Frá Eurovision til Haíti: Elín Sif kemur fram ásamt LOTV Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 13:14 LOTV og Elín troða upp á Café Haítí á morgun klukkan 21. Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta." Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta."
Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira