Hjartveikur maður fastur á kaffistofu Landspítalans Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. desember 2014 07:00 Guðni Páll Viktorsson leitaði aðstoðar á bráðamóttöku á mánudagskvöld og er nú fastur á spítalanum. Vísir/ Vilhelm Guðni Páll Viktorsson hefur verið fastur á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga og liggur á kaffistofu deildarinnar vegna verkfalls lækna. Guðni Páll kenndi sér meins síðastliðið mánudagskvöld og leitaði aðstoðar á bráðamóttöku. Hann var sendur á Hjartagátt til frekari rannsókna en svo lagður inn á hjartadeild 14EG, sem er eina deild landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með einkenni frá hjarta. Nú liggur hann inni á nokkuð óvenjulegum stað innan deildarinnar, eða á kaffistofu sem er ætluð sjúklingum og starfsfólki. Hann veit enn ekki hvað amar að honum. Vegna verkfalls lækna hefur hann ekki enn undirgengist nauðsynlegar rannsóknir og fær ekki úr því skorið hvert meinið er fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn. Hann er fastur á kaffistofunni því það er ekki hægt að útskrifa hann. Blaðamaður leit inn á hjartadeild og ræddi við Guðna Pál og aðra sjúklinga á deildinni um ástandið.Eruð þið að mynda maurana? Kímnigáfuna vantar ekki þótt staðan sé slæm. Sjúklingi fannst maurar á spítalanum meira vandamál en læknadeilan. Vísir/VilhelmKórsöngur tók á móti blaðamanni, fjölmargir sjúklingar sátu á stólum í holinu og hlustuðu á kór syngja: Fögur er foldin eftir Matthías Jochumsson: Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Ljóð sem minnir á æðruleysi og tímans gang. Margir sjúklingar eru í þeirri stöðu að þurfa að sætta sig við mikla óvissu um eigin heilsu. Þeir sjúklingar sem blaðamaður ræddi við voru rólegir enda lítið annað að gera en bíða. Bíða eftir nauðsynlegum rannsóknum og aðstoð. „Það fer ekki svo illa um mig,“ segir Guðni Páll. „Ég sef betur hér en inni á herbergi, minna um hrotur og svona,“ segir hann og brosir við. „Ég fer í myndatöku á föstudaginn. Ég veit enn ekki hvað amar að. Mögulega væri ég löngu farinn heim ef ekki væri verkfall en ég er fastur hér því það er ekki hægt að útskrifa mig.“ Rúminu er haganlega komið fyrir í horni kaffistofunnar. Hann geymir dótið sitt í plastpoka rétt við rúmið. Fólk kemur og fer og fær sér kaffisopa eða gægist inn í lítinn ísskáp í kaffistofunni og veitir Guðna Páli litla athygli.Engir sjúklingar útskrifaðir Ekki er hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og útskrifa sjúklinga. Vísir/VilhelmHann segir fjölskylduna vissulega hafa áhyggjur. „En ég reyni að vera bjartsýnn. Ef eitthvað amar að mér, þá er ég þó á besta stað, á spítala,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við áhyggjur sjúklinga og aðstandenda þeirra á deildinni. „Aðstandendur eru undir miklu álagi. Ég verð var við sorg og áhyggjur,“ segir Guðni Páll. Í setustofunni sitja nokkrir aðstandendur með sjúklingum og rabba saman. Eldri hjón segjast sallaróleg yfir ástandinu. Eiginmaðurinn heldur fast í hönd eiginkonunnar uppáklæddur en hún í slopp. „Það er bara ekkert við þessu að gera. Þeir leysa þetta á endanum,“ segir hann. Yngri kona sem er komin til þess að styðja við eiginmann sinn sem á að fara í rannsóknir á föstudaginn segist vissulega hafa áhyggjur. Óvissan sé ekki til að bæta ömurlegt ástand og valdi kvíða hjá bæði sjúklingum og aðstandendum. „Stundum er það þannig að þótt að það séu vondar fréttir, þá vill maður frekar vita en vita ekki.“Sjúklingar sátu og hlýddu á ljóð Matthíasar Jochumssonar, Fögur er foldin. Vísir/VilhelmHjúkrunardeildarstjóri deildarinnar, Bylgja Kærnested, segir ástandið óviðunandi fyrir sjúklinga deildarinnar. „Það eru miklar tafir, engir sjúklingar fá að fara heim. Það er ekki hægt að útskrifa sjúklinga og ekki hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir svo sem hjartaþræðingar, hjartaómanir, gangráðsísetningar og fleira. Ástandið er verra en á helgidegi,“ segir Bylgja. „Það eru bara yfirlæknar að störfum þannig að það er margfalt minni mönnun en venjulegt er. Við höfum þurft að bregðast við ástandinu og sumir sjúklinganna eru í innlögn á gangi, þá geymum við einn sjúkling í lausu plássi á gjörgæslu og annan á Hjartagátt.“ Guðríður Þórðardóttir vaktstjóri leiðir blaðamann og ljósmyndara um deildina. Hvert herbergi deildarinnar er fullnýtt. Þrjú rúm eru á ganginum en tvö þeirra tóm. Ekki hefur enn þurft að leggja inn sjúklinga í þau auðu. Þótt útlitið sé ekki bjart í samningum á milli ríkis og lækna hafa sumir sjúklinganna ekki enn misst kímnigáfuna. „Eruð þið komin til að mynda maurana?