Hugleiðingar um aðventu Sigurður Ægisson skrifar 1. nóvember 2014 09:00 Jólatréð. Mynd frá 1911 eftir Albert Chevallier Tayler. Þá er nýtt kirkjuár byrjað og jólin að koma, eina ferðina enn. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða "koma Drottins". Aðventan hefst með 4. sunnudegi fyrir jóladag, sem að þessu sinni ber upp á 2. desember. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, t.d. ekki kjöt. Aðventukransinn, sem víða ber fyrir augu um þessar mundir, byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið, sem er í Kristi. Logandi kertin benda til komu meistarans, ljóssins sem aldrei slokknar. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið; það minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins, er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið; athyglinni er hér beint að þorpinu, sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið; snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu, á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið, og minnir okkur á þá, sem báru mannheimi fregnirnar. Fyrir marga er aðventan kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins, og þeir reyna af fremsta megni að umvefja þennan boðskap hennar um frið og góðan hug til samferðamannanna, með því að sækja helgistundir og róa sig þannig niður fyrir sjálfa hátíð ljóssins. En aðrir eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og efnið, og kannski aldrei meira en einmitt núna. Til er saga um gamla konu á Ítalíu, sem hét La Befana. Sagt er að vitringarnir þrír frá Austurlöndum - Kaspar, Melkíor og Baltasar - hafi komið við hjá henni forðum, og boðið henni að slást með í förina til Betlehem, að sjá nýfædda konunginn. En hún sagðist ekki hafa neinn tíma, hún væri að gera hreint í bústað sínum. Og vitringarnir héldu því sína leið, einir. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að gamla konan áttaði sig á boði þeirra félaga, hvað það í raun merkti. Og hún tók á rás á eftir þeim, með svuntuna blaktandi eins og fána í vindi, og sópinn á annarri hendi. En það dugði ekki til. Hún fann hvorki vitringana né Jesúbarnið. Og það er sagt, að hún reiki enn um götur borganna og leiti. Og önnur saga, þessari lík, en úr nútímanum, er til. Aðventan er komin í öllu sínu veldi, og það er verið að undirbúa komu jólabarnsins. Lítill drengur horfir á foreldri sín vera að þvo og pússa í sífellu, og hraðinn er gífurlegur og spennan yfirþyrmandi. Hann biður þau um að lesa fyrir sig jólasögu. En fær þau svör, að það sé enginn tími. Jólin séu að koma. Vill hann ekki bara setjast niður og teikna? Jesú, til dæmis? Og honum er fengið blað og litir. Eftir drykklanga stund er myndin tilbúin. Og aftur spyr hann pabba og mömmu, hvort þau vilji nú ekki lesa fyrir sig. En svarið er eins og fyrr. Elsku vinurinn, það er verið að undirbúa jólin. Vill hann ekki teikna aðra mynd? Jólaundirbúninginn, til dæmis? Nokkur stund líður, og myndin er tilbúin. Og aftur reynir drengurinn að fá þau til að lesa fyrir sig. En allt er við það sama. Og við hverja spurningu og neitun festist ný mynd á blaðið. Loks kemur að því, að mamma og pabbi taka sér pásu, úrvinda af þreytu, og nota þá tækifærið og biðja um að fá að sjá, hvað drengurinn sé búinn að teikna og lita. En þau reka upp stór augu, er þau sjá blaðið. Þar er urmull lítilla mynda, hver um aðra þvera: mamma að sópa, pabbi að negla, mamma að skúra, pabbi að skipta um ljósaperu, mamma að ryksuga, pabbi að fara út með ruslið, mamma að vaska upp, pabbi að leggja sig... "Já, en hvar er myndin af Jesú?" er spurt. Og drengurinn svarar: "Ja, sko, hún lenti undir öllum hinum. Ég byrjaði á því að teikna hann, en svo teiknaði ég aðra mynd, og svo fleiri, og allt í einu var Jesús horfinn." Mamma og pabbi litu hvort á annað, og gáfu sér nú loksins tíma með drengnum sínum, og lásu fyrir hann jólasöguna. Ég held að við getum auðveldlega séð okkur í þessum fullorðnu persónum þremur: hinni ítölsku La Befana í byrjun 1. aldar, og svo mömmu og pabba við upphaf 21. aldarinnar, jafn upptekin við fánýta hluti og við í raun erum jafnan. Auðvitað er nauðsynlegt að snurfusa heimilið, ryksuga og þvo og skúra, en það má ekki koma niður á hinum meiri gildum lífsins og sannari verðmætum. Megi þessar sögur tvær búa í huga okkar nú í upphafi jólaföstunnar og síðan áfram um jólin og yfir, svo við gleymum nú ekki hinu raunverulega tilefni þessa mikla umstangs, þ.e.a.s. fæðingu Jesú. Gleðilega aðventu.Efnið er fengið af kirkjan.is Jól Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól
Þá er nýtt kirkjuár byrjað og jólin að koma, eina ferðina enn. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða "koma Drottins". Aðventan hefst með 4. sunnudegi fyrir jóladag, sem að þessu sinni ber upp á 2. desember. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, t.d. ekki kjöt. Aðventukransinn, sem víða ber fyrir augu um þessar mundir, byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið, sem er í Kristi. Logandi kertin benda til komu meistarans, ljóssins sem aldrei slokknar. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið; það minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins, er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið; athyglinni er hér beint að þorpinu, sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið; snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu, á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið, og minnir okkur á þá, sem báru mannheimi fregnirnar. Fyrir marga er aðventan kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins, og þeir reyna af fremsta megni að umvefja þennan boðskap hennar um frið og góðan hug til samferðamannanna, með því að sækja helgistundir og róa sig þannig niður fyrir sjálfa hátíð ljóssins. En aðrir eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og efnið, og kannski aldrei meira en einmitt núna. Til er saga um gamla konu á Ítalíu, sem hét La Befana. Sagt er að vitringarnir þrír frá Austurlöndum - Kaspar, Melkíor og Baltasar - hafi komið við hjá henni forðum, og boðið henni að slást með í förina til Betlehem, að sjá nýfædda konunginn. En hún sagðist ekki hafa neinn tíma, hún væri að gera hreint í bústað sínum. Og vitringarnir héldu því sína leið, einir. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að gamla konan áttaði sig á boði þeirra félaga, hvað það í raun merkti. Og hún tók á rás á eftir þeim, með svuntuna blaktandi eins og fána í vindi, og sópinn á annarri hendi. En það dugði ekki til. Hún fann hvorki vitringana né Jesúbarnið. Og það er sagt, að hún reiki enn um götur borganna og leiti. Og önnur saga, þessari lík, en úr nútímanum, er til. Aðventan er komin í öllu sínu veldi, og það er verið að undirbúa komu jólabarnsins. Lítill drengur horfir á foreldri sín vera að þvo og pússa í sífellu, og hraðinn er gífurlegur og spennan yfirþyrmandi. Hann biður þau um að lesa fyrir sig jólasögu. En fær þau svör, að það sé enginn tími. Jólin séu að koma. Vill hann ekki bara setjast niður og teikna? Jesú, til dæmis? Og honum er fengið blað og litir. Eftir drykklanga stund er myndin tilbúin. Og aftur spyr hann pabba og mömmu, hvort þau vilji nú ekki lesa fyrir sig. En svarið er eins og fyrr. Elsku vinurinn, það er verið að undirbúa jólin. Vill hann ekki teikna aðra mynd? Jólaundirbúninginn, til dæmis? Nokkur stund líður, og myndin er tilbúin. Og aftur reynir drengurinn að fá þau til að lesa fyrir sig. En allt er við það sama. Og við hverja spurningu og neitun festist ný mynd á blaðið. Loks kemur að því, að mamma og pabbi taka sér pásu, úrvinda af þreytu, og nota þá tækifærið og biðja um að fá að sjá, hvað drengurinn sé búinn að teikna og lita. En þau reka upp stór augu, er þau sjá blaðið. Þar er urmull lítilla mynda, hver um aðra þvera: mamma að sópa, pabbi að negla, mamma að skúra, pabbi að skipta um ljósaperu, mamma að ryksuga, pabbi að fara út með ruslið, mamma að vaska upp, pabbi að leggja sig... "Já, en hvar er myndin af Jesú?" er spurt. Og drengurinn svarar: "Ja, sko, hún lenti undir öllum hinum. Ég byrjaði á því að teikna hann, en svo teiknaði ég aðra mynd, og svo fleiri, og allt í einu var Jesús horfinn." Mamma og pabbi litu hvort á annað, og gáfu sér nú loksins tíma með drengnum sínum, og lásu fyrir hann jólasöguna. Ég held að við getum auðveldlega séð okkur í þessum fullorðnu persónum þremur: hinni ítölsku La Befana í byrjun 1. aldar, og svo mömmu og pabba við upphaf 21. aldarinnar, jafn upptekin við fánýta hluti og við í raun erum jafnan. Auðvitað er nauðsynlegt að snurfusa heimilið, ryksuga og þvo og skúra, en það má ekki koma niður á hinum meiri gildum lífsins og sannari verðmætum. Megi þessar sögur tvær búa í huga okkar nú í upphafi jólaföstunnar og síðan áfram um jólin og yfir, svo við gleymum nú ekki hinu raunverulega tilefni þessa mikla umstangs, þ.e.a.s. fæðingu Jesú. Gleðilega aðventu.Efnið er fengið af kirkjan.is
Jól Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól