Poppuð danshátíð Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 3. desember 2014 12:30 "On Air var ekki eins heilsteypt og vel útfært eins og Radio Dance en engu að síður mjög áhugavert.“ Dans: Reykjavíkdansfestival Radio Dance og On Air Nadja Hjorton Atlantic Juli Reinartz Það er ekki á hverjum degi sem maður sest í leikhús, kemur sér vel fyrir í sætinu og lokar svo augunum til þess að njóta þess að hlusta á dansverk. En þannig var það í verki Nadja Hjorton Radio Dance sem var á dagskrá Reykjavíkdansfestival í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 28. nóvember. Þetta var einlægt og hrífandi verk þar sem blandað var saman upplifuninni af því að hlusta á útvarp þar sem hver og einn skapar sinn eigin ævintýraheim og þess að horfa á dans. Því, jú, þegar líða tók á verkið varð að opna augun og sjá hvað var að gerast á sviðinu. Á laugardagskvöldinu endurtók Nadja leikinn í verkinu On Air nema þar hafði hún fengið í lið með sér þrjá aðra dansara í þátt í anda frjálsu útvarpsstöðvanna þar sem þáttastjórnendur sátu og spjölluðu um daginn og veginn á milli þess sem þeir spiluðu lög. Ólíkt hefðbundinni útvarpsútsendingu þá heyrðist ekki aðeins í flytjendunum heldur sáust þeir á sviðinu staðsettir inni í stórri plastkúlu íklæddir skrautlegum fötum, með litrík blóm og kaffikönnur og með skemmtilega lýsingu í stúdíóinu hjá sér. Látbragð stjórnendanna á meðan lögin voru spiluð var ekki síður áhugavert en umræðuefni þeirra og hreyfingarnar sem boðið var upp á þegar dansararnir yfirgáfu plastkúluna og dönsuðu um sviðið voru ólíkar öllu því sem undirrituð hefur séð í dansverkum. On Air var ekki eins heilsteypt og vel útfært eins og Radio Dance en engu að síður mjög áhugavert. Það sem gerði það ekki síst þess virði að horfa á og hlusta var hinn sterki femíníski tónn sem einkenndi allt sem fram fór. Í fyrsta lagi voru allar raddir þáttarins kvenraddir eitthvað sem heyrir til undantekninga á íslenskum útvarpsstöðum. Í öðru lagi var umræðuefnið mjög kvenlægt eins og t.d. sjálfsfróun kvenna. Í þriðja lagi voru hreyfingar dansaranna á sviðinu tengdar líkamlegri virkni frekar en fegurð eins og hefðin hefur verið í dansheiminum og í fjórða lagi var kvenlíkaminn sýndur á sviðinu á afslappaðan og eðlilegan hátt, ekkert brasilískt þar. Atlantic eftir Juli Reinartz vísaði í hlutverk aðalsöngvarans og tengsla hans við áhorfendur. Verkið var órætt og veikt en áhugavert að því leyti að það hafði þessa hversdagslegu framsetningu kvenlíkamans þó ekki væri hann nakinn eins og í On Air. Þema Reykjavíkdansfestivals að þessu sinni voru áhrif poppmenningar á dansinn. Þemað komst ágætlega til skila og þá ekki síst áhrif tónlistar á nútíma danssköpun. Í DEAD Beauty and the Beast, Fronting and Atlantic var hreinlega sótt í smiðju söngvara þungarokks og popphljómsveita um hreyfingar og í A lecture on Borderline Musicals sem var aftur á efniskrá hátíðarinnar er leikið með hugmyndirnar um þungarokksöngleiki. Solid Gold og Jolie sóttu aftur á mót hreyfiforða sinn í dansmenningu sem venjulega er flokkuð sem afþreyingariðnaður frekar en listdans og útvarpsdansverk Nadja Hjorton er bein eftiröpun á spjallþáttunum sem fylla allar útvarpsstöðvar í dag. Niðurstaða: Reykjavíkdansfestival var vel heppnuð hátíð íslenskra og erlendra dansunnenda og ýtti enn og aftur við hugmyndum áhorfenda um eðli listdansins. Það verður spennandi að sjá hvað boðið verður upp á í febrúar. Gagnrýni Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Dans: Reykjavíkdansfestival Radio Dance og On Air Nadja Hjorton Atlantic Juli Reinartz Það er ekki á hverjum degi sem maður sest í leikhús, kemur sér vel fyrir í sætinu og lokar svo augunum til þess að njóta þess að hlusta á dansverk. En þannig var það í verki Nadja Hjorton Radio Dance sem var á dagskrá Reykjavíkdansfestival í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 28. nóvember. Þetta var einlægt og hrífandi verk þar sem blandað var saman upplifuninni af því að hlusta á útvarp þar sem hver og einn skapar sinn eigin ævintýraheim og þess að horfa á dans. Því, jú, þegar líða tók á verkið varð að opna augun og sjá hvað var að gerast á sviðinu. Á laugardagskvöldinu endurtók Nadja leikinn í verkinu On Air nema þar hafði hún fengið í lið með sér þrjá aðra dansara í þátt í anda frjálsu útvarpsstöðvanna þar sem þáttastjórnendur sátu og spjölluðu um daginn og veginn á milli þess sem þeir spiluðu lög. Ólíkt hefðbundinni útvarpsútsendingu þá heyrðist ekki aðeins í flytjendunum heldur sáust þeir á sviðinu staðsettir inni í stórri plastkúlu íklæddir skrautlegum fötum, með litrík blóm og kaffikönnur og með skemmtilega lýsingu í stúdíóinu hjá sér. Látbragð stjórnendanna á meðan lögin voru spiluð var ekki síður áhugavert en umræðuefni þeirra og hreyfingarnar sem boðið var upp á þegar dansararnir yfirgáfu plastkúluna og dönsuðu um sviðið voru ólíkar öllu því sem undirrituð hefur séð í dansverkum. On Air var ekki eins heilsteypt og vel útfært eins og Radio Dance en engu að síður mjög áhugavert. Það sem gerði það ekki síst þess virði að horfa á og hlusta var hinn sterki femíníski tónn sem einkenndi allt sem fram fór. Í fyrsta lagi voru allar raddir þáttarins kvenraddir eitthvað sem heyrir til undantekninga á íslenskum útvarpsstöðum. Í öðru lagi var umræðuefnið mjög kvenlægt eins og t.d. sjálfsfróun kvenna. Í þriðja lagi voru hreyfingar dansaranna á sviðinu tengdar líkamlegri virkni frekar en fegurð eins og hefðin hefur verið í dansheiminum og í fjórða lagi var kvenlíkaminn sýndur á sviðinu á afslappaðan og eðlilegan hátt, ekkert brasilískt þar. Atlantic eftir Juli Reinartz vísaði í hlutverk aðalsöngvarans og tengsla hans við áhorfendur. Verkið var órætt og veikt en áhugavert að því leyti að það hafði þessa hversdagslegu framsetningu kvenlíkamans þó ekki væri hann nakinn eins og í On Air. Þema Reykjavíkdansfestivals að þessu sinni voru áhrif poppmenningar á dansinn. Þemað komst ágætlega til skila og þá ekki síst áhrif tónlistar á nútíma danssköpun. Í DEAD Beauty and the Beast, Fronting and Atlantic var hreinlega sótt í smiðju söngvara þungarokks og popphljómsveita um hreyfingar og í A lecture on Borderline Musicals sem var aftur á efniskrá hátíðarinnar er leikið með hugmyndirnar um þungarokksöngleiki. Solid Gold og Jolie sóttu aftur á mót hreyfiforða sinn í dansmenningu sem venjulega er flokkuð sem afþreyingariðnaður frekar en listdans og útvarpsdansverk Nadja Hjorton er bein eftiröpun á spjallþáttunum sem fylla allar útvarpsstöðvar í dag. Niðurstaða: Reykjavíkdansfestival var vel heppnuð hátíð íslenskra og erlendra dansunnenda og ýtti enn og aftur við hugmyndum áhorfenda um eðli listdansins. Það verður spennandi að sjá hvað boðið verður upp á í febrúar.
Gagnrýni Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira