Er kaskeitið of þungt að bera? Sigurjón M. Egilsson skrifar 23. desember 2014 07:00 Merkilegt er hversu margir embættismenn hafa tekið upp þann sið að svara ekki fjölmiðlum. Þetta er hvimleitt og það er ekki hægt að sættast á að fjöldi blaða- og fréttamanna verji drjúgum hluta flestra vinnudaga í að eltast við fólk, fólk sem hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir embætti í eigu almennings. Fólk sem starfar í almannaþágu. Fyrir ekkert mörgum árum hélt núverandi lögreglustjóri Reykjavíkur og nágrennis, fyrirlestur við Háskólann á Akureyri, þar sem hún fjallaði um þekkingu sem hún hafði öðlast við að kynna sér starf lögreglu hér og þar í Evrópu. Rætt var um aðferðir nútíma mannræningja, ofbeldismanna og annarra miður heppilegra samborga. Afar forvitnilegt erindi. Þungamiðja erindis Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur laut að aðferðum lögreglunnar, ekki síst í Englandi, en þar í landi, og eflaust víðar, tengdu allir bættan árangur í rannsóknum við það að lögreglan lét frá sér eins mikið af upplýsingum og hugsast gat og mátti vegna rannsókna. Almenningur, sagði Sigríður Björk fyrir nokkrum árum, bjó oft yfir upplýsingum sem gögnuðust lögreglunni. Því var brýnt að tengjast fólki sem fyrst og sem mest og sem best. Þannig var talað í fyrirlestrasal Háskólans á Akureyri við fínar viðtökur áheyrenda. Síðan eru liðin nokkur ár. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem segja má að hafi slegið í gegn með fyrirlestrinum á Akureyri, situr nú í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Og hvað? Það virðist ekki vera unnt með nokkrum hætti að fá hana til viðtals. Þeir eru margir blaðamennirnir og fréttamennirnir sem hafa reynt og reynt, en allt komið fyrir ekki. Það sem hún áður boðaði virðist með öllu gleymt þegar hún sjálf er sest í stólinn – þegar hún ræður ferðinni. Það er óásættanlegt með öllu. Þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var lögreglustjóri á Suðurnesjum gerði lögreglan þar, undir hennar stjórn, átak gegn heimilisofbeldi. Þá var austurrísku leiðinni beitt, það er þeirri lagaheimild sem segir lögreglu mega og jafnvel eiga að fjarlægja þann sem beitir ofbeldi af viðkomandi heimili til varnar fórnarlömbunum. Átak lögreglustjórans á Suðurnesjum vakti þjóðarathygli. Svo kom að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, færði lögreglustjórann til í starfi. Þegar Sigríður Björk hafði tekið við stjórn í lögreglustöðinni við Hverfisgötu, bar nýtt við. Síðustu fréttir voru þær að kona, sem beitt hafði verið ofbeldi á heimili sínu, í sinni eigin íbúð, þurfti að leita á náðir Kvennaathvarfsins meðan ofbeldismaður hélt kyrru fyrir í íbúð konunnar. Nú er túlkun laganna önnur en hún var þegar sami lögreglustjóri ríkti suður með sjó. Eða hvað? Gilda ekki sömu lög í Reykjavík og í Keflavík? Er ekkert að marka þetta? Hér verður að leita skýringa. Það er hægara um að tala en í að komast. Eitt er að tala á fundi, annað að fylgja eftir skoðunum sínum og vera trúr eigin sannfæringu. Hvað veldur sinnaskiptunum? Er hið borðalagða kaskeiti lögreglustjórans of þungt til að bera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Merkilegt er hversu margir embættismenn hafa tekið upp þann sið að svara ekki fjölmiðlum. Þetta er hvimleitt og það er ekki hægt að sættast á að fjöldi blaða- og fréttamanna verji drjúgum hluta flestra vinnudaga í að eltast við fólk, fólk sem hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir embætti í eigu almennings. Fólk sem starfar í almannaþágu. Fyrir ekkert mörgum árum hélt núverandi lögreglustjóri Reykjavíkur og nágrennis, fyrirlestur við Háskólann á Akureyri, þar sem hún fjallaði um þekkingu sem hún hafði öðlast við að kynna sér starf lögreglu hér og þar í Evrópu. Rætt var um aðferðir nútíma mannræningja, ofbeldismanna og annarra miður heppilegra samborga. Afar forvitnilegt erindi. Þungamiðja erindis Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur laut að aðferðum lögreglunnar, ekki síst í Englandi, en þar í landi, og eflaust víðar, tengdu allir bættan árangur í rannsóknum við það að lögreglan lét frá sér eins mikið af upplýsingum og hugsast gat og mátti vegna rannsókna. Almenningur, sagði Sigríður Björk fyrir nokkrum árum, bjó oft yfir upplýsingum sem gögnuðust lögreglunni. Því var brýnt að tengjast fólki sem fyrst og sem mest og sem best. Þannig var talað í fyrirlestrasal Háskólans á Akureyri við fínar viðtökur áheyrenda. Síðan eru liðin nokkur ár. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem segja má að hafi slegið í gegn með fyrirlestrinum á Akureyri, situr nú í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Og hvað? Það virðist ekki vera unnt með nokkrum hætti að fá hana til viðtals. Þeir eru margir blaðamennirnir og fréttamennirnir sem hafa reynt og reynt, en allt komið fyrir ekki. Það sem hún áður boðaði virðist með öllu gleymt þegar hún sjálf er sest í stólinn – þegar hún ræður ferðinni. Það er óásættanlegt með öllu. Þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var lögreglustjóri á Suðurnesjum gerði lögreglan þar, undir hennar stjórn, átak gegn heimilisofbeldi. Þá var austurrísku leiðinni beitt, það er þeirri lagaheimild sem segir lögreglu mega og jafnvel eiga að fjarlægja þann sem beitir ofbeldi af viðkomandi heimili til varnar fórnarlömbunum. Átak lögreglustjórans á Suðurnesjum vakti þjóðarathygli. Svo kom að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, færði lögreglustjórann til í starfi. Þegar Sigríður Björk hafði tekið við stjórn í lögreglustöðinni við Hverfisgötu, bar nýtt við. Síðustu fréttir voru þær að kona, sem beitt hafði verið ofbeldi á heimili sínu, í sinni eigin íbúð, þurfti að leita á náðir Kvennaathvarfsins meðan ofbeldismaður hélt kyrru fyrir í íbúð konunnar. Nú er túlkun laganna önnur en hún var þegar sami lögreglustjóri ríkti suður með sjó. Eða hvað? Gilda ekki sömu lög í Reykjavík og í Keflavík? Er ekkert að marka þetta? Hér verður að leita skýringa. Það er hægara um að tala en í að komast. Eitt er að tala á fundi, annað að fylgja eftir skoðunum sínum og vera trúr eigin sannfæringu. Hvað veldur sinnaskiptunum? Er hið borðalagða kaskeiti lögreglustjórans of þungt til að bera?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun