Ekki gleyma að drekka vatn Elín Albertsdóttir skrifar 12. desember 2014 12:30 Anna Sigríður Ólafsdóttir segir að þeir sem eru með háan blóðþrýsting eða undirliggjandi hjarta- og æðasjúkdóma þoli illa bæði salt og mikla mettaða fitu. Mynd/vilhelm Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir að fólk ætti að gæta hófs í neyslu á söltuðum og feitum mat um jólin. Hið gullna meðalhóf eigi við um hátíðir sem aðra daga vilji fólk hugsa um heilsuna. Auðvelt er að tapa sér í veislumat sem er alls staðar í boði áaðventunni. Anna Sigríður segir einfalt að borða meira en magafylli af alls kyns góðgæti þegar jólin nálgast. „Í staðinn fyrir að jólamaturinn takmarkist við örfáa hátíðisdaga borðum við veislumat eða góðgæti tengt jólum í sex vikur. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að tímabilið frá þakkargjörðarhátíðinni og fram yfir áramót vegur þungt þegar heilsuhegðun er annars vegar.“Gæta þarf hófs Þegar Anna Sigríður er spurð um hollustu þessa matar, segir hún að saltur og reyktur matur sé langt frá því að teljast heilsufæði og áhættan af mikilli neyslu sé til staðar. „Fyrir flesta hrausta einstaklinga er engin hætta fólgin í því að fá sér bita við og við. Þeir sem eru með háan blóðþrýsting eða undirliggjandi hjarta- og æðasjúkdóma þola illa bæði saltið og mikla mettaða fitu. Sömuleiðis hafa rannsóknir tengt mikla neyslu á reyktu og söltu kjöti við auknar líkur á sykursýki af týpu 2. Þá getur mikil neysla aukið líkur á sumum tegundum krabbameins. Þetta hljómar auðvitað eins og það sé stórhættulegt að borða jólamatinn. Hins vegar eru sum matvæli, eins og hangikjöt, svo tengd matarmenningu okkar og siðum að ekki væri raunhæft eða skynsamlegt að mæla gegn slíkri neyslu. Það þarf hins vegar að gæta hófs og velja meðlæti og drykk af skynsemi til að vega upp á móti. Ekki gleyma að drekka vatn,“ segir Anna Sigríður og bætir við að alltaf snúist þetta á endanum um hið gullna meðalhóf. „Áfengi, jólaöl eða gos í miklu magni til viðbótar við saltið og mettuðu fituna er það sem gerir oft útslagið, hvort sem horft er til heilsutengdra þátta eða líðanar í kjölfar máltíðarinnar.“Svefninn skiptir máli Anna Sigríður segir að fólk ætti að huga að heilsunni um jól eins og á öðrum tíma ársins. Góður svefn sé til dæmis mikilvægur. „Svefn ásamt hreyfingu og næringu er undirstaða jafnvægis í efnaskiptum og orkujafnvægi. Sífellt fleiri rannsóknir beinast að þessu samspili. Það er meira horft til þeirra áhrifa sem svefn hefur á matarvenjur og hreyfingu heldur en að lífsmynstrið trufli svefninn þótt bæði eigi sannarlega við. Ef við borðum yfir okkur geta skammtímaáhrifin verið óþægindi í meltingarfærum sem koma í veg fyrir að við getum sofnað eða náum góðum svefni,“ segir hún. „Það er því kannski tilefni til að minna sérstaklega á að heilsan yfir hátíðirnar snýst ekki bara um mat og drykk sem við látum ofan í okkur heldur alla heilsuhegðun. Í því felst að hreyfa sig reglulega, fá nægan svefn, vinna á móti streitu og njóta þessa að vera í núinu.“Kunna að njóta Þegar Anna Sigríður er spurð hvort hún sjálf leyfi sér meira en venjulega fyrir jólin, svarar hún: Mér finnst jólaundirbúningurinn skemmtilegur. Ég vil elda, baka, borða og njóta. Mandarínurnar flæða inn á heimilið í kassavís og ég hef til dæmis epli, rauðkál, rauðrófur og hnetur mikið með mat á þessum árstíma. Við gleymum stundum að hugsa til þess hvað margt af þessu jólajóla getur verið hollt! Ég borða allan mat en hlutföllin eru þannig að stærstur hluti þess sem ég borða er grænt og gróft og fær að fylla meirihluta disksins, líka á jólunum. Hvað baksturinn varðar vil ég halda í hefðir og kýs því að baka fáar sortir en velja það sem mér þykir allra best og vekur upp minningar í stað þess að vera að reyna að setja einhvern hollustustimpil á baksturinn, enda eiga kökur aldrei að verða uppistaðan í fæðinu. Mitt mottó er að velja bitana vel og njóta þeirra í botn.“ Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Mömmukökur bestar Jólin Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Laufabrauð Jól Eggaldin í staðinn fyrir síld Jól
Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir að fólk ætti að gæta hófs í neyslu á söltuðum og feitum mat um jólin. Hið gullna meðalhóf eigi við um hátíðir sem aðra daga vilji fólk hugsa um heilsuna. Auðvelt er að tapa sér í veislumat sem er alls staðar í boði áaðventunni. Anna Sigríður segir einfalt að borða meira en magafylli af alls kyns góðgæti þegar jólin nálgast. „Í staðinn fyrir að jólamaturinn takmarkist við örfáa hátíðisdaga borðum við veislumat eða góðgæti tengt jólum í sex vikur. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að tímabilið frá þakkargjörðarhátíðinni og fram yfir áramót vegur þungt þegar heilsuhegðun er annars vegar.“Gæta þarf hófs Þegar Anna Sigríður er spurð um hollustu þessa matar, segir hún að saltur og reyktur matur sé langt frá því að teljast heilsufæði og áhættan af mikilli neyslu sé til staðar. „Fyrir flesta hrausta einstaklinga er engin hætta fólgin í því að fá sér bita við og við. Þeir sem eru með háan blóðþrýsting eða undirliggjandi hjarta- og æðasjúkdóma þola illa bæði saltið og mikla mettaða fitu. Sömuleiðis hafa rannsóknir tengt mikla neyslu á reyktu og söltu kjöti við auknar líkur á sykursýki af týpu 2. Þá getur mikil neysla aukið líkur á sumum tegundum krabbameins. Þetta hljómar auðvitað eins og það sé stórhættulegt að borða jólamatinn. Hins vegar eru sum matvæli, eins og hangikjöt, svo tengd matarmenningu okkar og siðum að ekki væri raunhæft eða skynsamlegt að mæla gegn slíkri neyslu. Það þarf hins vegar að gæta hófs og velja meðlæti og drykk af skynsemi til að vega upp á móti. Ekki gleyma að drekka vatn,“ segir Anna Sigríður og bætir við að alltaf snúist þetta á endanum um hið gullna meðalhóf. „Áfengi, jólaöl eða gos í miklu magni til viðbótar við saltið og mettuðu fituna er það sem gerir oft útslagið, hvort sem horft er til heilsutengdra þátta eða líðanar í kjölfar máltíðarinnar.“Svefninn skiptir máli Anna Sigríður segir að fólk ætti að huga að heilsunni um jól eins og á öðrum tíma ársins. Góður svefn sé til dæmis mikilvægur. „Svefn ásamt hreyfingu og næringu er undirstaða jafnvægis í efnaskiptum og orkujafnvægi. Sífellt fleiri rannsóknir beinast að þessu samspili. Það er meira horft til þeirra áhrifa sem svefn hefur á matarvenjur og hreyfingu heldur en að lífsmynstrið trufli svefninn þótt bæði eigi sannarlega við. Ef við borðum yfir okkur geta skammtímaáhrifin verið óþægindi í meltingarfærum sem koma í veg fyrir að við getum sofnað eða náum góðum svefni,“ segir hún. „Það er því kannski tilefni til að minna sérstaklega á að heilsan yfir hátíðirnar snýst ekki bara um mat og drykk sem við látum ofan í okkur heldur alla heilsuhegðun. Í því felst að hreyfa sig reglulega, fá nægan svefn, vinna á móti streitu og njóta þessa að vera í núinu.“Kunna að njóta Þegar Anna Sigríður er spurð hvort hún sjálf leyfi sér meira en venjulega fyrir jólin, svarar hún: Mér finnst jólaundirbúningurinn skemmtilegur. Ég vil elda, baka, borða og njóta. Mandarínurnar flæða inn á heimilið í kassavís og ég hef til dæmis epli, rauðkál, rauðrófur og hnetur mikið með mat á þessum árstíma. Við gleymum stundum að hugsa til þess hvað margt af þessu jólajóla getur verið hollt! Ég borða allan mat en hlutföllin eru þannig að stærstur hluti þess sem ég borða er grænt og gróft og fær að fylla meirihluta disksins, líka á jólunum. Hvað baksturinn varðar vil ég halda í hefðir og kýs því að baka fáar sortir en velja það sem mér þykir allra best og vekur upp minningar í stað þess að vera að reyna að setja einhvern hollustustimpil á baksturinn, enda eiga kökur aldrei að verða uppistaðan í fæðinu. Mitt mottó er að velja bitana vel og njóta þeirra í botn.“
Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Mömmukökur bestar Jólin Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Laufabrauð Jól Eggaldin í staðinn fyrir síld Jól