Njarðvík fór í gang í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 20:59 Björg Guðrún Einarsdóttir og stöllur hennar þurftu að játa sig sigraðar í kvöld. vísir/vilhelm Njarðvík varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kvenna þegar liðið lagði KR, 56-49, suður með sjó. Liðin buðu ekki upp á neina skotsýningu í Ljónagryfjunni í kvöld en skotnýing liðanna var með slakasta móti. KR-konur hittu aðeins úr 39% skota sinna innan teigs og 14% úr þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkur var snöggtum skárri; 37% innan teigs og 26% fyrir utan. Gestirnir úr Vesturbænum voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með 14 stigum, 16-30, en Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í 2. leikhluta. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign heimakvenna. KR spilaði ágætlega fyrstu mínútur hans en Njarðvík skellti í lás í vörninni um miðjan 3. leikhluta. Njarðvíkurstúlkur breyttu stöðunni úr 19-37 í 33-37 á síðustu fimm mínútum leikhlutans og náðu svo loks forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir, 52-49. KR skoraði ekki stig á síðustu fimm mínútum leiksins og svo fór að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 56-49. Nikitta Gartrell var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 24 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Björk Gunnarsdóttir kom næst með 10 stig. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði mest fyrir KR, eða 11 stig. Hún tók einnig 10 fráköst. Í gær tryggðu Snæfell og Grindavík sér sæti í undanúrslitunum en það ræðst á morgun hvort það verður Keflavík eða Breiðablik sem verður fjórða liðið í undanúrslitunum.Tölfræði leiks: Njarðvík-KR 56-49 (11-16, 5-14, 17-7, 23-12)Njarðvík: Nikitta Gartrell 24/15 fráköst/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 10/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 6, Svala Sigurðadóttir 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 10/13 fráköst, Helga Einarsdóttir 10/12 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Salvör Ísberg 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0.Dómarar: Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira
Njarðvík varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kvenna þegar liðið lagði KR, 56-49, suður með sjó. Liðin buðu ekki upp á neina skotsýningu í Ljónagryfjunni í kvöld en skotnýing liðanna var með slakasta móti. KR-konur hittu aðeins úr 39% skota sinna innan teigs og 14% úr þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkur var snöggtum skárri; 37% innan teigs og 26% fyrir utan. Gestirnir úr Vesturbænum voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með 14 stigum, 16-30, en Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í 2. leikhluta. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign heimakvenna. KR spilaði ágætlega fyrstu mínútur hans en Njarðvík skellti í lás í vörninni um miðjan 3. leikhluta. Njarðvíkurstúlkur breyttu stöðunni úr 19-37 í 33-37 á síðustu fimm mínútum leikhlutans og náðu svo loks forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir, 52-49. KR skoraði ekki stig á síðustu fimm mínútum leiksins og svo fór að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 56-49. Nikitta Gartrell var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 24 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Björk Gunnarsdóttir kom næst með 10 stig. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði mest fyrir KR, eða 11 stig. Hún tók einnig 10 fráköst. Í gær tryggðu Snæfell og Grindavík sér sæti í undanúrslitunum en það ræðst á morgun hvort það verður Keflavík eða Breiðablik sem verður fjórða liðið í undanúrslitunum.Tölfræði leiks: Njarðvík-KR 56-49 (11-16, 5-14, 17-7, 23-12)Njarðvík: Nikitta Gartrell 24/15 fráköst/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 10/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 6, Svala Sigurðadóttir 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 10/13 fráköst, Helga Einarsdóttir 10/12 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Salvör Ísberg 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0.Dómarar: Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira