Gauti: „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 21:30 Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti. Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti.
Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20
Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00
Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08