María vann með 15.000 atkvæða mun Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2015 10:20 Mikil spenna var í loftinu þegar tilkynnt var um sigurvegara Söngvakeppninnar en svo fór að María hafði betur gegn Friðrik Dór og munaði 15 þúsund atkvæðum á þeim. Vísir/Andri Mettþáttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. Alls voru greidd 168.762 atkvæði en gamla metið var um 140.000 atkvæði. Síðustu ár hefur atkvæðafjöldinn í úrslitum verið um 80-100.000, samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Áhorfendur völdu Maríu Ólafsdóttur sem fulltrúa Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Vín í Austurríki í maí næstkomandi. María söng lagið Unbroken eftir StopWaitGo-þríeykið, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, en félagarnir áttu einnig lagið Once again sem Friðrik Dór flutti.Munaði 15.000 atkvæðum María og Friðrik mættust í tveggja laga einvígi í Söngvakeppninni um að verða næsti fulltrúi Íslands í Eurovision en þangað komust þau með atkvæðum frá dómnefnd Söngvakeppninnar og atkvæðum frá áhorfendum í gegnum símakosningu. Að sögn Skarphéðins var lagið Unbroken afgerandi sigurvegari í lokaeinvíginu en lagið fékk 70.774 atkvæði samanlagt en Once Again fékk 55.850 atkvæði. Munaði því rúmum fimmtán þúsund atkvæðum á þeim tveimur. Íslendingar eyddu 21,7 milljónum í símakosningu Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Skarphéðinn segir Ríkisútvarpið ætla á næstu dögum að senda út upplýsingar um hvernig dómnefnd raðaði lögunum og hver atkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferð var. Eurovision Tengdar fréttir Twitter um úrslitin í Söngvakeppninni Nokkur tíst sem lýsa stemmingunni. 14. febrúar 2015 22:23 „Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44 Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Mettþáttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. Alls voru greidd 168.762 atkvæði en gamla metið var um 140.000 atkvæði. Síðustu ár hefur atkvæðafjöldinn í úrslitum verið um 80-100.000, samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Áhorfendur völdu Maríu Ólafsdóttur sem fulltrúa Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Vín í Austurríki í maí næstkomandi. María söng lagið Unbroken eftir StopWaitGo-þríeykið, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, en félagarnir áttu einnig lagið Once again sem Friðrik Dór flutti.Munaði 15.000 atkvæðum María og Friðrik mættust í tveggja laga einvígi í Söngvakeppninni um að verða næsti fulltrúi Íslands í Eurovision en þangað komust þau með atkvæðum frá dómnefnd Söngvakeppninnar og atkvæðum frá áhorfendum í gegnum símakosningu. Að sögn Skarphéðins var lagið Unbroken afgerandi sigurvegari í lokaeinvíginu en lagið fékk 70.774 atkvæði samanlagt en Once Again fékk 55.850 atkvæði. Munaði því rúmum fimmtán þúsund atkvæðum á þeim tveimur. Íslendingar eyddu 21,7 milljónum í símakosningu Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Skarphéðinn segir Ríkisútvarpið ætla á næstu dögum að senda út upplýsingar um hvernig dómnefnd raðaði lögunum og hver atkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferð var.
Eurovision Tengdar fréttir Twitter um úrslitin í Söngvakeppninni Nokkur tíst sem lýsa stemmingunni. 14. febrúar 2015 22:23 „Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44 Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44
Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36
Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00