Ár rassa og samfélagsmiðla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2014 09:00 Atli Fannar og Salka Sól fagna aukinni virkni landans á samfélagsmiðlum en eru sammála um að Virkir í athugasemdum sé hópur sem þau eigi erfitt með að skilja. vísir/vilhelm Salka Sól og Atli Fannar þekkjast frá því á hljómsveitarárum Atla Fannars á Selfossi. Atli: „Salka var þá í áhorfendaskaranum að horfa á mig spila, en í dag horfi ég á hana á tónleikum.“ Salka: „Já, ég var svakaleg grúppía.“ Atli: „Annars fékk ég sjokk þegar ég fékk að vita að Salka Sól yrði hinn viðmælandinn þar sem vaninn er að hafa einn ungan og einn eldri. Þetta þýðir að ég er þessi eldri!“Hvað stendur upp úr í dægurmálum þegar þið lítið yfir árið? Salka: „Reykjavíkurdætur byrjuðu fyrir akkúrat ári og er óhætt að segja að þær séu búnar að vekja athygli á þessu ári.“ Atli: „Þetta er ár stelpurapps. Það var ekki óþekkt hugtak áður en maður gat talið stelpurappara á fingrum annarrar handar.“ Salka: „Þetta er líka klárlega ár rassanna. Hljómsveitt kom til dæmis með sterka rassaumræðu en kannski í öðrum tilgangi.“ Atli: „Já, vá. Amabadama sagði okkur að hrista bossa. Úti hristu Jennifer Lopez, Nicky Minaj og Beyoncé rassana. Myndin af Kardashian var rassahápunktur ársins – hún súmmeraði árið upp. Ef það er til rassasólkerfi þá er Kim Kardashian sólin, sú stærsta og svo eru aðeins minni rassar í kring. Hvað ætli verði næst? Kálfavöðvar? Hver ákveður þetta?“ Salka: „Femínismi hefur líka verið mikið í umræðunni og poppstjörnur að tjá sig og svo stimplaði hugtakið „slut shaming“ sig rækilega inn.“ Atli: „Konurnar eru að gera kynþokkafull myndbönd en það er eins og það sé verið að færa þetta á forsendur þeirra, að þær séu með völdin. Það segir mér enginn að einhver feitur kall sé að baki Jennifer Lopez, sem er 45 ára og hefur marga fjöruna sopið, og segi henni hvað hún eigi að gera. Hjálpar til við að afbæla okkur." Salka: „Annars finnst mér þetta hafa verið ár samfélagsmiðla. Þótt þeir hafi verið lengi til þá náðu þeir einhverju hámarki á þessu ári. Fyrir tveimur árum setti einhver mynd af nýfæddu barni sínu og fékk kannski sjö læk. Nú fengi viðkomandi 700 læk og þarf ekki einu sinni að vera frægur.“ Atli: „Nákvæmlega. Fólk varð miklu virkara og miðlarnir eru orðnir svo stór hluti af lífi okkar. Þetta sást líka vel í febrúar þegar Vine-strákarnir komu í Smáralind og krakkarnir fylltu húsnæðið. Allir eldri en 20 ára vissu ekkert hvað væri í gangi. Annaðhvort fussaði fólk og sveiaði eða bað bara um fræðslu. Hvað er Vine? Hver er Jerome Jarre? Og hvað var að gerast þarna? Unga fólkið var að nota samfélagsmiðla sem við eldri vissum ekki einu sinni af. Svo fóru krakkarnir yfir á Snapchat sem er að verða megadæmi.“ Salka: „Bjútítips og Sjomlatips-væðingin er eitthvað sem ég hef vandræðalega mikinn áhuga á. Svo er Twitter að sækja í sig veðrið.“ Atli: „Ég sagði í fyrra að þetta yrði ár Twitter. Það var það næstum því en ég held að næsta ár verði málið. Ég finn bara á síðustu vikum hvað þetta hefur aukist, fleiri eru að nota miðilinn og nota á þann hátt sem hann á að vera notaður sem er hömlulaus samfélagsmiðlun þar sem maður tjáir sig allan daginn um allt. Ég held að þetta sé frábært. Allt að verða tengdara og skemmtilegra. Hlutir fréttast hraðar og þetta hjálpar okkur að afbæla samfélagið.