræða um stefnu sína í tónlistarnáminu sem varð til þess að ég ákvað að fara aftur í skólann. Þorði samt ekki að segja foreldrum mínum það strax þar sem ég hafði skrópað mig frá fyrra námi. Garðar kenndi mér að það þarf ekki að gera fullt af leiðinlegum hlutum til að gera eitthvað skemmtilegt.“Pólitík í söngkeppni Stefán er fæddur árið 1980 en eftir grunnskóla lá leið hans í Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann stofnaði pönkband á Akureyri með félögum sínum og lék á bassa. Þegar kom að mikilvægum tónleikum veiktist söngvari hljómsveitarinnar. „Við vorum búnir að semja frábær lög að eigin áliti og ekki tilbúnir til að hætta við tónleikana. Það varð úr að ég söng og lék á trommur og við fengum félaga okkar til að taka bassann. Eftir tónleikana kom maður til mín og sagði mér að sleppa trommukjuðanum og halda mig við sönginn. Þetta kom á óvart og varð til þess að ég skráði mig í Söngkeppni framhaldsskólana. Ég náði þriðja sæti af fimmtán og var sáttur við úrslitin. Þau efldu sjálfstraustið. Ég tók aftur þátt árið 2003 og vann keppnina fyrir minn skóla. Stóra keppnin var þá í fyrsta skipti haldin á Akureyri. Það var Menntaskólinn á Akureyri sem vann keppnina en mörgum fannst mjög súrt að ég kæmist ekki á blað. Ég frétti það síðar að dómnefndinni hefði þótt það ótækt að hafa báða skólana á Akureyri í verðlaunasætum þegar keppnin væri haldin í bænum. Þetta var sem sagt ákveðin pólitík,“ segir Stefán en telur að öll umræðan sem skapaðist í kringum þessa keppni hafi orðið honum til framdráttar á tónlistarsviðinu.Stefán vill ekki kalla sig tískufrík en hann hefur gaman af því að klæða sig upp á sviði og gengur með mikið af skartgripum. Vísir/ErnirKallaður á Alþingi Stefán var á þessum tíma í hljómsveit sem nefnist Douglas Wilson sem gaf út hljómplötuna Stuck in a World árið 2005. Næsta hljómsveit hét Alþingi en hún var kölluð á Alþingi þar sem lesið var yfir þessum ungu tónlistarmönnum. Ekki var leyfilegt að nota þetta nafn á hljómsveit. „Við notuðum bjölluhljóm Alþingis á plötunni og vildum að Sólveig Pétursdóttir, þáverandi forseti þingsins, væri titluð sem hljóðfæraleikari. Það mátti ekki heldur. Við breyttum því nafninu í Þingtak. Þessi hljómsveit var ekki heldur langlíf, meðlimir fóru allir hver í sína áttina. Á vormánuðum 2011 var mér boðið að syngja með Dimmu. Við fórum strax í það að gefa út plötu. Síðan ég byrjaði höfum við gefið út smáskífu og tvær breiðskífur, Myrkraverk og Vélráð. Við vorum fyrsta þungarokksveitin sem hélt tónleika í Hörpu og höfum fyllt hana fimm sinnum,“ segir kappinn stoltur. Stefán segir að það sé nokkur aldursmunur á honum og hinum meðlimum Dimmu, það eru bræðurnar Silli og Ingó Geirdal og Birgir Jónsson. Ingó er einnig þekktur sem töframaður, Birgir er aðstoðarforstjóri Wow air og Silli er landsliðsmeistari í hljóði, hefur unnið með Sigurrós og Of Monster and Mens. „Þessir strákar hlustuðu á Black Sabbath og Alice Cooper í uppvextinum á meðan ég hlustaði á Michael Jackson og Queen. Það tók því smá tíma að slípa bandið en það small saman með fyrstu plötunni okkar. Við erum búnir að vinna eins og hestar og leikum aðeins eigin lög. Dimma mun hita upp fyrir Slash í Laugardalshöll 6. desember sem er virkilega spennandi,“ segir Stefán, sem er lærður þroskaþjálfi en hefur þess utan starfað sem leiðsögumaður hjá Saga Travel. Stefán hefur reyndar komið víða við. Var með í Led Zeppelin, U2 og Meatloaf sýningunum. „Ég hef verið heppinn með verkefni og haft nóg að gera. Á döfinni er Bítlasýning og síðan Guns and Roses. Ég og vinur minn, Andri Ívarsson, erum með síðu á Facebook sem heitir Föstudagslögin sem virkar þannig að við hittumst á föstudögum, tökum upp lag á símann okkar og setjum á vegginn. Í framhaldi af því höfum við verið beðnir að troða upp í afmælum, brúðkaupum og starfsmannapartíum.“Frá Airwaves í Lofthelli Stefán hefur ekki unnið við þroskaþjálfun í nokkurn tíma. Þegar hann er spurður af hverju hann hafi menntað sig á því sviði, svarar hann. „Ég hef alltaf haft áhuga á fólki. Þroskaþjálfun er áhugavert starf en það er ekkert sérstaklega gaman að fá launaseðilinn. Ég var að vinna með einhverfum börnum sem var krefjandi starf og oft erfitt. Að sama skapi ánægjulegt þegar maður sá árangur. Leiðsögumannastarfið er virkilega skemmtilegt. Ég hef farið með ferðamenn í Lofthelli í Mývatnssveit, tvær ferðir á dag í allt sumar. Svo eru vetrarferðir alltaf að aukast. Þetta er þægilegt starf með músíkinni,“ segir Stefán. Hann segist aðspurður hafa sungið í hellinum. „Jú, það hefur gerst þrisvar. Ég söng Sofðu unga ástin mín og það vakti mikla lukku hjá ferðamönnum þótt þeir hafi ekki skilið textann. Það var sömuleiðis sérstakt þegar ástralskir ferðamenn komu um daginn en þeir höfðu líka verið á Airwaves. Þeir horfðu lengi á mig og spurðu loks hvort ég væri þungarokkssöngvari. Þeim fannst mjög skrítið að sjá þarna sama manninn og þau höfðu séð syngja á tónleikum.“Sannur rokkari í uppreisn Stefán syngur ekki fleiri lög í Óskalögum þjóðarinnar. Hann segir að RÚV verði í vandræðum komist Gaggó Vest áfram í keppninni þar sem Slash-tónleikarnir verði sama kvöld og úrslit þáttarins. „Þá verður maður bara að finna lausn á því,“ segir Stefán en hann hefur ekki áður tekið þátt í söngva- eða hæfileikakeppni í sjónvarpi og afþakkaði að syngja í undankeppni Eurovision. „Ætli ég sé ekki sannur rokkari í uppreisn. Ég myndi þó eflaust skoða málið ef lagið hentaði mér fullkomlega.“ Það vekur athygli að Stefán er hlaðinn skartgripum. Hann segist bera gripi frá Inga í Sign sem sé í miklu uppáhaldi. „Ingi er eftirsóttur hönnuður og ég veit að Yoko Ono og fleira frægt fólk hefur dálæti á skartgripum hans. Ég er ekki tískufrík en vil vera ákveðinn karakter á sviðinu með Dimmu. Frænka mín, Selma Ragnarsdóttir kjólameistari, hefur hannað á mig ýmsan fatnað, indíanapils, brynju og fleira sem ég hef notað á tónleikum. Ég er heldur ekkert feiminn við að mála mig fyrir sviðið. Heima er ég svo bara á gúmmískónum og vinnugallanum,“ segir rokkarinn.Jólasveinn í Dimmuborgum „Ég er eins og sjómennirnir, mikið í burtu. Þegar ég kem heim reyni ég að bæta börnunum mínum það upp með því að gera eitthvað skemmtilegt. Í sumar fór ég með átta ára dóttur mína í útilegu, við bjuggum okkur til tjald og borðuðum kúrekamat. Það fannst henni spennandi,“ segir Stefán, sem hefur leikið Þvörusleiki í leikritinu Jólasveinarnir í Dimmuborgum og verður Askasleikir í desember. Þá hefur hann sett upp samverustund á Þorláksmessu þar sem hæfileikaríkt fólk úr Mývatnssveit kemur saman og syngur. „Þá fer maður í jólaskapið,“ segir Stefán sem skýtur alltaf rjúpur í jólamatinn og hefur gert frá því hann var fimmtán ára. Eurovision Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Stefán Jakobsson er rokkari af lífi og sál. Hann er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en vakti mikla athygli er hann flutti lagið Gaggó Vest í þættinum Óskalög þjóðarinnar. Stefán hefur sterka og kraftmikla rödd sem eftir er tekið um þessar mundir. Stefán segist hafa fengið ótrúlega mikil viðbrögð eftir að hann flutti lagið Gaggó Vest. „Fólk á öllum aldri hefur hrósað mér, meira að segja einn 88 ára,“ segir hann. „Það var einstakur heiður fyrir mig að fá að syngja þetta lag en Eiríkur Hauksson hefur alltaf verið mér fyrirmynd.“ Stefán er sífellt á ferðalögum, hann býr í Reykjahlíð í Mývatnssveit þar sem hann er alinn upp en þvælist um landið til að syngja á hinum ýmsu uppákomum og tónleikum. „Ég bjó í Reykjavík en réð mig sem leiðsögumann fyrir erlenda ferðamenn í Mývatnssveit síðastliðið sumar og hef ílengst þar. Mér líkar starfið vel og langar til að vinna við það áfram,“ segir Stefán en hann og sambýliskona hans, Hilda Kristjánsdóttir þjóðfræðingur, eiga fjögur börn á aldrinum 15, 8, 4 ára og ársgamalt. „Það versta er að ómögulegt er að fá íbúð á þessu svæði og þess vegna þurftum við að flytja í gamla herbergið mitt hjá foreldrum mínum. Það getur stundum verið erfitt en við látum þetta ganga,“ útskýrir hann.Með athyglisbrest Þegar Stefán er spurður um tónlistarhæfileikana segir hann þá koma frá foreldrum sínum. „Pabbi lék á bassa með hljómsveitinni Vogabandinu. Þeir félagarnir spiluðu Geirmund, Tom Jones og þess háttar músik á böllum í nærsveitinni. Þegar bandið æfði fylgdist ég með af mikilli athygli. Mamma syngur í kórum en föðurbróðir minn er Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju. Það er mikið sungið í minni fjölskyldu. Á ættarmótum þarf ekki að panta skemmtikrafta því við sjáum um alla tónlistina sjálf. Sjálfur byrjaði ég óvart að syngja. Ætlaði aldrei að vera söngvari heldur bassaleikari eins og pabbi. Við vorum nokkrar frændur, þá smápollar, sem stofnuðum hljómsveit. Ég fór í tónlistarskólann en þar var ekki í boði að læra á bassa, einungis lúður eða saxófón. Þegar nýr skólastjóri tók við tónlistarskólanum, Garðar Karlsson, komu aðrar áherslur. Hann setti upp skólahljómsveit og leyfði okkur að spila þá tónlist sem við hlustuðum á. Ég hafði engan áhuga á að lesa nótur og Garðar var ekki eins harður á slíku námi og fyrirrennari hans. Ég var með athyglisbrest og Garðar bjó til námskerfi sem hentaði mér og virkjaði um leið tónlistaráhugann. Ég datt út úr tónlistarnáminu hjá fyrrverandi skólastjóra vegna kröfunnar um að læra nótur. Það var reyndar fyrir tilviljun að ég heyrði Garðar ræða um stefnu sína í tónlistarnáminu sem varð til þess að ég ákvað að fara aftur í skólann. Þorði samt ekki að segja foreldrum mínum það strax þar sem ég hafði skrópað mig frá fyrra námi. Garðar kenndi mér að það þarf ekki að gera fullt af leiðinlegum hlutum til að gera eitthvað skemmtilegt.“Pólitík í söngkeppni Stefán er fæddur árið 1980 en eftir grunnskóla lá leið hans í Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann stofnaði pönkband á Akureyri með félögum sínum og lék á bassa. Þegar kom að mikilvægum tónleikum veiktist söngvari hljómsveitarinnar. „Við vorum búnir að semja frábær lög að eigin áliti og ekki tilbúnir til að hætta við tónleikana. Það varð úr að ég söng og lék á trommur og við fengum félaga okkar til að taka bassann. Eftir tónleikana kom maður til mín og sagði mér að sleppa trommukjuðanum og halda mig við sönginn. Þetta kom á óvart og varð til þess að ég skráði mig í Söngkeppni framhaldsskólana. Ég náði þriðja sæti af fimmtán og var sáttur við úrslitin. Þau efldu sjálfstraustið. Ég tók aftur þátt árið 2003 og vann keppnina fyrir minn skóla. Stóra keppnin var þá í fyrsta skipti haldin á Akureyri. Það var Menntaskólinn á Akureyri sem vann keppnina en mörgum fannst mjög súrt að ég kæmist ekki á blað. Ég frétti það síðar að dómnefndinni hefði þótt það ótækt að hafa báða skólana á Akureyri í verðlaunasætum þegar keppnin væri haldin í bænum. Þetta var sem sagt ákveðin pólitík,“ segir Stefán en telur að öll umræðan sem skapaðist í kringum þessa keppni hafi orðið honum til framdráttar á tónlistarsviðinu.Stefán vill ekki kalla sig tískufrík en hann hefur gaman af því að klæða sig upp á sviði og gengur með mikið af skartgripum. Vísir/ErnirKallaður á Alþingi Stefán var á þessum tíma í hljómsveit sem nefnist Douglas Wilson sem gaf út hljómplötuna Stuck in a World árið 2005. Næsta hljómsveit hét Alþingi en hún var kölluð á Alþingi þar sem lesið var yfir þessum ungu tónlistarmönnum. Ekki var leyfilegt að nota þetta nafn á hljómsveit. „Við notuðum bjölluhljóm Alþingis á plötunni og vildum að Sólveig Pétursdóttir, þáverandi forseti þingsins, væri titluð sem hljóðfæraleikari. Það mátti ekki heldur. Við breyttum því nafninu í Þingtak. Þessi hljómsveit var ekki heldur langlíf, meðlimir fóru allir hver í sína áttina. Á vormánuðum 2011 var mér boðið að syngja með Dimmu. Við fórum strax í það að gefa út plötu. Síðan ég byrjaði höfum við gefið út smáskífu og tvær breiðskífur, Myrkraverk og Vélráð. Við vorum fyrsta þungarokksveitin sem hélt tónleika í Hörpu og höfum fyllt hana fimm sinnum,“ segir kappinn stoltur. Stefán segir að það sé nokkur aldursmunur á honum og hinum meðlimum Dimmu, það eru bræðurnar Silli og Ingó Geirdal og Birgir Jónsson. Ingó er einnig þekktur sem töframaður, Birgir er aðstoðarforstjóri Wow air og Silli er landsliðsmeistari í hljóði, hefur unnið með Sigurrós og Of Monster and Mens. „Þessir strákar hlustuðu á Black Sabbath og Alice Cooper í uppvextinum á meðan ég hlustaði á Michael Jackson og Queen. Það tók því smá tíma að slípa bandið en það small saman með fyrstu plötunni okkar. Við erum búnir að vinna eins og hestar og leikum aðeins eigin lög. Dimma mun hita upp fyrir Slash í Laugardalshöll 6. desember sem er virkilega spennandi,“ segir Stefán, sem er lærður þroskaþjálfi en hefur þess utan starfað sem leiðsögumaður hjá Saga Travel. Stefán hefur reyndar komið víða við. Var með í Led Zeppelin, U2 og Meatloaf sýningunum. „Ég hef verið heppinn með verkefni og haft nóg að gera. Á döfinni er Bítlasýning og síðan Guns and Roses. Ég og vinur minn, Andri Ívarsson, erum með síðu á Facebook sem heitir Föstudagslögin sem virkar þannig að við hittumst á föstudögum, tökum upp lag á símann okkar og setjum á vegginn. Í framhaldi af því höfum við verið beðnir að troða upp í afmælum, brúðkaupum og starfsmannapartíum.“Frá Airwaves í Lofthelli Stefán hefur ekki unnið við þroskaþjálfun í nokkurn tíma. Þegar hann er spurður af hverju hann hafi menntað sig á því sviði, svarar hann. „Ég hef alltaf haft áhuga á fólki. Þroskaþjálfun er áhugavert starf en það er ekkert sérstaklega gaman að fá launaseðilinn. Ég var að vinna með einhverfum börnum sem var krefjandi starf og oft erfitt. Að sama skapi ánægjulegt þegar maður sá árangur. Leiðsögumannastarfið er virkilega skemmtilegt. Ég hef farið með ferðamenn í Lofthelli í Mývatnssveit, tvær ferðir á dag í allt sumar. Svo eru vetrarferðir alltaf að aukast. Þetta er þægilegt starf með músíkinni,“ segir Stefán. Hann segist aðspurður hafa sungið í hellinum. „Jú, það hefur gerst þrisvar. Ég söng Sofðu unga ástin mín og það vakti mikla lukku hjá ferðamönnum þótt þeir hafi ekki skilið textann. Það var sömuleiðis sérstakt þegar ástralskir ferðamenn komu um daginn en þeir höfðu líka verið á Airwaves. Þeir horfðu lengi á mig og spurðu loks hvort ég væri þungarokkssöngvari. Þeim fannst mjög skrítið að sjá þarna sama manninn og þau höfðu séð syngja á tónleikum.“Sannur rokkari í uppreisn Stefán syngur ekki fleiri lög í Óskalögum þjóðarinnar. Hann segir að RÚV verði í vandræðum komist Gaggó Vest áfram í keppninni þar sem Slash-tónleikarnir verði sama kvöld og úrslit þáttarins. „Þá verður maður bara að finna lausn á því,“ segir Stefán en hann hefur ekki áður tekið þátt í söngva- eða hæfileikakeppni í sjónvarpi og afþakkaði að syngja í undankeppni Eurovision. „Ætli ég sé ekki sannur rokkari í uppreisn. Ég myndi þó eflaust skoða málið ef lagið hentaði mér fullkomlega.“ Það vekur athygli að Stefán er hlaðinn skartgripum. Hann segist bera gripi frá Inga í Sign sem sé í miklu uppáhaldi. „Ingi er eftirsóttur hönnuður og ég veit að Yoko Ono og fleira frægt fólk hefur dálæti á skartgripum hans. Ég er ekki tískufrík en vil vera ákveðinn karakter á sviðinu með Dimmu. Frænka mín, Selma Ragnarsdóttir kjólameistari, hefur hannað á mig ýmsan fatnað, indíanapils, brynju og fleira sem ég hef notað á tónleikum. Ég er heldur ekkert feiminn við að mála mig fyrir sviðið. Heima er ég svo bara á gúmmískónum og vinnugallanum,“ segir rokkarinn.Jólasveinn í Dimmuborgum „Ég er eins og sjómennirnir, mikið í burtu. Þegar ég kem heim reyni ég að bæta börnunum mínum það upp með því að gera eitthvað skemmtilegt. Í sumar fór ég með átta ára dóttur mína í útilegu, við bjuggum okkur til tjald og borðuðum kúrekamat. Það fannst henni spennandi,“ segir Stefán, sem hefur leikið Þvörusleiki í leikritinu Jólasveinarnir í Dimmuborgum og verður Askasleikir í desember. Þá hefur hann sett upp samverustund á Þorláksmessu þar sem hæfileikaríkt fólk úr Mývatnssveit kemur saman og syngur. „Þá fer maður í jólaskapið,“ segir Stefán sem skýtur alltaf rjúpur í jólamatinn og hefur gert frá því hann var fimmtán ára.
Eurovision Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira