Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2015 08:16 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson sagði á blaðamannafundi sínum á Hilton-hótelinu í Doha í morgun að hann væri virkilega ánægður með farmmistöðu sinna manna í danska landsliðinu gegn því íslenska í gær. Danmörk vann Ísland, 30-25, og komst þar með áfram í 8-liða úrslit á HM í handbolta í Katar. Danir mæta heimsmeisturum Spánverja í 8-liða úrslitunum. „Við spiluðum virkilega vel í gær. Ég var virkilega ánægður með vörnina. Við breyttum henni aðeins, spiluðum þéttar á sóknarleik Íslands og það gekk mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Við spiluðum líka vel í sókninni. Við hefðum vissulega getið unnið stærra en þetta var í lagi hjá okkur og góður leikur af okkar hálfu.“ „Næsti andstæðingur er heimsmeistari og er virkilega sterkur. Það er klárt. Spánn er með frábært lið sem spilar þétta vörn og er með nokkra stóra leikmenn. Við þurfum að vinna bug á því og reyna nokkrar útfærslur á okkar sóknarleik til að komast í gegnum spænsku vörnina.“ Guðmundur var spurður hver helsti munurinn væri á spænska liðinu og því íslenska. „Spánn spilar öflugri varnarleik en Ísland og er með breiðari hóp. Þá hafa þeir ekki spilað jafn erfiða leiki í keppninni til þessa og liðin í riðlum okkar og Íslands.“ „Það skiptir okkur öllu máli að spila eins góða vörn og við getum. Við fengum til að mynda of margar brottvísanir í gær. Þær voru fimm og það finnst mér of mikið. Það getur ráðið úrslitum í leik gegn Spáni.“ Skondin uppákoma varð á fundinum því ljósin í herberginu slokknuðu á miðjum fundi. Guðmundur brosti út í annað en hélt áfram að svara spurningum blaðamanna. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum. 26. janúar 2015 20:24 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson sagði á blaðamannafundi sínum á Hilton-hótelinu í Doha í morgun að hann væri virkilega ánægður með farmmistöðu sinna manna í danska landsliðinu gegn því íslenska í gær. Danmörk vann Ísland, 30-25, og komst þar með áfram í 8-liða úrslit á HM í handbolta í Katar. Danir mæta heimsmeisturum Spánverja í 8-liða úrslitunum. „Við spiluðum virkilega vel í gær. Ég var virkilega ánægður með vörnina. Við breyttum henni aðeins, spiluðum þéttar á sóknarleik Íslands og það gekk mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Við spiluðum líka vel í sókninni. Við hefðum vissulega getið unnið stærra en þetta var í lagi hjá okkur og góður leikur af okkar hálfu.“ „Næsti andstæðingur er heimsmeistari og er virkilega sterkur. Það er klárt. Spánn er með frábært lið sem spilar þétta vörn og er með nokkra stóra leikmenn. Við þurfum að vinna bug á því og reyna nokkrar útfærslur á okkar sóknarleik til að komast í gegnum spænsku vörnina.“ Guðmundur var spurður hver helsti munurinn væri á spænska liðinu og því íslenska. „Spánn spilar öflugri varnarleik en Ísland og er með breiðari hóp. Þá hafa þeir ekki spilað jafn erfiða leiki í keppninni til þessa og liðin í riðlum okkar og Íslands.“ „Það skiptir okkur öllu máli að spila eins góða vörn og við getum. Við fengum til að mynda of margar brottvísanir í gær. Þær voru fimm og það finnst mér of mikið. Það getur ráðið úrslitum í leik gegn Spáni.“ Skondin uppákoma varð á fundinum því ljósin í herberginu slokknuðu á miðjum fundi. Guðmundur brosti út í annað en hélt áfram að svara spurningum blaðamanna.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum. 26. janúar 2015 20:24 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53
Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum. 26. janúar 2015 20:24