“ Salka: „Eldri kynslóðin er hræddari. Segir að enginn eigi lengur samskipti, bendir á Tinder og segir unga fólkið ekki þora að bjóða á stefnumót lengur. Mér finnst þetta jákvæð þróun en við þurfum að læra á þetta, þurfum að kunna okkur og þá er þetta gott.“ Atli: „Allt þarf alltaf að hlaupa af sér hornin. Fyrst var til dæmis talað um Tinder sem kynlífsapp. En fólk er að kynnast og fara á stefnumót. Það er búið að eyða erfiðasta skrefinu við að kynnast manneskju svo fólk hittir fleira fólk og það útilokar fleira fólk með hjálp upplýsinga. Þetta mun bjarga fólki frá ömurlegum samböndum.“Nýjar áskoranir í tónlist Við færum okkur úr samfélagsmiðlunum yfir í fræga fólkið og fréttir af þeim. Salka: „Þegar ég hugsa dægurmál þá hugsa ég bara um Beyoncé.“ Atli: „Það var rosalega afhjúpandi dæmi þegar Beyonce og Jay Z komu. Fréttir af þeim vöktu svo fyndin viðbrögð hjá hluta fólks á netinu. Það voru svo margir reiðir, sem er svo skrýtið. Hvert sem þetta frægasta par í heimi fer þá sýna fjölmiðlar því áhuga.“ Salka: „Markmið mitt í lífinu er að vera ekki virk í athugasemdum. Þetta með „er þetta frétt?“ er orðið svo fyndið.“ Atli: „Í öðrum löndum er mun meiri aðgangsharka, svo sendir Vísir ljósmyndara sem tekur mynd af þyrlu fyrir utan bústaðinn og það verður allt brjálað. Öryggisvörðurinn biður hann um að fara og hann fer. Það myndi franski papparazzinn aldrei gera. Ég er einmitt viss um að þau hafi bara hugsað: „Hvað? Veit enginn af okkur hérna?“ Salka: „Mér finnst það samt mjög fallegt.“Árið 2014 var stórt kvikmyndaár á Íslandi. Á tímabili voru sex íslenskar kvikmyndir í sýningu í bíóhúsunum á sama tíma sem er nýtt met. Er nýr tónn í íslenskum kvikmyndum? Atli: „Mér fannst Baldvin Z slá nýjan tón í Vonarstræti. Mér finnst hann fara skref upp á við á gæðastandard. Maður veit að það er rosalega erfitt að framleiða kvikmyndir fyrir fjármunina sem eru í boði og fólk fær ekki þann tíma sem þarf. Þetta er virðingarvert.“ Salka: „Já, svo fékk myndin verðlaun sem kvikmyndir frá allri Evrópu voru að keppa um.“ Atli: „Ég vil alls ekki vera þjóðremba. Mér finnst að við eigum að slaka á innflutningshöftum varðandi margt en ég hugsa líka hvað það er ótrúlega mikil gróska hérna. Eins og dæmið með Of Monsters and Men. Hversu margar hljómsveitir frá öðru litlu landi, til dæmis Lúxemborg, eru að meika það í Bandaríkjunum eða hve margar kvikmyndir þaðan ferðast um allan heim? Þetta er magnað.“ Salka: „Ég var spurð af erlendum gestum á Airwaves af hverju væri svona mikið af íslenskri tónlist og allir í hljómsveitum. Ég held að málið sé að við ritskoðum okkur ekki. Við vitum að hluta til að við séum ekki að fara að vinna sem tónlistarmenn á svona litlum markaði, eða maður byrjar með þá hugsun. Þannig að við gerum það sem okkur langar til, þess vegna er svona mismunandi og tilraunakennd tónlist á Íslandi. Við erum einfaldlega að gera tónlist því okkur finnst það svo gaman en erum ekki að framleiða fyrir vinsældir. Útlendingar eru hreinlega gapandi yfir flórunni hérna.“ Atli: „Þetta leiðir hugann að Spotify. Nú notar fólk löglegan vettvang til að ná sér í tónlist fyrir lítinn pening. Ég held að verkefni tónlistarbransans á næsta ári verði að finna leið til að snúa þessu sér í hag því það er fullt af peningum þarna úti í umferð og áhuginn er til staðar. Í stað þess að leggja árar í bát þarf að finna nýjar leiðir.“ Salka: „Mér finnst samt frábært að fólk sé að hlusta á plötuna okkar á Spotify því við erum með boðskap sem við viljum að berist. Svo höldum við tónleika og þeir fyllast því fólk er að hlusta og vill koma og sjá okkur, þannig fáum við eitthvað til baka – bara á öðrum vettvangi.“ Atli: „Það sama á við um Netflix. Framleiðendur sjónvarpsefnis þurfa að hugsa í takt við tímann. Þeir sem reiða sig á áskriftartekjur sérstaklega.“ Salka: „Mig langar oft að sjá íslenskt sjónvarpsefni en vil kannski ekki borga áskrift. Ég myndi pottþétt kaupa þættina í lausasölu ef það væri í boði. Maður sækir í íslenskt efni.“Kemst aftur í tísku að drekkaHvað með tískufyrirbæri ársins? Salka: „Skegg og hársnúðar karla.“ Atli: „Hvort tveggja sem ég get ekki. Mér vex ekki almennilegt skegg og er búinn með síðahárstímabilið.“ Salka: „Er það eitthvað sem maður gerir bara einu sinni?“ Atli: „Já, þegar maður á gamlar myndir af sér frá þeim tíma. Annað sem er í tísku er edrúmennska. Það er nýi kúrinn, sumir kalla þetta yfirlætislega kúrinn. Einhver hættir að drekka og segir að sér hafi aldrei liðið betur og bendir fólki á að prófa þetta. Spurning hvort næsta ár verði árið sem allir hrynja í það. Einu sinni var nefnilega mjög kúl að vera rosa fullur.“ Salka: „Það gæti reyndar tengst hækkandi aldri, Atli minn.“ Atli: „Já, reyndar. En samt, Mínus og ólifnaður var einu sinni meira í tísku. Nú líður mér aftur sem þessum „eldri“ í viðtalinu.“ Salka: „Allt í lagi. Á næsta ári hættum við að drekka úr krukkum en hættum að hætta að drekka.“ Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Salka Sól og Atli Fannar þekkjast frá því á hljómsveitarárum Atla Fannars á Selfossi. Atli: „Salka var þá í áhorfendaskaranum að horfa á mig spila, en í dag horfi ég á hana á tónleikum.“ Salka: „Já, ég var svakaleg grúppía.“ Atli: „Annars fékk ég sjokk þegar ég fékk að vita að Salka Sól yrði hinn viðmælandinn þar sem vaninn er að hafa einn ungan og einn eldri. Þetta þýðir að ég er þessi eldri!“Hvað stendur upp úr í dægurmálum þegar þið lítið yfir árið? Salka: „Reykjavíkurdætur byrjuðu fyrir akkúrat ári og er óhætt að segja að þær séu búnar að vekja athygli á þessu ári.“ Atli: „Þetta er ár stelpurapps. Það var ekki óþekkt hugtak áður en maður gat talið stelpurappara á fingrum annarrar handar.“ Salka: „Þetta er líka klárlega ár rassanna. Hljómsveitt kom til dæmis með sterka rassaumræðu en kannski í öðrum tilgangi.“ Atli: „Já, vá. Amabadama sagði okkur að hrista bossa. Úti hristu Jennifer Lopez, Nicky Minaj og Beyoncé rassana. Myndin af Kardashian var rassahápunktur ársins – hún súmmeraði árið upp. Ef það er til rassasólkerfi þá er Kim Kardashian sólin, sú stærsta og svo eru aðeins minni rassar í kring. Hvað ætli verði næst? Kálfavöðvar? Hver ákveður þetta?“ Salka: „Femínismi hefur líka verið mikið í umræðunni og poppstjörnur að tjá sig og svo stimplaði hugtakið „slut shaming“ sig rækilega inn.“ Atli: „Konurnar eru að gera kynþokkafull myndbönd en það er eins og það sé verið að færa þetta á forsendur þeirra, að þær séu með völdin. Það segir mér enginn að einhver feitur kall sé að baki Jennifer Lopez, sem er 45 ára og hefur marga fjöruna sopið, og segi henni hvað hún eigi að gera. Hjálpar til við að afbæla okkur." Salka: „Annars finnst mér þetta hafa verið ár samfélagsmiðla. Þótt þeir hafi verið lengi til þá náðu þeir einhverju hámarki á þessu ári. Fyrir tveimur árum setti einhver mynd af nýfæddu barni sínu og fékk kannski sjö læk. Nú fengi viðkomandi 700 læk og þarf ekki einu sinni að vera frægur.“ Atli: „Nákvæmlega. Fólk varð miklu virkara og miðlarnir eru orðnir svo stór hluti af lífi okkar. Þetta sást líka vel í febrúar þegar Vine-strákarnir komu í Smáralind og krakkarnir fylltu húsnæðið. Allir eldri en 20 ára vissu ekkert hvað væri í gangi. Annaðhvort fussaði fólk og sveiaði eða bað bara um fræðslu. Hvað er Vine? Hver er Jerome Jarre? Og hvað var að gerast þarna? Unga fólkið var að nota samfélagsmiðla sem við eldri vissum ekki einu sinni af. Svo fóru krakkarnir yfir á Snapchat sem er að verða megadæmi.“ Salka: „Bjútítips og Sjomlatips-væðingin er eitthvað sem ég hef vandræðalega mikinn áhuga á. Svo er Twitter að sækja í sig veðrið.“ Atli: „Ég sagði í fyrra að þetta yrði ár Twitter. Það var það næstum því en ég held að næsta ár verði málið. Ég finn bara á síðustu vikum hvað þetta hefur aukist, fleiri eru að nota miðilinn og nota á þann hátt sem hann á að vera notaður sem er hömlulaus samfélagsmiðlun þar sem maður tjáir sig allan daginn um allt. Ég held að þetta sé frábært. Allt að verða tengdara og skemmtilegra. Hlutir fréttast hraðar og þetta hjálpar okkur að afbæla samfélagið.“ Salka: „Eldri kynslóðin er hræddari. Segir að enginn eigi lengur samskipti, bendir á Tinder og segir unga fólkið ekki þora að bjóða á stefnumót lengur. Mér finnst þetta jákvæð þróun en við þurfum að læra á þetta, þurfum að kunna okkur og þá er þetta gott.“ Atli: „Allt þarf alltaf að hlaupa af sér hornin. Fyrst var til dæmis talað um Tinder sem kynlífsapp. En fólk er að kynnast og fara á stefnumót. Það er búið að eyða erfiðasta skrefinu við að kynnast manneskju svo fólk hittir fleira fólk og það útilokar fleira fólk með hjálp upplýsinga. Þetta mun bjarga fólki frá ömurlegum samböndum.“Nýjar áskoranir í tónlist Við færum okkur úr samfélagsmiðlunum yfir í fræga fólkið og fréttir af þeim. Salka: „Þegar ég hugsa dægurmál þá hugsa ég bara um Beyoncé.“ Atli: „Það var rosalega afhjúpandi dæmi þegar Beyonce og Jay Z komu. Fréttir af þeim vöktu svo fyndin viðbrögð hjá hluta fólks á netinu. Það voru svo margir reiðir, sem er svo skrýtið. Hvert sem þetta frægasta par í heimi fer þá sýna fjölmiðlar því áhuga.“ Salka: „Markmið mitt í lífinu er að vera ekki virk í athugasemdum. Þetta með „er þetta frétt?“ er orðið svo fyndið.“ Atli: „Í öðrum löndum er mun meiri aðgangsharka, svo sendir Vísir ljósmyndara sem tekur mynd af þyrlu fyrir utan bústaðinn og það verður allt brjálað. Öryggisvörðurinn biður hann um að fara og hann fer. Það myndi franski papparazzinn aldrei gera. Ég er einmitt viss um að þau hafi bara hugsað: „Hvað? Veit enginn af okkur hérna?“ Salka: „Mér finnst það samt mjög fallegt.“Árið 2014 var stórt kvikmyndaár á Íslandi. Á tímabili voru sex íslenskar kvikmyndir í sýningu í bíóhúsunum á sama tíma sem er nýtt met. Er nýr tónn í íslenskum kvikmyndum? Atli: „Mér fannst Baldvin Z slá nýjan tón í Vonarstræti. Mér finnst hann fara skref upp á við á gæðastandard. Maður veit að það er rosalega erfitt að framleiða kvikmyndir fyrir fjármunina sem eru í boði og fólk fær ekki þann tíma sem þarf. Þetta er virðingarvert.“ Salka: „Já, svo fékk myndin verðlaun sem kvikmyndir frá allri Evrópu voru að keppa um.“ Atli: „Ég vil alls ekki vera þjóðremba. Mér finnst að við eigum að slaka á innflutningshöftum varðandi margt en ég hugsa líka hvað það er ótrúlega mikil gróska hérna. Eins og dæmið með Of Monsters and Men. Hversu margar hljómsveitir frá öðru litlu landi, til dæmis Lúxemborg, eru að meika það í Bandaríkjunum eða hve margar kvikmyndir þaðan ferðast um allan heim? Þetta er magnað.“ Salka: „Ég var spurð af erlendum gestum á Airwaves af hverju væri svona mikið af íslenskri tónlist og allir í hljómsveitum. Ég held að málið sé að við ritskoðum okkur ekki. Við vitum að hluta til að við séum ekki að fara að vinna sem tónlistarmenn á svona litlum markaði, eða maður byrjar með þá hugsun. Þannig að við gerum það sem okkur langar til, þess vegna er svona mismunandi og tilraunakennd tónlist á Íslandi. Við erum einfaldlega að gera tónlist því okkur finnst það svo gaman en erum ekki að framleiða fyrir vinsældir. Útlendingar eru hreinlega gapandi yfir flórunni hérna.“ Atli: „Þetta leiðir hugann að Spotify. Nú notar fólk löglegan vettvang til að ná sér í tónlist fyrir lítinn pening. Ég held að verkefni tónlistarbransans á næsta ári verði að finna leið til að snúa þessu sér í hag því það er fullt af peningum þarna úti í umferð og áhuginn er til staðar. Í stað þess að leggja árar í bát þarf að finna nýjar leiðir.“ Salka: „Mér finnst samt frábært að fólk sé að hlusta á plötuna okkar á Spotify því við erum með boðskap sem við viljum að berist. Svo höldum við tónleika og þeir fyllast því fólk er að hlusta og vill koma og sjá okkur, þannig fáum við eitthvað til baka – bara á öðrum vettvangi.“ Atli: „Það sama á við um Netflix. Framleiðendur sjónvarpsefnis þurfa að hugsa í takt við tímann. Þeir sem reiða sig á áskriftartekjur sérstaklega.“ Salka: „Mig langar oft að sjá íslenskt sjónvarpsefni en vil kannski ekki borga áskrift. Ég myndi pottþétt kaupa þættina í lausasölu ef það væri í boði. Maður sækir í íslenskt efni.“Kemst aftur í tísku að drekkaHvað með tískufyrirbæri ársins? Salka: „Skegg og hársnúðar karla.“ Atli: „Hvort tveggja sem ég get ekki. Mér vex ekki almennilegt skegg og er búinn með síðahárstímabilið.“ Salka: „Er það eitthvað sem maður gerir bara einu sinni?“ Atli: „Já, þegar maður á gamlar myndir af sér frá þeim tíma. Annað sem er í tísku er edrúmennska. Það er nýi kúrinn, sumir kalla þetta yfirlætislega kúrinn. Einhver hættir að drekka og segir að sér hafi aldrei liðið betur og bendir fólki á að prófa þetta. Spurning hvort næsta ár verði árið sem allir hrynja í það. Einu sinni var nefnilega mjög kúl að vera rosa fullur.“ Salka: „Það gæti reyndar tengst hækkandi aldri, Atli minn.“ Atli: „Já, reyndar. En samt, Mínus og ólifnaður var einu sinni meira í tísku. Nú líður mér aftur sem þessum „eldri“ í viðtalinu.“ Salka: „Allt í lagi. Á næsta ári hættum við að drekka úr krukkum en hættum að hætta að drekka.“
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira