Krefst helmings af eignum Kaupþings Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2014 08:30 Vincent Tchenguiz vill yfir 430 milljarða frá Kaupþingi, Grant Thornton og fleiri aðilum. vísir/daníel Krafa Vincents Tchenguiz á slitastjórn Kaupþings, Grant Thornton og tengda einstaklinga nemur meira en helmingi af eignum þrotabúsins. Eins og fram kom í breskum fjölmiðlum í gær hefur Tchenguiz stefnt endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, meðlimi slitastjórnarinnar, og fleiri aðilum. Krafa Vincents nemur 2,2 milljörðum punda eða um 430 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt árshlutauppgjöri Kaupþings námu eignir búsins þann 30. júní síðastliðinn hins vegar um 789 milljörðum íslenskra króna. Kröfurnar í bú Kaupþings nema 2.793 milljörðum króna. Þetta þýðir að krafa Tchenguiz nemur um fimmtán prósentum af heildarkröfum í bú Kaupþings. Málið er höfðað fyrir breskum dómstólum vegna tjóns sem Tchenguiz varð fyrir í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar Serious Fraud Office á honum vegna meintra efnahagsbrota. Mál SFO var fellt niður. Tchenguiz telur að Grant Thornton, Kaupþing og starfsmenn þeirra beri ábyrgð á tilhæfulausri rannsókn á hendur sér. Auk áðurnefndra aðila hefur Tchenguiz höfðað mál á hendur Stephen Akers og Hossein Hamedani sem eru hluthafar og starfsmenn Grant Thornton. Málsókn Tchenguiz byggist á því að þessir aðilar hafi unnið saman að því að fá SFO til að rannsaka hann í þeirri von að það leiddi til ógildingar á 1,6 milljarða punda kröfu hans á Kaupþing banka. Kaupþing sendi seint í fyrrakvöld frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hvorki þrotabúið né Jóhannes Rúnar Jóhannsson slitastjórnarmaður hafi fengið sendar upplýsingar um kröfu Tchenguiz á hendur þeim. „Þrátt fyrir að upplýsingar um mögulegar kröfur og málaferli hafi verið sendar fjölmiðlum, þá hafa hvorki Kaupþing né Jóhannes Rúnar fengið upplýsingar eða gögn um kröfurnar og er þeim því ómögulegt að taka afstöðu til málsins í smáatriðum,“ segir í tilkynningu sem birt er á vef Kaupþings. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um það á þessari stundu hvort krafan verður forgangskrafa eða almenn krafa. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Krafa Vincents Tchenguiz á slitastjórn Kaupþings, Grant Thornton og tengda einstaklinga nemur meira en helmingi af eignum þrotabúsins. Eins og fram kom í breskum fjölmiðlum í gær hefur Tchenguiz stefnt endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, meðlimi slitastjórnarinnar, og fleiri aðilum. Krafa Vincents nemur 2,2 milljörðum punda eða um 430 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt árshlutauppgjöri Kaupþings námu eignir búsins þann 30. júní síðastliðinn hins vegar um 789 milljörðum íslenskra króna. Kröfurnar í bú Kaupþings nema 2.793 milljörðum króna. Þetta þýðir að krafa Tchenguiz nemur um fimmtán prósentum af heildarkröfum í bú Kaupþings. Málið er höfðað fyrir breskum dómstólum vegna tjóns sem Tchenguiz varð fyrir í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar Serious Fraud Office á honum vegna meintra efnahagsbrota. Mál SFO var fellt niður. Tchenguiz telur að Grant Thornton, Kaupþing og starfsmenn þeirra beri ábyrgð á tilhæfulausri rannsókn á hendur sér. Auk áðurnefndra aðila hefur Tchenguiz höfðað mál á hendur Stephen Akers og Hossein Hamedani sem eru hluthafar og starfsmenn Grant Thornton. Málsókn Tchenguiz byggist á því að þessir aðilar hafi unnið saman að því að fá SFO til að rannsaka hann í þeirri von að það leiddi til ógildingar á 1,6 milljarða punda kröfu hans á Kaupþing banka. Kaupþing sendi seint í fyrrakvöld frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hvorki þrotabúið né Jóhannes Rúnar Jóhannsson slitastjórnarmaður hafi fengið sendar upplýsingar um kröfu Tchenguiz á hendur þeim. „Þrátt fyrir að upplýsingar um mögulegar kröfur og málaferli hafi verið sendar fjölmiðlum, þá hafa hvorki Kaupþing né Jóhannes Rúnar fengið upplýsingar eða gögn um kröfurnar og er þeim því ómögulegt að taka afstöðu til málsins í smáatriðum,“ segir í tilkynningu sem birt er á vef Kaupþings. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um það á þessari stundu hvort krafan verður forgangskrafa eða almenn krafa.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira