Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 14:25 Mikið útstreymi af gasi kemur frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. Vísir/Guðbergur Davíðsson Mælingar sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. Frá þessu greindi Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, á íbúafundi á Reyðarfirði í gær. „Við gerum mælingar á 21 stað á landinu, víðs vegar um landið. Gasið sem berst upp úr Holuhrauni, sem er aðallega brennisteinsdíoxíð, umbreytist í brennisteinssýru í andrúmsloftinu og getur valdið súru regnu,“ segir Andri í samtali við Vísi og bætir við að önnur efni, eins og klór og flúor, leysist líka upp í regnvatninu.Efnin hlaðast upp í snjónum og fara út í ár og vötn þegar snjóa leysir Að sögn Andra greinist efnasamsetning regnvatns, sem rekja má beint til gossins í Holuhrauni, um nánast allt land. Aðspurður hvort að þetta sé hættulegt segir Andri: „Í dag fellur þetta náttúrulega mikið sem snjór. Efnin hlaðast þá upp í snjónum yfir vetrartímann á hálendinu, meðal annars, og svo þegar leysingar eru á vorin þá skolast þetta mjög hratt út í árnar, stöðuvötnin og alveg út í sjó.“ Andri segir að þá myndist svokallaðir efnapúlsar sem geti haft töluverð áhrif á lífríki í ám og vötnum. Þá geti súra regnið sem fellur beint á jörð einnig haft veruleg áhrif á plöntur og gróðurfar og svo komist upp í lífkeðjuna í gegnum grasbíta.Súrnunin getur haft veruleg áhrif á umhverfi okkar „Súrnunin hefur líka áhrif á okkar daglega líf. Þetta náttúrulega tærir málma og getur til dæmis haft áhrif á lakk á bílum. Ég heyrði svo sögu frá austan að til dæmis nýsinkhúðuð bárujárnsþök hafa strax látið á sjá í vetur og bara ryðga. Súrt regn getur því haft veruleg áhrif á okkar umhverfi,“ segir Andri. Hann segir mikið útstreymi af gasi koma frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. „Tölurnar eru nú kannski eitthvað óljósar, því það eru auðvitað sveiflur í þessu, en þetta eru svona 20.000-80.000 tonn af gasi á dag. Það er því mikið magn sem kemur upp og svo er þetta líka búið að standa í langan tíma þannig að heildarmagnið er mjög mikið. Það hefur auðvitað áhrif.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01 Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55 Gasmengun gæti farið að aukast á ný Fundað með íbúum Fjarðarbyggðar næstu daga 2. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Mælingar sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. Frá þessu greindi Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, á íbúafundi á Reyðarfirði í gær. „Við gerum mælingar á 21 stað á landinu, víðs vegar um landið. Gasið sem berst upp úr Holuhrauni, sem er aðallega brennisteinsdíoxíð, umbreytist í brennisteinssýru í andrúmsloftinu og getur valdið súru regnu,“ segir Andri í samtali við Vísi og bætir við að önnur efni, eins og klór og flúor, leysist líka upp í regnvatninu.Efnin hlaðast upp í snjónum og fara út í ár og vötn þegar snjóa leysir Að sögn Andra greinist efnasamsetning regnvatns, sem rekja má beint til gossins í Holuhrauni, um nánast allt land. Aðspurður hvort að þetta sé hættulegt segir Andri: „Í dag fellur þetta náttúrulega mikið sem snjór. Efnin hlaðast þá upp í snjónum yfir vetrartímann á hálendinu, meðal annars, og svo þegar leysingar eru á vorin þá skolast þetta mjög hratt út í árnar, stöðuvötnin og alveg út í sjó.“ Andri segir að þá myndist svokallaðir efnapúlsar sem geti haft töluverð áhrif á lífríki í ám og vötnum. Þá geti súra regnið sem fellur beint á jörð einnig haft veruleg áhrif á plöntur og gróðurfar og svo komist upp í lífkeðjuna í gegnum grasbíta.Súrnunin getur haft veruleg áhrif á umhverfi okkar „Súrnunin hefur líka áhrif á okkar daglega líf. Þetta náttúrulega tærir málma og getur til dæmis haft áhrif á lakk á bílum. Ég heyrði svo sögu frá austan að til dæmis nýsinkhúðuð bárujárnsþök hafa strax látið á sjá í vetur og bara ryðga. Súrt regn getur því haft veruleg áhrif á okkar umhverfi,“ segir Andri. Hann segir mikið útstreymi af gasi koma frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. „Tölurnar eru nú kannski eitthvað óljósar, því það eru auðvitað sveiflur í þessu, en þetta eru svona 20.000-80.000 tonn af gasi á dag. Það er því mikið magn sem kemur upp og svo er þetta líka búið að standa í langan tíma þannig að heildarmagnið er mjög mikið. Það hefur auðvitað áhrif.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01 Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55 Gasmengun gæti farið að aukast á ný Fundað með íbúum Fjarðarbyggðar næstu daga 2. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24
Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15
Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01
Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55