“ spyr eldri maður í slopp á ganginum og skellir upp úr. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Guðni Páll Viktorsson hefur verið fastur á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga og liggur á kaffistofu deildarinnar vegna verkfalls lækna. Guðni Páll kenndi sér meins síðastliðið mánudagskvöld og leitaði aðstoðar á bráðamóttöku. Hann var sendur á Hjartagátt til frekari rannsókna en svo lagður inn á hjartadeild 14EG, sem er eina deild landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með einkenni frá hjarta. Nú liggur hann inni á nokkuð óvenjulegum stað innan deildarinnar, eða á kaffistofu sem er ætluð sjúklingum og starfsfólki. Hann veit enn ekki hvað amar að honum. Vegna verkfalls lækna hefur hann ekki enn undirgengist nauðsynlegar rannsóknir og fær ekki úr því skorið hvert meinið er fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn. Hann er fastur á kaffistofunni því það er ekki hægt að útskrifa hann. Blaðamaður leit inn á hjartadeild og ræddi við Guðna Pál og aðra sjúklinga á deildinni um ástandið.Eruð þið að mynda maurana? Kímnigáfuna vantar ekki þótt staðan sé slæm. Sjúklingi fannst maurar á spítalanum meira vandamál en læknadeilan. Vísir/VilhelmKórsöngur tók á móti blaðamanni, fjölmargir sjúklingar sátu á stólum í holinu og hlustuðu á kór syngja: Fögur er foldin eftir Matthías Jochumsson: Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Ljóð sem minnir á æðruleysi og tímans gang. Margir sjúklingar eru í þeirri stöðu að þurfa að sætta sig við mikla óvissu um eigin heilsu. Þeir sjúklingar sem blaðamaður ræddi við voru rólegir enda lítið annað að gera en bíða. Bíða eftir nauðsynlegum rannsóknum og aðstoð. „Það fer ekki svo illa um mig,“ segir Guðni Páll. „Ég sef betur hér en inni á herbergi, minna um hrotur og svona,“ segir hann og brosir við. „Ég fer í myndatöku á föstudaginn. Ég veit enn ekki hvað amar að. Mögulega væri ég löngu farinn heim ef ekki væri verkfall en ég er fastur hér því það er ekki hægt að útskrifa mig.“ Rúminu er haganlega komið fyrir í horni kaffistofunnar. Hann geymir dótið sitt í plastpoka rétt við rúmið. Fólk kemur og fer og fær sér kaffisopa eða gægist inn í lítinn ísskáp í kaffistofunni og veitir Guðna Páli litla athygli.Engir sjúklingar útskrifaðir Ekki er hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og útskrifa sjúklinga. Vísir/VilhelmHann segir fjölskylduna vissulega hafa áhyggjur. „En ég reyni að vera bjartsýnn. Ef eitthvað amar að mér, þá er ég þó á besta stað, á spítala,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við áhyggjur sjúklinga og aðstandenda þeirra á deildinni. „Aðstandendur eru undir miklu álagi. Ég verð var við sorg og áhyggjur,“ segir Guðni Páll. Í setustofunni sitja nokkrir aðstandendur með sjúklingum og rabba saman. Eldri hjón segjast sallaróleg yfir ástandinu. Eiginmaðurinn heldur fast í hönd eiginkonunnar uppáklæddur en hún í slopp. „Það er bara ekkert við þessu að gera. Þeir leysa þetta á endanum,“ segir hann. Yngri kona sem er komin til þess að styðja við eiginmann sinn sem á að fara í rannsóknir á föstudaginn segist vissulega hafa áhyggjur. Óvissan sé ekki til að bæta ömurlegt ástand og valdi kvíða hjá bæði sjúklingum og aðstandendum. „Stundum er það þannig að þótt að það séu vondar fréttir, þá vill maður frekar vita en vita ekki.“Sjúklingar sátu og hlýddu á ljóð Matthíasar Jochumssonar, Fögur er foldin. Vísir/VilhelmHjúkrunardeildarstjóri deildarinnar, Bylgja Kærnested, segir ástandið óviðunandi fyrir sjúklinga deildarinnar. „Það eru miklar tafir, engir sjúklingar fá að fara heim. Það er ekki hægt að útskrifa sjúklinga og ekki hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir svo sem hjartaþræðingar, hjartaómanir, gangráðsísetningar og fleira. Ástandið er verra en á helgidegi,“ segir Bylgja. „Það eru bara yfirlæknar að störfum þannig að það er margfalt minni mönnun en venjulegt er. Við höfum þurft að bregðast við ástandinu og sumir sjúklinganna eru í innlögn á gangi, þá geymum við einn sjúkling í lausu plássi á gjörgæslu og annan á Hjartagátt.“ Guðríður Þórðardóttir vaktstjóri leiðir blaðamann og ljósmyndara um deildina. Hvert herbergi deildarinnar er fullnýtt. Þrjú rúm eru á ganginum en tvö þeirra tóm. Ekki hefur enn þurft að leggja inn sjúklinga í þau auðu. Þótt útlitið sé ekki bjart í samningum á milli ríkis og lækna hafa sumir sjúklinganna ekki enn misst kímnigáfuna. „Eruð þið komin til að mynda maurana?“ spyr eldri maður í slopp á ganginum og skellir upp úr.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira