Gefa út plötu með kattahljóðum í stað hljóðfæra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. febrúar 2015 20:00 EL-P og Killer Mike munu leika hér á landi í sumar. vísir/getty Bandaríska hip hop sveitin, og verðandi Íslandsvinurinn, Run the Jewels átti vafalaust eina allra bestu plötu ársins 2014 en það var skífan Run the Jewels 2. Aðdáendur sveitarinnar bíða nú sveittir á efri vörinni eftir því að þeir EL-P og Killer Mike sendi frá sér plötuna Meow the Jewels sem er platan endurhljóðblönduð með kattahljóðum í stað hljóðfæra. oh my god what am I doing with my life. #MeowTheJewels A video posted by thereallyrealelp (@thereallyrealelp) on Jan 23, 2015 at 5:57pm PST Run the Jewels 2 kom út í október í fyrra en dúóið bauð fólki upp á forpanta plötuna og enn fremur upp á alls konar misgáfulega pakka í leiðinni. Fyrir litla 7.500 dollara (tæpa milljón króna) færðu plötuna í fjórum vínyl eintökum, árituð plaköt, boli, eintak af öllum varningi sem hljómsveitin selur og að auki færðu tíu miða á tónleika með bandinu að eigin vali. Þú mátt koma með gest en hann fær ekki að hanga baksviðs fyrir og eftir tónleikana. Það stendur þér hins vegar til boða. 350.000 dollarar (rúmar 46 milljónir) þýða að rappararnir munu þykjast hafa áhuga á því sem þú hefur áhuga á í hálft ár. Þeir munu mæta á fundi sem þú velur, semja lag til styrktar málstaðnum og búa til heimildarmynd. Tilboðið stendur hins vegar ekki lögreglu- og/eða hryðjuverkamönnum til boða.someone made a kickstarter to fund the "MEOW THE JEWELS PACKAGE". if this gets funded i will make this album.https://t.co/6tvzp2Z3rF — el-p (@therealelp) September 17, 2014 Eitt tilboðið hljóðaði upp á 40.000 dollara (rúmar fimm milljónir) en fyrir það fé ætlaði EL-P að endurhljóðblanda plötuna með kattahljóðum í stað hljóðfæra. Aðdáandi sveitarinnar tók sig til og byrjaði með hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter og náði markinu. Undirbúningur við plötuna er þegar hafinn en EL-P er byrjaður að klippa saman nokkur lög og má heyra byrjunina á upphafslaginu Jeopardy hér að ofan. Einnig heimsóttu þeir dýraathvarf til að finna réttu kettina í verkið en upptöku af því má sjá hér fyrir neðan. Run the Jewels er meðal þeirra sveita sem mun koma fram á All Tomorrow Parties hátíðinni í sem fram fer á Ásbrú 2.-4. júlí næstkomandi. Meðal annara erlendra atriða má nefna Belle and Sebastian og Deafheaven. ATP í Keflavík Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Bandaríska hip hop sveitin, og verðandi Íslandsvinurinn, Run the Jewels átti vafalaust eina allra bestu plötu ársins 2014 en það var skífan Run the Jewels 2. Aðdáendur sveitarinnar bíða nú sveittir á efri vörinni eftir því að þeir EL-P og Killer Mike sendi frá sér plötuna Meow the Jewels sem er platan endurhljóðblönduð með kattahljóðum í stað hljóðfæra. oh my god what am I doing with my life. #MeowTheJewels A video posted by thereallyrealelp (@thereallyrealelp) on Jan 23, 2015 at 5:57pm PST Run the Jewels 2 kom út í október í fyrra en dúóið bauð fólki upp á forpanta plötuna og enn fremur upp á alls konar misgáfulega pakka í leiðinni. Fyrir litla 7.500 dollara (tæpa milljón króna) færðu plötuna í fjórum vínyl eintökum, árituð plaköt, boli, eintak af öllum varningi sem hljómsveitin selur og að auki færðu tíu miða á tónleika með bandinu að eigin vali. Þú mátt koma með gest en hann fær ekki að hanga baksviðs fyrir og eftir tónleikana. Það stendur þér hins vegar til boða. 350.000 dollarar (rúmar 46 milljónir) þýða að rappararnir munu þykjast hafa áhuga á því sem þú hefur áhuga á í hálft ár. Þeir munu mæta á fundi sem þú velur, semja lag til styrktar málstaðnum og búa til heimildarmynd. Tilboðið stendur hins vegar ekki lögreglu- og/eða hryðjuverkamönnum til boða.someone made a kickstarter to fund the "MEOW THE JEWELS PACKAGE". if this gets funded i will make this album.https://t.co/6tvzp2Z3rF — el-p (@therealelp) September 17, 2014 Eitt tilboðið hljóðaði upp á 40.000 dollara (rúmar fimm milljónir) en fyrir það fé ætlaði EL-P að endurhljóðblanda plötuna með kattahljóðum í stað hljóðfæra. Aðdáandi sveitarinnar tók sig til og byrjaði með hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter og náði markinu. Undirbúningur við plötuna er þegar hafinn en EL-P er byrjaður að klippa saman nokkur lög og má heyra byrjunina á upphafslaginu Jeopardy hér að ofan. Einnig heimsóttu þeir dýraathvarf til að finna réttu kettina í verkið en upptöku af því má sjá hér fyrir neðan. Run the Jewels er meðal þeirra sveita sem mun koma fram á All Tomorrow Parties hátíðinni í sem fram fer á Ásbrú 2.-4. júlí næstkomandi. Meðal annara erlendra atriða má nefna Belle and Sebastian og Deafheaven.
ATP í Keflavík Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira