Unnur Lára: Vissi ekki að ég væri ekki tryggð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 23:30 Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar. Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar.
Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira